Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.03.2017, Qupperneq 6
BÍLALAND BÝÐUR NOKKRA BÍLA Á EINSTÖKUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL Á FRÁBÆRU VERÐI! Á VÖLDUM BÍLUM VW Passat Ecofuel Nýskr. 06/12, ekinn 67 þ.km, bensín, beinskiptur. Verð áður: 2.390 þús. kr. TILBOÐ 1.790 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 NISSAN Note Acenta Plus Nýskr. 04/15, ekinn 84 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 2.090 þús. kr. TILBOÐ 1.750 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 BMW X1 Xdrive18d Nýskr. 06/15, ekinn 42 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 4.890 þús. kr. TILBOÐ 4.290 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 RENAULT Megane Sport Tourer Nýskr. 05/13, ekinn 99 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 1.990 þús. kr. TILBOÐ 1.590 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 FORD Mondeo Trend Nýskr. 12/11, ekinn 49 þ.km, dísil, beinskiptur. Verð áður: 2.390 þús. kr. TILBOÐ 1.890 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 SKODA Superb Ambition Nýskr. 05/10, ekinn 193 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 2.290 þús. kr. TILBOÐ 1.790 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 Rnr. 284099 Rnr. 152617 Rnr. 320677 Rnr. 143727 Rnr. 370179 Rnr. 143959 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ E N N E M M / S ÍA / N M 8 1 1 6 4 B íl a la n d T il b o ð 2 x 3 8 2 7 m a rs Stjórnmál Frumvarp um jafnlauna­ vottun er tilbúið og hefur verið sent úr félagsmálaráðuneytinu til loka­ yfirlestrar í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson félagsmála­ ráðherra mun að öllum líkindum mæla fyrir frumvarpinu í ríkisstjórn í þessari viku. Samkvæmt frumvarpinu þurfa fyrirtæki eða opinberar stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að undirgangast ferli til að hljóta jafn­ launavottun. Ef fyrirtæki getur sýnt fram á að ekki ríki kynjað launa­ misrétti innan fyrirtækisins hlýtur fyrirtækið vottun sem gildir í þrjú ár. Að þeim þremur árum liðnum þarf ferlið að hefjast að nýju. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir því að þau taki gildi um næstu áramót. Stærstu fyrir­ tækin þurfa þá strax á því ári að undirgangast ferlið en þau minnstu, innan rammans, undirgangast ferlið að þremur árum liðnum. Öllum fyrirtækjum sem hafa þennan fjölda starfsmanna ber laga­ leg skylda til að undirgangast ferlið. Ef það er trassað hefur Jafnréttis­ stofa það verkefni með höndum að áminna og ýta á skil á gögnum. Ef fyrirtæki hunsar þær áminningar kemur til þess að það verður rukkað um dagsektir. Þorsteinn Víglundsson félags­ málaráðherra segir ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman um frumvarpið. „Eðli máls­ ins samkvæmt fæddist upprunalega hugmyndin um jafnlaunastaðla hjá vinnumarkaðnum. Við gáfum aðil­ unum talsvert rúman tíma til að fara vel og vandlega yfir þetta og ná saman um málið. Það er ánægjulegt að það hafi tekist að skapa sæmilega breiða samstöðu.“ Frumvarpið fer til meðferðar hjá þinginu fljótlega. Þorsteinn leggur áherslu á að fjöldatakmörkum frumvarpsins verði ekki breytt. „Það er ekki mitt að segja þinginu fyrir verkum í þeim efnum en við leggjum áherslu á að með þessu erum við að ná til um 70 prósenta af íslenskum vinnumarkaði. Sá starfs­ mannafjöldi sem þarna miðast við er í samræmi við núgildandi lög um jafnréttisáætlanir.“ Ólafur Stephensen, framkvæmda­ stjóri Félags atvinnurekenda, segir ánægjulegt að í frumvarpinu felist ákveðin tröppun þannig að smærri fyrirtæki hafi lengri tíma til að aðlagast nýjum reglum. „Það sem við höfum bent á er að mörg fyrir­ tæki á stærðarbilinu frá 25 og upp í 100 starfsmenn eru jafnvel ekki með mannauðsstjóra. Það er mikið umstang og rask að ráðast í þetta og þessu fylgir mikil vinna.“ Hann segir þó að ánægja ríki með jafnlaunavottunina yfirhöfuð. „Flestum af okkar aðildarfyrir­ tækjum ber saman um að vottunin sé afskaplega gagnleg og á end­ anum borgi hún sig væntanlega. Þessi aðlögunartími er til bóta þó að maður hefði viljað sjá eitthvað fleira koma á móti.“ snaeros@frettabladid.is Verði jafnlaunaferlið hunsað kostar það sekt Frumvarp um jafnlaunavottun verður kynnt í ríkisstjórn í þessari viku. Frum- varpið tekur til fyrirtækja með 25 starfsmenn og fleiri. Fámennustu fyrirtækin hafa þrjú ár til að aðlaga sig nýjum reglum. Breið samstaða er um málið. 70% af íslenskum vinnumarkaði falla undir væntanleg lög. Það er mikið umstang og rask að ráðast í þetta og þessu fylgir mikil vinna. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda Samfélag Fjórir Pólverjar eru farnir í meðferð til síns heima eftir að hafa kúldrast í Gistiskýlinu við Lindar­ götu í þó nokkur ár. Meðferðar­ úrræði hér duga ekki sökum þess að mennirnir kunna hvorki íslensku né ensku. Pólsku samtökin Barka hafa aðstoðað við að koma lífi mann­ anna á réttan kjöl og fylgir einn starfsmaður Barka hverjum og einum til Póllands. Gistiskýlið hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu en íbúar í nágrenninu eru margir hverjir ósáttir við það. Samkvæmt tölum lögreglunnar hefur verkefnum hennar í hverfinu fjölgað gríðar­ lega eftir að skýlið fluttist þangað, í október árið 2014. Lögreglan sinnti að meðaltali um 27 verkefnum sem tengdust aðstoð við borgara frá 2012­214. Fyrsta árið sem Gisti­ skýlið var starfrækt fór lögreglan í 214 slík verkefni. Sveinn Allan Morthens, for­ stöðumaður Gistiskýlisins, segir að unnið sé markvist að því að hjálpa skjólstæðingunum án nokkurrar þvingunar. „Þeir sem hafa farið eru ofboðslega glaðir. Þeim er fylgt út og starfsmaður frá Barka kemur þeim inn í meðferðarúrræðið.“ Hann segist skilja vel að nágrönn­ um skýlisins finnist ástandið ekki í lagi. „Þetta er staðan sem er og við erum að reyna að bregðast við. Það er opið hjá okkur allan sólarhring­ inn og þessir einstaklingar mega koma hér á klósett, fara í sturtu og fleira. Þeir eru bara orðnir svo drukknir að þeir komast ekki neitt – sem er dapurt.“ – bb Sendir í meðferð heim til Póllands Skjólstæðingar Gistiskýlisins bíða fyrir utan í gær en röðin myndast yfirleitt um fjögurleytið. Fréttablaðið/Vilhelm 2 8 . m a r S 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 2 8 -0 3 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 B -D A 1 C 1 C 8 B -D 8 E 0 1 C 8 B -D 7 A 4 1 C 8 B -D 6 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.