SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 29

SÍBS blaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 29
29 viku, nokkru færri en við töldum eftir viðtöl. Við brottför hafði þunglyndum og kvíðnum fækkað verulega. Samkvæmt þessum niðurstöðum virðist algengi þunglyndis og kvíða minna en í flestum sam- bærilegum erlendum rannsóknum. Við sam- anburð á mati lækna og hjúkrunarfræðinga annars vegar og niðurstöðu HAD spurninga- listans hins vegar, kemur í ljós að okkur tókst vel að finna þá sem voru þunglyndir og/eða kvíðnir samkvæmt HAD og ef við töldum ein- hvern hvorki þunglyndan né kvíðinn reyndist einnig góð samsvörun við HAD. Hins vegar er ljóst að við töldum fleiri með þunglyndi og kvíða en HAD. Hafa ber í huga að töluverður hluti þeirra sem við töldum þunglynda eða Aldrei of seint að ganga menntaveginn Lærðu meira í stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku Ertu eldri en 16 ára? Viltu læra meira? Námsflokkar Reykjavíkur bjóða upp á kennslu í námstækni og nám fyrir þá sem vilja læra meira í stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku. Námsefnið jafngildir 8.-10. bekk í grunnskóla. Námið hentar fólki á öllum aldri, t.d. þeim sem vilja undirbúa sig undir framhaldsskóla eða foreldrum sem vilja hjálpa börnum sínum við heimanámið. Þrjú þrep Í upphafi náms fær nemandi aðstoð við að meta stöðu sína í námsgreininni, en kennt er á þremur þrepum. Námið tekur mið af kunnáttu og þörfum hvers og eins og allir læra á sínum hraða. Hægt er að skrá sig í eina námsgrein eða fleiri. Engin próf eru tekin, nema þess sé óskað. Opin stundaskrá Kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum í húsnæði Námsflokkanna Þönglabakka 4 (fyrir ofan strætóskýlið í Mjóddinni). Þriðjudagur – Enska og stærðfræði milli kl. 17:20-21:00 Fimmtudagur – Íslenska og danska milli kl. 17:20 -21:00. Einnig er kennd námstækni. Skráning í síma 567 7050 www.namsflokkar.is h ö n n u n a g u n n kvíðna en ekki HAD voru rétt undir greining- armörkum. Einnig er líklegt að vitund starfs- fólks um rannsóknina hafi valdið auknum fjölda greininga í viðleitni við að missa ekki af þeim sem raunverulega voru þunglyndir eða kvíðnir. Það er álit okkar að þessar nið- urstöður gefi ekki tilefni til að leggja HAD spurningalistann fyrir alla sem til okkar koma heldur velja úr þá sem óvissa ríkir um með greiningu. Hjartaendurhæfingin og sú geðmeð- ferð sem boðið er upp á til viðbótar svo sem viðtöl, lyfjameðferð og almennur stuðningur virðist skila góðum árangri þar sem veruleg fækkun var í fjölda þunglyndra og kvíðinna við útskrift. Spurningunni hvort sá bati endist verður þó ekki svarað með þessari rannsókn.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.