Femina - 01.08.1946, Page 14
6
Kathleen Norris
„Eruð þér frá Solito?" spurði Kent. Ef til vill var eng-
inn ungur maður, þrjátíu og eins árs, sem betur kunni
að meta svona æfintýri á eyðiströnd en einmitt hann.
,,Ég,“ spurði hún hróðug. „Ég er Juanita Espinosa".
„Á?“ Kent viðurkenndi það, hálf brosandi og hálf af-
sakandi. „Ég vissi ekki. Ég vissi ekki að — senora Espinosa
— ætti nokkra. — Hvað eruð þér? Frænka hennar?“
„Dóttir hennar", bætti stúlkan við. „Hver maður í So-
lito hefði getað frætt yður á því“, fullvissaði hún hnittilega.
„Á? Og þér eigið heima hérna?"
„Hef alltaf átt“, sagði hún. „Nema þegar ég var í skóla
— klausturskóla í fjögur ár. Mamma kenndi mér fyrst
heima. Og svo fór ég í heimavistarskóla í Marysville".
„Þótti yður gaman í skólanum?" spurði Kent; hann hálf
lá í sandinum og teiknaði þríhyrninga með skeljarbroti.
Hún Varð allt í einu hlédræg.
„Mjög gaman“, svaraði hún stuttlega. Hann vissi hvað
henni gekk til að skipta um skap. Hann hafði alltaf spurt
og hún svarað. Kent ásetti sér að bæta úr því.
„Mér þótti ekki gaman í heimavistarskólanum, fyrr en
síðasta árið. En í háskólanum þótti mér gott að vera — ég
var í Princeton. Ég heiti Ferguson — Kent Ferguson. Ég
lagði stund á ensku og skrifaði ofurlítið —Hann þagnaði
allt i einu og skuggi leið yfir andlitið.
,,Og þér skrifið núna?“ spurði Juanita með áhuga, eftir
að hafa i þögn virt fyrir sér alvörusvipinn á andliti hans.
„Ég er — venjulega — starfsmaður við dagblað", sagði
Kent, fremur stuttaralega, næstum þrjóskulega. „Núna í
svipinn er ég ofurlítið — annað að starfa. Og þér“ — hann