Femina - 01.08.1946, Qupperneq 6
NGFRÚ TRENT og ungfrú
Seton sátu einar við borð úti
í horni. Fyrir fráman þær
stóðu tveir postulínsbollar með hand-
máluðum rósum og blár teketill,
fullur af kínversku tei. Við bolla ung-
frú Seton var diskur með eggjaköku,
en hjá bolla ungfrú Trent var ítölsk
ostakaka.
Ungfrú Trent óskaði þess, að hún
hefði lieldur valið eggjakökuna, og
ungfrú Seton sá, að ostakakan var af-
ar girnileg. Flandarhaldið á tekatlin-
um sneri að ungfrú Trent. — Á ég —
—, tautaði hún og rétti hikandi franr
hendina, og ungfrú Seton svaraði eins
og vanalega: — Já, gerðu svo vel,
Emilía.
Borðbúnaðurinn og hvítu túlípan-
arnir í kerinu spegluðust í skyggðum
fleti kringlótta rauðviðarborðsins.
Ungfrú Seton sat í þunglamalegum
armstól, ungfrú Trent á minni stól
með útskornu baki. Þær liorfðu út á
milli. rósóttra gluggatjaldanna á ris-
lágu húsin við Efrastræti og hæðar-
drögin í fjarska.
Þær liöfðu snætt liádegisverð í
Grænu testofunni á hverjum þriðju-
degi og föstudegi í 9 ár — frá því að
þær byrjuðu að búa saman. Nú lá við,
að þær væru orðnað hluti af húsbún-
aðinum. Þær sátu alltaf í sama horn-
inu og athuguðu hvor um sig þegj-
andi þann rétt, sem borinn var fyrir
hina. Ungfrú Seton sat ævinlega í
svarta, þunglamalega armstólnum og
ungfrú Trent á þessum með útskorna
bakinu.
— Það er eitthvað sérstakt við
þennan stað, var ungfrú Trent vön að
segja, og ungfrú Seton bætti þá við:
— Já, hann er eiginlega ágætur.
Ungfrú Trent stakk gafflinum í
ostakökuna, hætti að einblína á eggja-
kökuna og leit í kringum sig í stof-
unni. Þar voru þrír menn að borða
hádegisverð auk þeirra. Einn mann-
anna sat einsamall við borð nálægt
arinum.
Ungfrú Trent leit á hann og af hon-
um aftur. Hann starði á þær og
hreyfði hvorki legg né lið, — rétt eins
og hann hefði séð vofur, hugsaði ung-
frú Trent. Hún leit snöggt á liann
aftur, já, hann starði enn á þær. Hann
var grannleitur í framan og lá við,
að skelfingarsvipur væri á andlitinu,
þó að henni væri þvert um geð að
nota það orð. Ungfrú Trent fannst
hún hálft í hvoru hafa séð þennan
mann áður, en hún gat þó ekki kom-
ið honum fyrir sig. Hún átti yfirleitt
erfitt með að muna nokkuð þennan
dag og var haldin þeirri kynlegu í-
myndun, að hún væri alls ekki í her-
berginu, heldur þóttist hún svífa um
loftið eins og ský eða sápubóla. —
Þetta stafar af meltingartruflunum.
Emilía, sagði hún við sjálfa sig.
Ungfrú Seton hafði líka komið
auga á manninn, þóttist kannast við
hann, en kom honum ekki fyrir sig
heldur. Þegar hún sá, hvernig hann.
starði á þær, hélt hún í fyrstu, að hann
væri drukkinn, því að augun virtust
standa í höfði hans. Ungfrú Seton
hafði aldrei veitt drukknum mönnum
mikla athygli, en þeir stóðu henni
alltaf fyrir hugskotssjónum eins og
starandi fiskur á öngli. En loks komst
hún að þeirri niðurstöðu, að maður-
inn væri veikur, hætti að horfa á
hann og gleymdi honum brátt. Hún
hafði líka verið svona liðug og létt á
isér, síðan þá um morguninn, og var
engu líkara en hún liði eins og lauf-
blað um geiminn í stað þess að sitja
hér í Grænu testofunni og borða
eggjaköku, en óska þess um leið, að
hún hefði heldur valið ostakökuna. —
Við hefðum aldrei átt að opna þessa
rækjudós í gærkvöldi, sagði hún við
sjálfa sig, en í raun og veru stóð henni
alveg á sama. Hún lauk við eggjakök-
una, og þegar hún sá, að Emilía hafði
lokið við ostakökuna, tók hún vind-
lingaöskju upp úr snotrri handtösku
og rétti lagskonu sinni.
Þegar þær höfðu teygað að sér
fyrstu reykjarststrokuna, hættu þær að
svífa eins og laufblöð og sápubólur
um geiminn. Nú þutu þær upp á við,
eins og þær væru í lyftu. — Æ, þessar
rækjur, hugsaði ungfrú Seton. — En
hún Emilía er alveg eins og hún á
á að sér. Þær hafa engin áhrif haft
á hana, — og .ungfrú Trent sagði við
sjálfa sig: — Séu þetta meltingartrufl-
anir, eru þær hreint ekki óþægilegar.
Mér finnst eins og ég sé að hefja mig
til flugs, en aumingja María verður
eftir niðri á jafnstéttu. — En brátt
tóku þær að lækka í loftinu og svifu
hægt og hægt aftur til jarðar — ung--
frú Trent í sápubólunni og ungfrú
Seton á laufblaðinu.
— Viltu meira te, María? sagði ung-
frú rrent fastmælt. Hún fylgdi augna-
ráði ungfrú Seton og sá, að maðurinn
við arininn starði enn á þær, hreyf-
ingarlaus og gulgrænn í framan. Þær
litu undan. Ungfrú Trent beið ekki
eftir svari, en tók upp teketilinn, sem
henni virtist óvenju jrungur, og hellti
í bolla ungfrú Seton. Svo gat hún ekki
annað en hallað sér örlítið fram og
hvíslaði: -— Ósköp er hann einkenni-
legur þessi maður, sem alltaf starir á
okkur, María.
—Já, hann er ákaflega einkennileg-
ur, andvarpaði ungfrú Seton, og mér
finnst endilega, að ég hafi séð hann
einhvers staðar áður, Emilía.
- Það er kynlegt. Ég er líka viss
um, að ég hef séð hann áður, en ég
Maduriim vid
6
FEMINA