Fréttablaðið - 28.03.2017, Side 24
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Tískuliturinn í ár.
Anna Pála Pálsdóttir
Dökkir litir eru einnig afar vinsælir.
Aðaltískulitur Pantone í ár er grasgrænn, sem tengist sennilega þeim vinsældum
sem grænar plöntur hafa í dag,“
segir Anna Pála Pálsdóttir,
arkitekt FAÍ og innan-
hússhönnuður, spurð út
í helstu tískustrauma
innanhúss.
„Annars má segja
að tvær stefnur séu í
gangi varðandi litaval,
annars vegar ljósir
pastellitir sem henta vel í
minni rými; fölbleikur, ljós-
blágrænn, ljósgrænn og ljósgrár,
og hins vegar þessir möttu, dökku
og þungu litir eins og dökkblár,
dökkgrænn og dökkgráir tónar,
sem henta betur í stærri rými og á
einstaka veggi. Hráir steypuveggir
geta líka komið mjög vel út, þá
sérstaklega í rými þar sem lofthæð
er mikil.
Þó þarf að athuga að þessir
dökku litir henta ekki öllum
rýmum. Mér finnst anddyri og
svefnherbergi mega vera í dekkri
litum, en herbergi þar sem verið er
að vinna, er betra að hafa í ljósari
litum sem endurkasta birtu um
rýmið. Sterkir litir og veikari passa
líka oft fallega saman.“
Hvers konar gólfefni eru vinsæl?
„Ég er alltaf hrifnust af viðar-
parketi eða gegnheilu viðargólfi
inni á heimilum. Það er lifandi
efni, mjúkt og verður fallegra
með tímanum þótt sjái á því.
Fallegar flísar eru líka
alltaf klassískar en
hafa stækkað mikið
síðustu ár. Sjálfri
finnast mér stórar
flísar ekki henta
í lítil rými. Ég er
einnig mjög hrifin af
flotuðum gólfum sem hægt
er að skreyta fallegum mottum. Í
rými þar sem huga þarf að hljóð-
ísogi koma munstraðar teppaflísar
sterkar inn.“
Lýsing
„Lýsing hefur ótrúlega mikið að
segja og getur gjörbreytt rýmum.
Með því að nota dimmera má
stjórna lýsingunni úr því að lýsa
upp allt rýmið niður í „kertaljósa-
birtu“. Mikilvægt er að hafa góða
lýsingu þar sem verið er að vinna
en leika sér með áberandi loftljós,
borð- og gólflampa í stofu og borð-
stofu, sérstaklega ef lítið er um inn-
fellda lýsingu í loftum til að skapa
notalegt andrúmsloft.“
Frískað upp
á einfaldan máta
„Bara það að mála einn vegg á
heimilinu í sterkum, fallegum
Plöntugrænt á veggina
Anna Pála Pálsdóttir, arkitekt FAÍ og innanhússhönnuður, fer yfir helstu
tískustrauma og trix fyrir sumarið þegar fríska á aðeins upp á heimilið.
Hágæða stigahúsateppi
Stigahúsateppin okkar eru slitsterk, ofnæmisprófuð og auðveld í þrifum. Gerum verðtilboð að kostnaðarlausu.
Komdu og sjáðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
lit getur gert mjög mikið. Einnig
mætti skipta um höldur á gömlum
innréttingum, setja nýja borðplötu
í eldhús og baðherbergi, polýhúða
eldri járnhluti, setja nýtt áklæði á
gamlan sófa og stóla, nota spegla
til að stækka rými eða klæða
sökkla upp á nýtt. Oft er gaman
að skipta út skrautmunum eins og
púðum og kertastjökum eftir t.d.
árstíðum, ásamt því að huga að
lýsingu og fallegum plöntum.
Algengustu mistökin?
„Kostnaðarsömustu rýmin til að
taka í gegn eru eldhús og baðher-
bergi, meðal annars vegna þess
að það þarf að fá iðnaðarmenn á
öllum sviðum í vinnu, ásamt hönn-
uði til að skipuleggja rýmið.
Algengustu mistök sem fólk gerir
er að leggjast sjálft í of stórar
framkvæmdir og týna þræðinum
á miðri leið. Því er nauðsynlegt að
hafa hönnuð með sér frá byrjun í
skipulaginu
Þá eru algeng mistök að byrja á
því að kaupa fullt af nýjum hlutum
inn í nýkeypta íbúð. Betra er að
búa á nýju heimili í smá tíma
til að átta sig á hvað hentar inn.
En aðalatriði í hönnun heimila
er að heimilisfólkinu líði vel og
leggi áherslu á að huga að þörfum
sínum og líðan.“
8 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . m A r s 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
8
-0
3
-2
0
1
7
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
8
B
-E
3
F
C
1
C
8
B
-E
2
C
0
1
C
8
B
-E
1
8
4
1
C
8
B
-E
0
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K