Femina - 01.08.1946, Síða 10

Femina - 01.08.1946, Síða 10
2 Kathleen Norris Kent Ferguson, sem nú sá þessa strönd í fyrsta sinn, varð heillaður. Það var eitthvað hreint og ósnortið við hana sem verkaði jafn notalega á sálina og heitt saltlofdð á hörundið. Að baki honum lá Espinosa landareignin umvafin frið- sæld og kyrrð, ein af hinum gömlu, látlausu minjum róm- antískrar fortíðar, frá þeim tímum er spönsk hjarðsetur lágu á víð og dreif um hina þurru, sólfögru Kaliforníu, en ekki þéttar en svo, að stórbændur á fráum gæðingum voru dagleið frá næsta nágranna. Einu sinni átti Espinosafólkið alla sveitina, nú var sú dýrðin af, og aðeins nokkur hundruð ekrur eftir, og nokk- ur hundruð rauðir nautgripir. Camino real, konunglegi þjóðvegurinn, var nú aðeins ríkisvegur til gömlu, sögu- frægu trúboðakirkjunnar. Áður en gullið kom til sögunn- ar var Espinosa orðlögð fyrir gestrisni, og brúðkaupsveizla senor Pablo Morones frá Kastilíu og Maríu Espinosa, árið 1800, stóð í sjö daga með dansi, og gleðskap og nauta- ati og þangað var boðið helztu fjölskyldum úr öllu rík- inu. Það var aðeins fimm mílur í burtu, en þó virtist Espi- nosa hjarðsetrið, fannst Kent, eins eyðilegt og einmana og það væri Þyrnirósa, sem svaf í heila öld. Kent hafði ekki séð senora Espinosa, því hann hafði farið fremur varlega í því að skoða sig um á staðnum, og þjónustufólkið, sem sá hann heiman frá setrinu, leit á hann með undrunarsvip; það var bersýnilega ekki vant að sjá ókunnuga á þessum slóðum. „Gamla konan hlýtur að skemmta sér bærilega hér, al-

x

Femina

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.