SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 16
16
sérstaka nótna-
borði. Ég sá reyndar
mynd af svipuðu
nótnaborði útlendu
nokkrum árum
síðar. Okkur tókst
ekki að fullgera
nema þessa einu af
þessari gerð, en hún
var í eigu Jóhann-
esar þar til hann
féll frá. Þá komst
hún til Guðna S.
Guðnasonar, sem
gerði við harmonik-
ur og þaðan kom
hún til mín, en við Sigurður bróðir eru þeir
einu sem eftir lifa af hljóðfærasmiðunum. Sig-
urður á hnappaharmoniku sem við smíðuðum
við sama tækifæri. Ekki tókst að ljúka henni að
fullu en það má þó vel spila á hana.”
Fyrrgreind sérsmíðuð harmonika er völund-
arsmíð, einstök að allri gerð. Ytra byrði hennar
er einmitt úr acrylplastic sem Jón mótaði ásamt
Sigurði bróður sínum. „Þess má geta að Toralf
Tollefsen harmonikusnillingur sem hingað kom
skoðaði harmonikuna og falaðist eftir því að
við smíðuðum eina slíka fyrir hann, en lof-
aði þó ekki að hann myndi nota hana. Þegar
við ræddum þetta tilboð nánar þá treystum
við okkur ekki til að verða við beiðninni.“ Í
Harmonikublaðinu er getið um þetta hljóðfæri
og greint frá smíðinni, en gerðin fékk nafnið
„Tónalín“ og hefði sem best getað slegið í gegn
ef orðið hefði af fjöldaframleiðslu. Gripurinn
var í spilahæfu ástandi, greinarhöfundur sann-
reyndi það, þó svo að hið framandlega nótna-
borð legði nokkrar hömlur á tónlistina, eða því
mátti sem best kenna um.
En af hverju að smíða harmoniku?
„Við Sigurður bróðir vorum farnir að spila á
böllum fyrir norðan á unglingsárum. Þegar ég
kom á héraðsskólann í Reykholti þá spurðist
þetta út en þá var engin harmonikan. Nið-
urstaðan varð sú að skólafélagarnir söfnuðu
fyrir harmoniku sem ég spilaði á fyrir dansi
báða veturna á Reykholti og fékk svo gripinn í
verkalaun þegar skólavistinni lauk. Ég spilaði á
böllum ásamt fleirum í mörg ár eftir að ég kom
til Reykjavíkur en er núna alveg hættur. Ég á
samt nýlega harmoniku hér heima. Þess má
geta að ég hef líka spilað á trommur og m.a.
smíðaði ég trommur í Reykholti sem voru not-
aðar þar. Þegar við fórum svo að spila á stríðs-
árunum var erfitt að fá hljóðfæri og þá smíðaði
ég stórt trommusett, þar sem allt var handsmíð-
að. M.a. „spann“ ég symbalana, þ.e. ég bjó til
mót fyrir þá og þrykkti svo koparplötu í mótið
í rennibekk. Þetta varð að gera í áföngum og
var kallað að spinna efnið. Þetta sett var mjög
fallegt og allar gjarðir voru krómaðar.“
Í Árbók Ólafsfjarðar 2004 er prýðisgott viðtal
Friðriks G. Olgeirssonar við Jón Þórðarson, þar
sem m.a. er farið yfir viðburðaríka æsku Jóns
og bræðra hans á Þóroddsstöðum Í Ólafsfirði
en þar fæddist Jón 30. júní, 1921. Þar kemur
í ljós að áhugi Jóns og Sigurðar bróður hans
beindist snemma meira að alls konar vélum en
bústörfunum, þó þau væru að sjálfsögðu ávallt
fastur liður í amstri daganna. Þeir gerðu m.a.
tilraun til að smíða eigin rafstöð eftir að raflýst
var á bænum 1933, en þegar túrbínan var farin
að snúast vantaði rafalinn, t.d. reiðhjólsdý-
namó: „Við höfðum ekki peninga til kaupanna
í það skiptið og þannig lauk þeirri framkvæmd.
Við vorum líka með ýmsar aðrar tilraunir. Til
dæmis strekktum við vír á rafmagnsstaurana
sem komnir voru heima og okkur tókst að tala
saman í nokkurri fjarlægð í gegnum þá. Vír-
inn fengum við úr margþættum spilvír sem
við röktum sundur og við notuðum 4 v batt-
erí. Sömuleiðis höfðum við samband hvor við
annan með morsi frá eyðibýli sem pabbi átti í
nokkurra kílómetra fjarlægð frá bænum heima.
Ég hafði lært mors upp úr Skátabókinni og við
heyrðum morsið í útvarpinu heima.“
Þá gerðu þeir bræður tilraunir með vélsleða-
smíði á fjórða áratugnum, sem þó bar keim af
þróaðri tækjum, því sleðinn var knúinn með
skrúfu líkt og flugvélar þá eða svifnökkvar
síðar. Undir sleðann fórnaði Jón svo stökks-
Jón og Sigurður bróðir hans spiluðu fyrir dansi fyrir
norðan.
Jón Þórðarson um sextugt.