SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 15

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 15
15 Í SÍBS bókinni, sem gefin var út 1988 segir: „Eftir allmikla könnun á nýjum og hentugum starfsgreinum fyrir Reykjalund sýndist mönn- um plastiðja töluvert álitleg. Í ársbyrjun 1953 var ákveðið að koma slíkri iðju á fót og samn- ingar gerðir um kaup á fyrirtækjunum „Plastic h.f.“ og „Plastvörur h.f.”. Seljendur voru Gísli Friðbjarnarson o.fl. Jón Þórðarson, sem kynnt hafði sér plastiðju í Bretlandi, hafði verið þarna framkvæmdastjóri, og gekk hann nú í þjónustu Reykjalundar.” Jón Þórðarson sem hér er nefndur til sögu var einn eigenda Plastics hf. og starfaði síðan hart- nær hálfa öld að verkefnum tengdum Reykja- lundi og plastiðjunni. Þar reyndist hann mik- ill þúsundþjalasmiður, því til viðbótar við þá reynslu og þekkingu sem hann hafði við kom- una til Reykjalundar var hann óþreytandi við að finna nýjar lausnir og hanna tæki og búnað til framleiðslunnar. Í viðtali sem Halldór Valdi- marsson tók við Jón og birtist í SÍBS bókinni 1988 er litið yfir fyrstu áratugi vinnustofunnar og rakið hverjar voru helstu framleiðsluvörur þar og þróun þeirra. Höfundur þessarar greinar heimsótti Jón og konu hans Jóhönnu Sveinsdóttur skömmu fyrir jólin og var þar vel tekið. Heimili Jóns í Skipholtinu ber vitni listfengi hans því þar eru gullfalleg málverk hans á veggjum og rétt við húsvegginn er vinnustofan þar sem er að finna málaratrönur og verkfæri af ýmsum toga auk fjölda mynda og smíðisgripa. Sérstakan áhuga gestsins í vinnustofunni vakti brún, sérsmíðuð harmonika með nótnaborð af annarri gerð en venja er til. ,,Já, við ætluðum að smíða fjórar svona harm- onikur, ég, Sigurður bróðir ásamt Guðmundi Hansen, sem var færeyskur og Jóhannes Jóhannesson harmonikuleikari og viðgerð- armaður. Jóhannes átti hugmyndina að þessu „Eins manns tæknideild á Reykjalundi“ V ið t a li ð Þegar fyrstu vistmenn Reykjalundar komu á staðinn um 1945 lá fyrir samþykkt um skipulag vinnuheimilis á staðnum. Þar var m.a. gert ráð fyrir að stofnunin ræki ýmsar atvinnugreinar við hæfi vistmanna og var þessi rekstur frá upphafi aðgreindur frá öðrum rekstri á Reykjalundi. Í fyrstu voru rekin þrjú verkstæði, trésmíðaverkstæði, járnsmíðaverkstæði og sauma- stofa. Árið 1949 var bætt við skermagerð, gljáprenti og bókbandi. Jafnframt þessu var stöðugt svipast um eftir hentugum nýjungum og helst litið til þess að vinna með nýtt efni sem nefndist plastik í upphafi og síðar plast. J ó n . Þ ó r ð a r s o n . t e k i n n . t a l i Viðtal:.Pétur.Bjarnason

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.