Femina - 01.08.1946, Side 18
KRAGINN: Fitjið upp 80 1. á prj. nr. 21/4, prj. 1 rt. og 1 rg.
10 cm. Fitjið mjög laust upp, og fellið laust af.
Peysan er síðan saumuð saman og pressuð með votu stykki á
röngunni, að stroffunum undanskildum.
HÚFAN: 50 gr. dökkt garn, fjórfalt og lítill hnykill af
ljósu garni. Prj. nr. 2i/4- — Fitjið upp 8 1. í dökka litnum.
1. prj.: Allar 1. rt. — 2. prj.: Allar 1. rg. — 3. prj.: Aukið út um
eina 1. við hverja 1. (16 1. á prj.). — 4. prj.: 1 og allir, sem eftir
eru, eru prj. með öllum 1. rg. — 5. prj.: Aukið út um 1 1. við
aðra hv. 1. — 7. prj.: Aukið út um 1 1. við þriðju hv. 1. — 9 prj.:
Aukið út um 1 1. við fjórðu hv. 1., o. s. frv.
Bætið alltaf einni 1. inn í prj., sem ekki er aukið út á, þar til
20 1. eru í hv. millibili og 160 1. alls á prj. Prjónið áfram, þar
til stykkið er orðið 13 cm. í allt. Prj. síðan 12 prj. eftir munstr-
inu, og loks 4 prj. með sléttu prj. Fellið af.
Húfan er sett í réttar skorður með millifóðri eða pappa, sem
látinn er í báðar hliðar. Millifóðrið er sniðið eftir teikningunni,
en áður en byrjað er að klippa eftir sniðinu, eru hliðarnar sveigð-
ar saman að framan. Sniðið er hægt að teikna eftir reglustriku,
nema bogann að ofan, sem teikna verður „fríhendis". Takið
eftir því, að bogin er hæstur nokkuð fyrir framan miðju, og
hærri að aftan en að framan.
Áður en húfan er saumuð saman, er hún strengd með títu-
prjónum á strokfjöl. Síðan er hún „ýfð“ varlega með stálbursta
og verður hún þá líkari ullarefni. Þetta verður að gera mjög
varlega, þar til húfan er orðin „loðin“. — Þá er hún pressuð með
volgu járni, og síðan saumuð saman, en þó skilið eftir 3,5 cm.
vik neðst, en þar eru hnakkaböndin síðan fest.
Húfan er nú lögð á millifóðrið og efri brún bryddingar borð-
ans er saumuð við, gegnurn húfuna og millifóðrið, þannig að
neðsta brún prjónaða stykkisins nemi við neðstu brún millifóð-
ursins. — Húfan er nú strengd á millifóðrið og saumuð föst við
efri brún þess innan á. Síðan er hún fóðruð. Þá er neðri brún
bryddingarinnar saumuð við á röngunni.
Loks er húfan pressuð í réttar skorur. Lítill skúfur úr ljósa
garninu er búinn til og látinn á miðjan kollinn.