SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 28
Faraldursfræðilegar rannsóknir hafa
bent mjög ákveðið til að þunglyndi sé
sjálfstæður áhættuþáttur kransæða-
sjúkdóms. Þunglyndi er einnig algeng-
ur fylgikvilli kransæðasjúkdóms og
þeir kransæðasjúklingar sem þjást af
þunglyndi hafa umtalsvert meiri líkur
á að fá ný áföll og dánartíðni þeirra
er hærri. Talið er að allt að þriðjungur
þeirra sem fá hjartaáföll verði umtals-
vert þunglyndir á eftir og þeir leita
oftar til lækna og á bráðamóttökur með
tilheyrandi kostnaði. Þunglyndir krans-
æðasjúklingar eru oft mjög uppteknir
af líkamlegum einkennum sem geta
líka verið af sálrænum toga svo sem
þreytu, úthaldsleysi og framtaksleysi.
Faraldursfræðilegar rannsóknir hafa
einnig bent til að sjúklingar með kvíð-
araskanir séu einnig í aukinni hættu
á að deyja úr hjartasjúkdómi. Við
ákváðum að kanna algengi þunglyndis
og kvíða hjá þeim sem koma til hjarta-
endurhæfingar á Reykjalundi og skoða
hvernig okkur tekst til með greiningu og með-
ferð þessara sjúkdóma, með það í huga að meta
hvort ástæða sé til að hefja skimun fyrir þung-
lyndi og kvíða hjá þeim sem til okkar koma.
Allir sem innrituðust til hjartaendurhæfingar á
Reykjalundi frá 1. apríl 2005 til 31. mars 2006
voru beðnir að taka þátt í rannsókninni. Við
komu mátu læknir og hjúkrunarfræðingur hvort
viðkomandi væri þunglyndur eða kvíðinn og
í lok fyrstu viku var lagður fyrir sjúklinginn
viðurkenndur staðlaður spurningalisti til grein-
ingar á þunglyndi og kvíða (Hospital Anxiety
and Depression Scale, HAD). Eftir hefðbundna
hjartaendurhæfingu, með nauðsynlegri geð-
meðferð til viðbótar, svöruðu svo allir sama
spurningalistanum við brottför.
Alls tóku þátt 200 einstaklingar, 151 karlmaður
og 49 konur, meðalaldur tæplega 62 ár. Alls
reyndust u.þ.b. 10% þunglyndir og lítið eitt
fleiri með kvíða samkvæmt HAD í lok fyrstu
M a g n ú s . R . . J ó n a s s o n . l æ k n i r
K a r l . K r i s t j á n s s o n . l æ k n i r
Greining og meðferð þunglyndis og kvíða
hjá sjúklingum í hjartaendurhæfingu
R
e
y
k
ja
lu
n
d
u
r
Magnús R.
Jónasson.
Karl
Kristjánsson.