Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 16

Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 16
8 Kathleen Norris ann, og sungu, allar ungu stúlkurnar, gestirnir, amma og afi, allir tóku undir og sungu á hjarðsetrinu". Kent var jafn hrifinn af þessari gömlu sögu og af hinni ungu sögukonu. „Drottinn minn, en það andrúmsloft! Hve gaman væri ekki að skrifa um það skáldsögu". Juanita var hugsandi. „Allt þetta“, sagði hún ofurlítið dapurlega, „er löngu liðið. Það hefur allt breyzt, smátt og smátt. Móðir mín er ekki spönsk, hún er frá Nýja-Englandi. Fegurðin í hennar augum er álmviður og garðar með liljum og blómlaukum, og snjó á vetrum. Þér hafið séð snjó?“ sagði hún að lokum dálítið íbyggin. „Þér eigið við, að það hafið þér ekki? spurði Kent, innilega undrandi. „Aldrei!“ sagði hún brosandi. Ég er tuttugu og þriggja —• og hugsa sér, að ég skuli aldrei hafa séð snjó!“ Tuttugu og þriggja. En hann sagði við sjálfan sig, að hún væri ennþá lítið annað en barn eftir útlitinu að dæma. „Snjór er afar fallegur“, sagði hann blátt áfram. Og hann reyndi að lýsa fyrir henni dimmum vetrarkvöldum þegar hríðarbilur geysar, og stjörnubjörtum nóttum þegar allt er hvítt svo langt sem augað eygir. En hún hristi höfuðið. „Engar fíkjur — engar apríkósur — engar risafurur, og sólin gengur undir öfugu megin við hafið!“ sagði hún duttlungafull. „Ef ég þyrfti einhverntíma að yfirgefa þenn- an stað“, sagði Juanita, „mundi ég aldrei líta glaðan dag! Framhald með nœsta hlaði.

x

Femina

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.