Femina - 01.08.1946, Page 7

Femina - 01.08.1946, Page 7
man alls ekki, hvar það var, svaraði ungfrú Trent og stundi við. — Gæti það hafa verið hér í bæn- um? Eða þá í Bou.rnemouth í fyrra- sumar? — Eg hefi ekki hugmynd um það, María. Þó held ég, að hann hafi aldrei komið hingað áður, og auk þess — auk þess er hann ekki vel klæddur. Annars er þetta geðugur maður, þó að hann sé bæði smávaxinn og veiklu- legur. — Já, svaraði ungfrú Seton og gaf grænleitu andliti mannsins hornauga, hann er fjarska veiklulegur. Ég hélt í fyrstu, að hann væri drukkinn, en nú hel ég, að hann hljóti að hafa feng- ið einhvers konar taugaáfall. Konan hans er ef til vill nýlátin. Ég ætti kannske-----. — Nei, ég held, að þú ættir ekki að fara til hans, sagði ungfrú Trenta. — Ég lield, að bezt sé að skipta sér sem minnst af fólki, sem orðið hefur ariiiixixi fyrir slíku. Hann gæti alveg sleppt sér, ef við færum að tala Hð hann, og það væri óskaplegt — hérna inni. — Hún virti stofuna fyrir sér gegnum veggi sápubólunnar. En nú var ísinn brotinn. Þær höfðu báðar talað um manninn, sem starði á þær. Ungfrú Trent gat nú ekki iengur þagað yfir þessari einkennilegu til- finningu, sem hún hafði haft frá því um morguninn, hún varð að segja Maríu frá henni. Hún hallaði sér aft- ur fram yfir borðið, sló öskuna af vindlingnum, svo að gullkeðjan, sem hún hafði um úlfliðinn, glamraði við undirskálina, og sagði í hálfum hljóð- llIru — Heyrðu, María, sýnist þér ég vera nokkuð öðruvísu en ég á að mér í dag? — Öðruvísi? Nei. Emilía, ég held uú ekki, sagði ungfrú Seton, en henni datt um leið í hug, að Emilíu hefði þá ekki heldur orðið gott af rækjun- um, og ætlaði að fara að spyrja hana, hvort hún svifi líka um geiminn á einu laufblaði. En þá opnaðist hurð- in og inn kom grænklædd kona, sem hafði borið hádegisverð á borð fyrir þær á hverjum þriðjudegi og föstu- degi í níu ár. Hún gekk að viðtæk- inu, sem stóð bak við stórt tttlípana- ker í horninu við dyrnar, og opnaði það. — Jæja, nú koma fréttirnar. Ég skal segja þér þetta á eftir, María, sagði ungfrú Trent. Þær höfðu alltaf hlýtt á hádegisfréttirnar í Grænu te- stofunni á þriðjudögum og föstudög- um, síðan stríðið hófst. Þær hættu því að hvíslast á og horfðu rneð eftirvæntingu út í hornið við dyrnar. Maðúrinn við arininn starði enn á þær og hreyfði sig ekki. Hann leit fyrst á ungfrú Seton, þá á ungfrú Trent og síðan á ungfrú Seton á ný — skelfingu lostinn. — Hér koma fréttirnar, sagði rödd- in í útvarpinu þreytulega og dvaldi við hvert orð. Ungfrú Seton og ung- frú Trent hlustuðu með umburðar- lyndi; þær höfðu heyrt allar frétt- irnar þá um morguninn, en einhvern veginn höfðu þær það á tilfinning- unni, að þetta kæmi þeirn ekkert við, því að enn þóttust þær svífa um and- rúmsloftið á laufblaði og sápubólu. Samt sátu þær þegjandi og hlustuðu til enda. Þá hallaði ungfrú Seton sér áfram og var í þann veginn að opna munninn til þess að segja: — Jæja,- Emilía, ertu eitthvað öðruvísi en þú átt að þér í dag —, en þá sagði röddin í útvarpinu: — Hér er tilkynning. Lögreglan er að leita að manni, sem álitið er, að myrt hafi tvær konur nálægt Exchester í morgun. Manni þessum er lýst á eftirfarandi hátt : Hann er meðalmaður á liæð, dökk- hærður, sennilega um fertugt. Annað er ekki vitað um hann nema það, að hann vantar neglurnar á fingur beggja handa. Almenningur er hér nreð var- aður við manninum, sem er hættu- legur glæpamaður. Hver sá, senr getur gefið einhverjar upplýsingar — Ung- frú Trent og ungfrú Seton litu báðar í einu á manninn, senr sat við arininn. — Hann hafði nú loks hreyft sig, lagt hendurnar á borðið fyrir framan sig og starði enn á þær. Hver andlitsdrátt- ur hans virtist steinrunninn. Ungfrú Trent og ungfrú Seton teygðu franr álkuna. Það leit lrelzt út fyrir, að mað- urinn sneri lófanum upp, en svo var þó ekki. Hann vantaði neglurnar á alla fingur. Ungfrú Seton sá þetta mjög greini- lega. Ungfrú Trent sá það ekki. Hún hallaði sér franr á borðið með galopin augun, starði á ungfrú Seton og reyndi að tala, Loks lrvíslaði lrún hás- unr rómi? — María, þetta er maður- inn, þessi þarna við arininn. Hann er morðingi! — Hafðu enga álryggjur af því, Enrilía, sagði ungfrú Seton. — En heyrðu, María! Hann er hættulegur, við ættum að tilkynna lögreglunni, hvar hann er niður kom- inn. Hann hefur myrt tvær konur og gæti eins vel myrt okkur. — Hann gæti ekki aðeins gert það, Enrilía mín, sagði ungfrú Seton, held- ur er Jrann þegar búinn að því. Hann myrti okkur milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Það væri því broslegt, ef við færum að koma upp um hann, eftir að hann er búinn að myrða okk- ur. Skilurðu ekki, lrvað ég á við, Emilía? Við erum báðar dauðar. Að svo mæltu sveif hún upp á við á laufblaðinu sínu og gleymdi bæði Grænu testofunni og manninum, sem engar neglur hafði á fingrunum. 7 FEMINA

x

Femina

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.