SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 13
1
Af og til fáum við hjá Happdrætti SÍBS skila-
boð frá vinningshöfum í happdrættinu þar
sem þeir ánafna SÍBS vinningnum en halda
áfram miðakaupunum til að styrkja starf
SÍBS. Oft er þetta í minningu látinna ástvina
sem höfðu e.t.v. fengið þjónustu og umönn-
un á Reykjalundi, vist í Hlíðabæ eða Múlabæ
eða höfðu unnið í Múlalundi.
Gjafir og áheit til SÍBS
Þetta er að sjálfsögðu afar mikils virði og
þar sem gefendur vilja sjaldnast láta nafn sitt
birtast í blaðinu vil ég nota þetta tækifæri og
þakka kærlega fyrir þann hlýhug sem birtist í
þessum gjöfum.
F.h. Happdrættis SÍBS
Pétur Bjarnason
Félagsmönnum
SÍBS stendur nú til
boða að taka þátt
í stuðnings- og
sjálfshjálparhópum.
Stuðningurinn er
ætlaður til að hjálpa
félagsmönnum að
takast á við breyt-
ingar og erfiðleika
sem fylgja alvar-
legum veikindum. Í
hverjum hópi verða
6-8 einstaklingar og leiðir félagsráðgjafi starfið.
Tilgangur stuðningshópsins er að veita félags-
mönnum stuðning og fræðslu með því að miðla
þekkingu og reynslu.
Stuðningur sem byggir á jafningjafræðslu,
umhyggju og samkennd er árangursrík leið til
að draga úr einkennum streitu, þunglyndis og
kvíða. Slík fræðsla og stuðningur frá þeim sem
hafa gengið í gegnum líka lífsreynslu vegur
þungt í bataferli og er árangursrík leið til að
styðja sjúka til sjálfsbjargar.
Starfið fer fram í Síðumúla 6, á miðvikudög-
um kl.16:00-17:30 og þar hittist hver hópur í
fimm skipti, eina og hálfa klukkustund í senn.
Fyrirhugað er að hefja þetta starf miðvikudag-
inn 17. janúar n.k. ef næg þátttaka fæst. Þeir
félagsmenn SÍBS sem hafa áhuga á að komast
í stuðningshóp geta haft samband við Margrét
Albertsdóttur félagsráðgjafa SÍBS .
Margrét er með viðtalstíma á miðvikudögum í
Síðumúla 6, sími 560-4816.
Netfang: margret@sibs.is
F r á . f é l a g s r á ð g j a f a . S Í B S :
Stuðningshópar
fyrir félagsmenn
SÍBS
Sveitafélagið Garður
F
r
á
S
ÍB
S