Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 1
Ferðaþjónusta Stjórnvöld hafa til
skoðunar að beita frekari úrræðum
til þess að takmarka skammtíma
útleigu á íbúðum, til dæmis í gegn-
um Airbnb. Þetta segir Karl Pétur
Jónsson, aðstoðarmaður félags- og
húsnæðismálaráðherra. Þetta er ein
þeirra tillagna sem rætt er um í starfs-
hópi fjögurra ráðuneyta til að bregð-
ast við aðstæðum á íbúðamarkaði.
Áformað er að kynna tillögur
hópsins öðrum hvorum megin við
páska. Karl Pétur segir að í dag sé
verið að ræða um 20 hugmyndir sem
verði fækkað niður í tíu.
„Ég get staðfest það að einn af
þeim hlutum sem er verið að skoða
eru frekari takmarkanir á Airbnb. En
það er ekki komið á það stig að það
sé hægt að ræða einhverjar frekari
útfærslur,“ segir Karl Pétur.
Næstum sjö af hverjum tíu sem
afstöðu taka í nýrri könnun Frétta-
blaðsins, Stöðvar 2 og Vísis telja að
takmarka eigi leigu á íbúðum til
ferðamanna. Þriðjungur svarar slíkri
spurningu hins vegar neitandi.
Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um
ferðaþjónustuna kemur fram að á
síðastliðnu ári var meðalfjöldi virkra
gistirýma á Airbnb í Reykjavík 2.000,
sem er tvöfalt fleiri en árið á undan.
Búist er við því að eftirspurn eftir
Airbnb-íbúðum og annars konar
gistingu aukist enn frekar. Líkur eru á
að leiguverð hækki enn meira.
Könnunin var gerð 20. og 21. mars.
Hringt var í 1.242 manns þar til náðist
í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki.
Svarhlutfallið var 63,7 prósent.
– jhh /sjá síðu 4
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —7 4 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r þ r i ð j u d a g u r 2 8 . M a r s 2 0 1 7
FrÍtt
Vilja hertar reglur um heimagistingu
✿ á að takmarka leigu á
íbúðum til ferðamanna?
31
,4
%
já nei
68
,6%
EF ÞÚ BORGAR
MEÐ KASS!
7.000 KR.
MIÐAÐ VIÐ FULLT MIÐAVERÐ EFTIR AÐ FORSÖLU LÝKUR
AFSLÁTTUR Á
ÞJÓÐHÁTÍÐ
Fréttablaðið í dag
skoðun Oddný G. Harðar-
dóttir skrifar um fjármálastefnu
ríkisins. 10
sport Úrslitakeppni Domino’s-
deildar kvenna hefst í kvöld á
heimavelli Íslandsmeistara Snæ-
fells í Stykkishólmi. Fréttablaðið
fékk sjö leikmenn úr hinum
liðum deildarinnar til að spá um
hverjir komist í lokaúrslitin í ár. 12
sport Roy Keane skoraði tvö
mörk síðast þegar Ísland mætti
Írlandi. Liðin mætast í kvöld. 13
plús 2 sérblöð l Fólk
l Húsnæði og viðHald
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
EF ÞÚ BORGAR
E !
MIÐAÐ VIÐ FULLT MIÐAVERÐ EFTIR AÐ FORSÖLU LÝKUR
saMFélag Að verða fyrir áreitni af
ýmsu tagi er ömurlegur partur af
starfi skemmtikrafta að sögn Mar-
grétar Erlu Maack. Salka Sól sagði
frá áreitni á Twitter um helgina og
Margrét Erla hefur lent í svipuðu.
„Þetta er alveg helmingur af þeim
giggum sem ég tek, þá lendi ég í
einhvers konar káfi, áreitni eða óvið-
eigandi athugasemdum,“ segir hún.
„En núna þegar ég er ráðin þá segi
ég oft í gríni: „Ég kosta þetta en ef það
kemur dónakall þá er það 30.000
krónur auka.“ Þá eru allir meðvitaðir
um hver staðan er,“ segir hún.
– gha / sjá síðu 22
Skemmtikraftar
eru oft áreittir
vikmörk
3,23%
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, gengur framhjá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Gunnari
Braga Sveinssyni, þingmönnum Norðvesturkjördæmis, á fundinum í gærkvöldi. Fréttablaðið/Ernir
akranes Bæjarstjórn og bæjarstjóri
Akraness funduðu í gær með þing-
mönnum Norðvesturkjördæmis
og Vilhjálmi Birgissyni, formanni
Verkalýðsfélags Akraness, í ráð-
húsi sveitarfélagsins. Umræðuefni
fundarins var fyrirhuguð breyting
á rekstri HB Granda en fyrirtækið
stefnir að því að hætta botnfisk-
vinnslu á staðnum og flytja starf-
semina til Reykjavíkur. Forsvars-
menn HB Granda hafa haft samráð
við trúnaðarmenn stéttarfélaganna
um aðgerðina.
Á Akranesi starfa um 270 starfs-
menn innan samstæðu HB Granda,
þar af starfa 93 við botnfiskvinnsl-
una. Helmingur alls kvóta HB
Granda kom í gegnum sameiningu
félagsins við Harald Böðvarsson
& co í árslok 2004, en fyrir þann
tíma hét félagið Grandi ehf. Er það
stefna bæjaryfirvalda að tryggja að
ef vinnslan á að sameinast á einum
stað þá verði það á Akranesi.
„Við Skagamenn erum slegnir
yfir þessum fréttum. Við viljum
halda starfsemi áfram á Akranesi
og byggja upp. Staðan er ótrúlega
döpur og vekur upp spurningar um
hvort við séum á réttri leið,“ sagði
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða-
mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, að fundi loknum.
Í tilkynningu frá HB Granda segir
að hvorki sé hafnaraðstaða né að-
staða til vinnslu alls botnfiskafla
ísfisktogara á Akranesi. Forsvars-
menn félagsins og Akranesbæjar
eiga í viðræðum um mögulegar
breytingar á því.
„Það eru miklar áhyggjur hjá
bæjarstjórninni og við þingmenn
tökum undir þær. Menn eru ekki
úrkula vonar um að stjórnarmenn
fyrirtækisins horfi til samfélags-
legrar ábyrgðar og langrar sögu
fyrirtækisins,“ segir Lilja Rafney
Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna í kjördæminu.
„Hérna eru heimamenn tilbúnir
til að byggja upp og bæta aðstöðu
sem þarf til hér við höfnina. Það
er okkar von að þeir fái frest til að
skoða þessi mál í samhengi áður
en afdrifaríkar ákvarðanir verða
teknar.“
– jóe / sjá síðu 4
Neyðarfundur
vegna aðgerða
HB Granda
Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu
HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan
færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og
bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins.
Það er okkar von að
þeir fái frest til að
skoða þessi mál í samhengi
áður en afdrifaríkar ákvarð-
anir verða teknar.
Lilja Rafney
Magnúsdóttir,
þingmaður VG
2
8
-0
3
-2
0
1
7
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
8
B
-A
D
A
C
1
C
8
B
-A
C
7
0
1
C
8
B
-A
B
3
4
1
C
8
B
-A
9
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K