Femina - 01.08.1946, Page 13

Femina - 01.08.1946, Page 13
Juanita 5 hló glaðlega og opinskátt að ánægju hans með um- skiptin. „Getið þér trúað því?“ sagði hann kátur. „Þetta er þó sannarlega eitthvað annað en hitt!“ Og hann benti niður á sjóinn, fljúgandi froðuslettur og svífandi máfana. Hann tók upp handfylli af sandi. Flóðið nær stundum alla leið hingað upp?" spurði hann undrandi. O, hærra en þetta! Haustflóðin — í dag er stórstrevmi!" sagði stúlkan brosandi. „Það er að falla að núna. Sjórinn mun koma hingað upp í hellinn í kvöld", spáði hún rólega, „um háflóðið — um klukkan tíu!“ Hún hafði tekið ofan hattinn, og Kent fannst hann aldrei hafa séð neitt, sem jafnaðist á við bjart hár hennar, þar sem það lék frjálst um höfuð hennar í Kyrrahafs- vindunum. Hörund hennar var einnig bjart, en brúnirnar voru dökkar og svo þungar að það gaf henni sérkennilegan svip, eins og áhugasömu barni. Augu hennar voru fagur- blá og munnurinn breiður með hvítum tönnum. Munn- ur enskrar konu, hugsaði Kent, og opinskátt enskt bros. Andlitið var norrænt, nema þessar dökku, þungu brúnir virtust ekki eiga þar heima. Hún var ennþá ekki þroskuð í fegurð sinni, en eftir nokkur ár mundi hún verða fram- úrskarandi. „Þessar klappir hérna eru fullar af hellum", sagði hún. „Hérna suðurfrá, skal ég segja yður, er einn reglulegur hellir, með eldstæði og hengirúmi — ég hef leikið mér þar síðan ég man eftir mér!“

x

Femina

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.