SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 10

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 10
10 F r á S ÍB S Í 3. tbl. SÍBS blaðsins árið 2005 birt- ist grein um berkla í heiminum í dag þar sem fram koma sláandi upplýs- ingar um sjúkdóminn. Árlega veikjast 8 milljónir manna úr berklum. Aldrei fyrr hafa svo margir látist úr berklum eins og nú á dögum. Um 98% þeirra sem veikjast búa í fátækari löndum heims. Í 22 löndum eru 80% berkla- sjúklinga í heiminum og víða er vandamálið geigvænlegt. Flestir þeirra sem veikjast af berklum eru á aldr- inum 15-49 ára. Berklar eru sá sjúk- dómur sem er dánarorsök flestra kvenna (yfir 5 ára) í hinum fátæku löndum. Af ofangreindum ástæðum er í dag mest kapp lagt á baráttu við berkla í fátækari löndum heims. Í hinum vestræna heimi eru berklar ekki stórt vandamál. Þrátt fyrir þá staðreynd að vanda- málið sé að mestu bundið við hin fátæku lönd er nú á dögum nauðsynlegt fyrir okkur á Vest- urlöndum, og þar með Íslendinga, að halda vöku okkar. Með auknum ferðalögum Íslend- inga til landa þar sem berklar eru landlægir og með innflutningi útlendinga til landsins eykst hættan á smiti berkla milli manna hér á landi. Á Lungna- og berklavarnardeild á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 1,6 stöðugildi lækna sem vinna m.a. að berklavörnum og reykinga- vörnum. Í gangi er vinna við skráningu allra berklasjúklinga sem veikst hafa á Íslandi frá 1940 og jafnvel aftur til 1910. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Íslenska erfðagrein- H e l g i . H r ó ð m a r s s o n Berklarnir – höldum vöku okkar ingu og Landspítala háskólasjúkrahús. M.a. er rannsakað gengi sjúkdómsins eftir ættum. Slík heildarvinna við kortlagningu upplýsinga um berklasjúklinga hefur ekki farið fram í öðrum löndum. Þarna verður því um að ræða ein- stakar upplýsingar sem varpað geta ljósi á það hvers vegna sumum er hættara við að veikjast af berklaveiki en öðrum. Á Íslandi veikjast nú á dögum 12-14 á ári af berklum og allir fá meðferð. Þetta þýðir að um 4 til 5 af hverjum 100 þúsund íbúum á Íslandi veikjast af berklum árlega. Þeir sem veikjast eru allir settir á lyfjameðferð og læknast. Síðan árið 1990 hafa komið fram tvö tilfelli fjölónæmra afbrigða af berklum á Íslandi. Báðir þeir einstaklingar fengu bata. Þeir útlendingar sem sækja um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi og koma frá löndum utan Evrópusambandsins þurfa meðal annars að fara í berklaskoðun. Reynist þeir hafa berkla- bakteríuna í sér eru þeir settir á fyrirbyggjandi meðferð ef þeir eru undir 35 ára aldri og annað mælir ekki gegn meðferðinni. Af um 30 þúsund innflytjendum hér á landi hafa um þriðjungur eða 10 þúsund manns berklabakteríuna í sér. Það er skylda SÍBS sem samtaka berklasjúk- linga á Íslandi að halda vöku sinni, fylgjast með þróun berkla og berklavarna og upplýsa um vitneskju sína. Það munu samtökin gera og m.a. hefur verið komið á formlegu samstarfi við lækna Lungna- og berklavarnardeildar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.