Femina - 01.08.1946, Side 8
1 í Sevilla á Spáni árið 1830. Carmen er fegursta verkastúlkan í
vindlaverksmiðjunni. Karlmennirnir hafa varla augun af lokkandi
vaxtarlagi hennar, en hún skeytir ekki um neinn annan en riddara-
liðann Don José, sem hún hefur töfrað með fegurð sinni og yndisþokka.
2 Carmen lendir í deilum við eina af verk-
smiðjustúlkunum. Zigeuna-eðlið blossar upp í
henni, og hún rekur túlkuna í gegn með skærum.
José á að fara með hana í fangelsið, en hjálpar
henni til að flýja í staðinn.
Óperan Carmen eftir George Bizet hefur
farið sigurför um allan heim síðastliðin
hundrað ár. Hér á landi er hún vel þekkt
úr útvarpinu. ítalskt kvikm'yndafélag
hefur nýlega lokið við að gera kvik-
mynd eftir sögunni, sem texti óperunnar
er byggður á. — Leikararnir eru flestir
franskir og leikstjórinn sömuleiðis. Að-
alhlutverkið, hina fögru og blómlegu
Carmen, leikur Vivien Romance, er hef-
ur getið sér góðan orðstír fyrir leik sinn
í kvikmyndum nú á síðari árum. Hún
er af spönskum œttum.’Sagt er, að þetta
sé dýrasta kvikmyndin, sem tekin hefur
verið á Italíu.
José er hnepptur í varðhald, af því að hann
hefur hjálpað henni. Þegar hann lósnar aftur
úr fangelsinu, biður hún hann að hjálpa sér og
smyglaraflokk nokkrum, sem hún hefur lagt lag
sitt við, til þess að brjótast inn í vindlaverksmiðj-
una, þar sem hann á að vera á verði.
Riddaraliðsforingjanum heppnast að klófesta
flesta meðlimi smyglaraflokksins. Hann er
sjálfur ástfanginn í Carmen, leitar hana uppi og
finnur hana loks í örmum Don José. Þeir heyja
einvigi, sem endar með þvj, að José drepur liðs-
foringjann.
8
FEMINA