Femina - 01.08.1946, Qupperneq 5

Femina - 01.08.1946, Qupperneq 5
s ó (Nú 'standa sumarleyf-in yiir hér í bænum og öðrum kaupstöðum landsins. Þá leita bæjarbúar flest- ir til fjallanna til þess að njóta sólar- innar og hreina loftsins og biðja þess heitt og innilega, að ekki komi dropi úr lofti, fyrr en leyfið er útrunnið. Gangi allt að óskúm með veðrið, hverfa þeir aftur til bæjanna sólbrún- ir (ekki brenndir) og sællegir, því að sólböðin eru meginþáttur allra sumar- leyfa, og brúni hörundsliturinn er eftirsóttastur allra litarhátta. Hér fer á eftir grein úr ensku blaði um sól- böð. Greinin nefnist: Er sólin vinur eða óvinur?) • Flestir Englendingar eru sóldýrk- endur. Fyrsta sólríka sunnudaginn eru strendurnar á baðstöðunum þaktai hálfnöktu fólki og berfættum krökk- um í stuttbuxum einum klæða. Auð- vitað er það brúni liturinn, sem við sækjumst mest eftir, en munum þó eftir því um leið, að geislar sólarinn- ar eiga að flytja okkur gnægð af hinu ómissandi D-fjörefni, og flatmögum í sandinum, — þangað til einhver er orðinn skaðbrenndur af völdum sól- arinnar. Bruninn er ákaflega óþægilegur, en þó er hann ein af vægari afleiðingum of mikils sólarhita. Mér þykir leitt að verða að taka svona til orða um bless- aða sólina, en sannleikurinn er sá, að henni má líkja við tvíeggjað sverð. Hún getur læknað suma sjúkdóma, sé rétt að farið. Hún getur valdið sjúk- dómum, sé ljós hennar misnotað. Ef gerðar væru nákvæmar rannsóknir í þessu máli, kæmi sennilega í ljós, að sólin gerir meira gott en illt. En fæstir vildu líklega lenda í hópi fórnardýr- anna við þessar rannsóknir. „Brennt barna forðast eldinn“, og því er bezt að segja hér frá lakari hlið sólarinnar. Þá ætti að vera hægara fyrir ykkur að forðast þá hliðina. • Við rannsóknir hefur komið í ljós, að of mikil og tíð sólböð geta valdið LBÖ alvarlegum sjúkdómum. Orsökin til þessa er oftast kæruleysi og hugsun- arleysi fólksins sjálfs, sem lætur sólar- geislana skaðbrenna sig á hverju ári, •án þess að hugsa nokkuð um afleið- ingarnar. • Hvað D-íjörefnum viðvíkur, þá segja læknarnir að vísu, að mönnum sé hollt að ná þessu fjörefni úr geisl- um sólarinnar, sérstaklega þar sen) appelsínur eru ófáanlegar. En þeir segja líka: — Nægilegt er að liggja í sólbaði einar þrjár mínútur á dag til þess að innbyrða öll þau D-fjörefni, sem líkaminn getur tekið á móti þann daginn. Og í raun og veru er óþarfi að taka sér formlegt sólbað til þess- arar fjörefnisvinnslu, því að þriggja mínútna gönguför í sólinni, t. d. til vinnustaðar, í strætisvagninn o. s. frv., gerir sama gagn, hvað fjörefnin snert- ir. Auðvitað er það undir mönnum sjálfum komið, hvað þeir vilja vinna til að liggja lengi í sólinni til þess að verða brúnir á hörund. En þeir mættu kannske minnast þess, að fjör- efnin komast alls ekki í gegnum húð- ina, þegar búið er að brúna hana og herða um langan tíma. Þess vegna er hyggilegast að gæta ýtrustu var- kárni í sambandi við sólböðin. • Hér eru að lokum nokkrar reglur, sem gott er að fara eftir: 1. Farið úr eins miklu af fötum og ykkur hentar, og liggið í sólinni 10 til 15 mínútur fyrsta daginn. Bætið síðan fimm mínútum við á hverjum degi í hálfan mánuð. (Góð regla fyrir þá sem fá hálfs mánaðar sumarfrí og eru svo heppnir að fá sólskin allan u'mannl) 2. Gott er að klæða sig úr fötun- um smátt og smátt, láta sólina skína á fótleggina eina fyrsta daginn, í tíu mínútur, á lærin næsta dag, í fimmtán mín., þá á herðar og handleggi þriðja daginn, í tuttugu mínútur. Fjórða daginn er svo hægt að snara sér úr hverri spjör, þ. e. a. s., ef menn eru þá svo heppnir að geta verið í næði. 3. Við sólböð barna þarf að gæta enn meiri nákvæmni, og sama reglan gildir um gamalt fólk, sjúklinga og aðra, sem er sérlega' veikbyggðir. Bezt er fyrir þá, að láta sólina skína ein- göngu á hendur og úlfliði í fyrsta sól- baðinu, síðan á andlitið og aðra líkamshluta smátt og smátt, en um- fram allt ekki of lengi í einu. 4. Sumir, sem vit hafa á þessum málum, halda því fram, að bezt sé að vera á stöðugri hreyfingu í fyrstu sól- böðunum, svo að sólin skíni jafnt á allt yfirborð húðarinnar. Gcetið varúðar. Nokkrir ldutar húð- arinnar virðast vera viðkvæmari en aðrir. Þeir eru á herðunum, hnján- um, framan á sköflungunum, nefinu, neðri vörinni og augnalokunum? Þunnhært fólk ætti að gæta þess að láta sólina ekki skína of mikið á hvirfilinn. Rauðhært og fjóshært fólk liefur viðkvæmari húð en dökkhært. Þó þol- ir dökkhært fólk, sem hefur mjög hvíta og fíngerða húð, illa sterkt sól- skin. Hver er ástæðan? Hún er sú, að ónóg litarefni eru fyrir hendi í húðinni til þess að verja liana bruna. Það fólk, sem hefur blakka húð, t. d. Frh. á bls. 15. FEMINA 5

x

Femina

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.