Femina - 01.08.1946, Page 12

Femina - 01.08.1946, Page 12
4 Kathleen Norris .jAð mérV' át hún eftir með rödd, sem jafnvel hér, hljómaði skært. „Ég vissi ekki —", svaraði Kent brosandi. „Vilduð þér hitta senora Espinosa?" spurði hún. „É'g var bara að skoða mig um“, svaraði Kent. „Dveljið þér á Saint Stephen-gisdhúsinu í Solito?" spurði stúlkan ofurlítið vingjarnlega. Kent kinkaði kolli; hann var hálfvaltur á fótunum og reyndi að fá þeim betri festu á steinunum, sem hann stóð á. Honum fannst hávaðinn og öldusogið rugla sig svo, að honum lá við svima. Máfar svifu gargandi rétt við höf- uðið á honum, gráir klettar, grátt haf á sífelldri hreyfingu og dökk ský, sem komu þjótandi inn yfir landið, allt vakti þetta undarlegan ugg hjá honum. „Hérnal" sagði stúlkan allt f einu og rétti honum hönd- ina. Hún hafði virt fyrir sér vandræðasvipinn á andliti hans með kænum augum, og Kent greip höndina og fannst hann alveg öruggur nú. „Komið upp þessa leið og ég veit þér verðið hissal" kallaði hún glaðlega. Hann hélt stöðugt í hönd hennar og staulaðist á eftir henni hundrað metra hættulega leið. Þegar þau voru kom- in hálfa leið upp klettabeltið, hvarf hún honum næstum og Kent, sem kom másandi á eftir, sá allt í einu að þau voru komin í lítinn helli með þaki, rétt nógu stóran til þess þau gætu setið hlið við hlið. En hve dásamlega öruggt og friðsælt var ekki hér! Há- vaðinn í briminu og máfunum heyrðist aðeins óljóst og gnauðið í vindinum alls ekki. Þögnin og kyrrðin næstum rugluðu Kent. Stúlkan

x

Femina

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.