SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 4
4
Hinn 13. des. s.l. var haldinn formannafundur
SÍBS í húsnæði Múlalundar.Til fundarins var
boðið formönnum deilda og stjórna fyrirtækja
SÍBS auk stjórnarmanna sambandsins.
Sigurður R. Sigurjónsson formaður SÍBS bauð
gesti velkomna og hafði framsögu á fund-
inum. Hann sagði fundinn boðaðan skv. 13.
gr. nýrra laga SÍBS og hlutverk slíkra funda
væri m.a. að treysta bönd milli stjórnar og
deilda sambandsins. Hann lagði mikla áherslu
á að fyrirtæki SÍBS hefðu góð tengsl við stjórn
samtakanna og einnig gerð þróunar- og rekstr-
aráætlana um starfsemina. Þá rakti hann ýmsar
breytingar sem gerðar voru á lögum SÍBS á 35.
þingi SÍBS.
Formannafundur SÍBS
Þá sýndi Sigurður fundarmönnum tvö skipurit
og skýrði þau. Annars vegar núgildandi skipurit
og hins vegar skipurit sem mælt er með í
skýrslu um stefnumótun fyrir SÍBS sem unnið
var af nemum í verkefnastjórnum við Háskóla
Íslands. Í því skipuriti eru boðleiðir skilvirkari
og einfaldari.
Varðandi hlutverk stjórna þá sagði Sigurður að
snertiflötur rekstrarstjórna við stjórn SÍBS hafi
ekki verið skýr fram að þessu. Eftirlitshlutverk
stjórnar SÍBS þurfi að vera í öndvegi þó alltaf
verði til staðar ákveðinn sveigjanleiki rekstr-
arstjórnanna. Þungamiðja aðkomu stjórnar
SÍBS verði fjárhagsleg. Varðandi rekstraráætl-
anir þá hefði gjarnan verið miðað við að ef
stefnir í að rekstraráætlun fari fram yfir 4 %
frá áætlunum þá væri látið vita og gripið í
taumana. Sigurður sagði rannsóknir hafa sýnt
að bein fylgni væri milli góðra rekstraráætlana
með virku eftirliti og góðrar afkomu stofnana.
Þessa þætti þyrfti að styrkja verulega í rekstr-
areiningum SÍBS.
Frá formannafundinum á jólaföstu
Þá lagði Sigurður til að myndaður yrði þver-
faglegur hópur fulltrúa aðildarfélaga SÍBS
sem hefði það hlutverk að leita leiða til fjár-
öflunar til viðbótar við tekjur Happdrættis
SÍBS og styrki sem fengist hafa úr sjóðum frá
opinberum aðilum. Dæmi um verkefni sem fjár-
magna mætti með þessum leiðum væri framlög
í vísindasjóð Reykjalundar. Hann mæltist síðan
til góðrar samvinnu við deildir og fyrirtæki
SÍBS.
Umræður urðu um erindi formannsins og var
m.a. rætt um hlutverk SÍBS og stöðu þess.
Ástæða virðist til að efla enn kynningu á
starfi SÍBS og vægi innan heilbrigðisgeirans.
Helgi Hróðmarsson sagði frá samstarfi SÍBS
sem hefði komist á á undanförnum misserum
við heilbrigðisráðuneytið, Tryggingastofnun
og landlækni. Þá fundaði hann og formaður
Berklavarnar nýlega með Þorsteini Blöndal,
lækni og fulltrúa lungna- og berklavarnardeild-
ar Heilsuverndarstöðvarinnar, þar sem fjallað
var um berkla hér á landi, útbreiðslu þeirra og
nýjar ógnanir á þeim sviðum. Á þeim fundi var
ákveðið að koma einnig á formlegum tengslum
SÍBS við starfsmenn deildarinnar.
Fundarmenn voru sammála því að nauðsynlegt
væri að ráðast í frekari kynningu á starfsemi
SÍBS og sífellt bæri að vera vakandi fyrir því
að minna á samtökin. Helgi sagði frá greini-
legum áhrifum af sýningu myndarinnar „Sigrar
lífsins“. Það hefði m.a. aukið sölu á miðum í
happdrætti SÍBS. Haraldur sagði frá hugmynd
sem kom frá félagsráðgjafa SÍBS um að efni
sem gefið verði út af aðildarfélögum SÍBS verði
samræmt og ljós væri tenging þeirra við SÍBS.
Til dæmis mætti samræma útlit allra þessara
bæklinga undir merkjum SÍBS og hverrar deild-
ar fyrir sig að auki.
Formaðurinn skýrir lagabreytingar sem urðu á síðasta þingi
F
r
á
S
ÍB
S