Femina - 01.08.1946, Page 26
Svefn barnanna
Framhald af bls. ih.
úr rúminu. Þessi hræðsla, sem kemur
fram í svefninum, stafar af ótta, sem
barnið hefur ljælt niður, meðan það
var vakandi. Því er þýðingarmikið, að
barnið sé ekki eitt, þegar það fær
þessi köst.
Órólegur svefn þarf ekki ætíð að
vera af sálfræðilegum orsökum. Hann
getur líka stafað af meltingartruflun-
um, of miklum hita í herberginu, vot-
um sængurklæðum o. fl. En ef engar
slíkar orsakir eru fyrir hendi, getur
snögg hræðsla í vöku haft þessar af-
leiðingar í för með sér. Barnið hefur
þá ef til vill orðið hrætt við einhverja
skepnu, orðið fyrir slysi o. s. frv., því
að orsakirnar til taugaáfalls eru
margar. Þó þarf ekki taugaáfall til
þess, að barnið fái slík hræðsluköst á
nóttunni. Ýms smærri atvik og
árekstrar geta og haft áhr-il’ á tilfinn-
ingalífið.
Hér skal að lokum minnzt á eitt
atriði, þó að segja megi, að það konti
ekki þessu máli beinlínis við. A að
taka ungbörnin upp úr vöggunni, ef
þau gráta mikið? Því er yfirleitt hald-
ið fram, að ósiður sé að hreyfa við
barninu, því að þá verði það enn grát-
gjarnar og óværara en áður. Nýjustu
rannsóknir hafa leitt í ljós, að svo
þarf ekki að vera. Þeir, sem bezt hafa
kynnt sér þessi mál, telja, að taugar
barnsins geti veiklast, ef það er látið
liggja lengi grátandi í vöggunni. Sé
það tekið upp, róast það smátt og
smátt. Menn þurfa ekki að vera
hræddir um, að nein „óregla“ komist
á barnið, þó að þetta sé gert, jafnvel
þó svo fari, að það gráti nokkrar næt-
ur í röð. Margar mæður vílja ekki
fallast á þetta og segja, að reynslan
hafi sýnt annað. En þetta bendir að-
eins á það, að þær hafi sjálfar gefizt of
fljótt upp. Sama er að segja um eldri
börn, þegar þau verða myrkfælin á
nóttunni og vilja fá að lúra hjá
mömmu sinni.
Myrkfælnin vaknar oft, þegar ljósið
er slökkt og mamma ætlar að fara úr
herberginu. Þetta stafar þó ekki af
því, að barnið sé hrætt við myrkrið
sjálft, -heldur óttast það einveruna í
myrkrinu. Þess vegna er bezt að láta
1 húsnœðisvandrœðum.
Spákona: Jú, ég sé, að það losnai
íbúð við Laugaveginn eftir sex mán-
uði, en það fylgir henni ekkert bað.
•
Þeir vildu ekki sleppa honum?
Ungur hermaður hrópaði skyndi-
lega hástöfum á hjálp.
— Hvað er um að vera? spurði fé-
lagi hans, sem var að rannsaka nokkra
skógarrunna þar í nágrenninu.
— Kömdu fljótt, kallaði hinn á
móti. — Ég er búinn að taka þrjá Jap-
ani til fanga, en þeir vilja ekki sleppa
mér! .
•
Á biðilsbuxunum.
Ánamaðkur var að skríða um garð-
inn. Sá hann þá Ijómandi lögulega
ánamaðks-ung-frú, varð ástfanginn
við fyrstu sýn og hóf upp bónorðið.
— Æ, láttu ekki svona, svaraði ung-
frúin. — Sérðu ekki, að ég er bara
hinn endinn á þér?
Ijós loga hjá því litla stund, ef móð-
irin hefur 'ekki tíma til að sitja hjá
barninu um stund eftir að slökkt er.
Hræðslan við einveruna er mikill
þáttur í sálarlífi barnsins. Þess vegna
verða menn af mætti að reyna að
koma í veg fyrir þennan ótta, því að
vitað er, að hann er undirrót margra
,,óþægðarkasta“, sem barnið fær þeg-
ar það á að fara að sofa á kvöldin.
(Grein þessi er þýdd úr greina-
flokknum „Doktorn gir goda
rád“, sem birtist vikulega i
sænska blaðinu Femina).
Shaw hinn tannhvassi.
Brezki rithöfundur-
inn Bernhard Shaw
hitti eitt sinn heim-
skautakönnuðinn
fræga, Friðþjóf Nan-
sen. Þeir tóku tal saman og komust
þá að því, að báðir þjáðust þeir af
sama sjúkdómnum, þrálátum höfuð-
verk.
— Hafið þér aldrei reynt að finna
ráð við höfuðverk? spurði rithöfund-
urinn.
Nansen varð að svara þessu neit-
andi.
— Já, kynlegt er þetta. Þér hafið
eytt allri ævinni í að leita að norður-
pólnum, þó að sú leit komi engum
að gagni. En yður dettur ekki í hug
að leita að ráði við höfuðverk, þó að
sú uppfyndirig yrði öllu mannkyninu
til blessunar!
•
Shaw á fallegt sveitasetur í fylkinu
Herefordshire. Maður nokkur, sem
heimsótti hann þar, spurði hann að
því, hvers vegna hann hafði setzt að á
þessum stað.
Shaw fór þá með gestinn út í
kirkjugarð þorpsins og sýndi honum
þar legstein. Á hann var letrað nafn
og aldur hins látna, sem hafði dáið
áttræður. Ennfremur stóð þar þessi
setning: „Lífið er stutt“.
—- Þér hljótið nú að skilja, sagði
Shaw, að hér er heilnæmt að búa,
úr því að ævi áttræðra manna er álit-
in stutt.
•
A eyðiey.
— Hvað hef ég sagt yður það oft,
Petersen, að mig kitlar ekki!
16
FEMIN A