Lystræninginn - 01.05.1979, Side 8

Lystræninginn - 01.05.1979, Side 8
Viðtal við Jón frá Pálmholti Ritstjórn Lystræningjans sótti heim Jón frá Pálmholti nú nýlega. Jón er óþarft að kynna frekar fyrir lesendum. Hann hefur sent frá sér átta frumsamdar bækur á síðustu árum. Lystræninginn gaf út í september síðastliðnum Ijóðabókina „Vindurinn hvílist aldrei.“ - Hvar ertu fæddur og uppalinn? - Ég er fæddur í gömlu baðstofunni í Pálmholti við Eyjafjörð á sauðburðinum árið 1930. Þetta var Alþingishátíðarár og foreldrar mínir hófu búskap þá um vorið. Svo skall kreppan yfir allt. Á heimilinu voru auk foreldra minna og systkina amma mín og afi, meðan þau lifðu, og föðurbróðir minn sem stundaði bókband m.a. Mér er enn í minni litadýrðin á bókakápunum, en hann reif kápurnar oft af bókunum áður en hann batt þær. Þá gaf hann mér gjarnan kápurnar. Það fannst mér stórkostlegt. Annars var þetta erfiður tími í sveitunum. Vinnufólkið var farið og vélarnar ekki komnar. Flestir voru einyrkjar. Vatnsburðurinn var eitt erfiðasta verkið, einkum á veturna. Á sumrin var heyskapur stundaður á gamlan máta. Það var hræðilegt að ganga túnið fram og aftur með hrífu og snúa heyinu i heitum þurrki. Ég var fótaveikur krakki og þoldi þetta erfíði illa. Ég lærði snemma að elska rigninguna, því regnið þýddi hvíld og næði til að lesa eða teikna. Ég hafði mikla ánægju af hvoru tveggja. Föðurbróðir minn og hans fólk bjó á hluta jarðarinnar og höfðu þeir bræður mikla samvinnu með sér. Þeir voru samvinnumenn og ung- mennafélagar og áhugi minn á félagsmálum vaknaði snemma. - Hvaða skáld höfðu mest áhrif á þig á unglingsárum? - Það er kannski erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum löngu eftir á. Margt hafði að sjálfsögðu áhrif. Ég las talsvert t.d. allar íslendingasögurnar og Sturlungu las ég á barnaskólaaldri, auk þess að sjálfsögðu ýmsar barnabækur. Ég man t.d. eftir fyrstu bókum Olafs Jóh. Sigurðssonar, sem ég hafði mikið dálæti á. Einnig dýrasögum Guðmundar á Sandi, en það var fyrsta bókin sem ég eignaðist. Ég lærði að lesa á Þjóðsögur Odds Björnssonar. Daginn eftir að ég fermdist veiktist ég af hastarlegri skarlatsótt. Ég lá í einangrun heima og enginn mátti koma inn til mín, nema pabbi. Hann hafði áðurfengið veikina. En þilin voru þunn, enda húsið úr timbri og til að stytta mér stundir las móðir mín upphátt fyrir mig. Hún las m.a. fyrir mig bókina í verum eftir Theódór Friðriksson. Hún las mjög vel og þessi lestur hafði á mig sterk áhrif. Kannski má þangað rekja fyrstu löngun mína til ritstarfa. Veturinn eftir var ég við nám hjá séra Sigurði Stefánssyni presti á Möðruvöllum, átti það að vera til undirbúnings inntökuprófs í Menntaskólann á Akureyri. Séra Sigurður var ljúfur maður og góður lærifaðir sem hafði menningarleg áhrif. Jón frá Pálmholti Ég veiktist og varfatlaður næstu árin vegna fótaveik- innar, svo úr skólagöngunni varð ekki. Ég hafði í æsku skrifað talsvert af leikritum, sem við krakkarnir lékum og einnig bjuggum við til heilu útvarpsdagskrárnar, en útvarp var ekki á heimilinu. í veikindum mínum kynnt- ist ég manni á Akureyri, sem hét Pálmi H. Jónsson og rak hann þar bókaverslun. Hann lánaði mér nýjar bækur og seldi mér gamlar við vægu verði. Einnig komu bækur frá lestrarfélaginu. Þær gengu rétta boðleið um sveitina. Þarna fékk ég fyrstu bækur Kristmanns, þing- eysku höfundana og Hagalín m.a. Ég las einnig mikið af ferðasögum og ævisögum og alls kyns skáldsögum. T.d. eignaðist ég strax söguna Liggur vegurinn þangað, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson og las hana margsinnis. - Hvenær vaknaði áhugi þinn á skáldskap? - Áhugi á skáldskap var nokkuð eðlilegur þáttur í umhverfi æskuára minna. Það var oft talað um bækur og höfunda og mikið lesið á veturna. En virkum samtímabókmenntum kynntist ég að ráði þegar ég kom í Laugaskóla i Þingeyjarsýslu. Þangað fór ég þegar heilsan leyfði, þá kominn nálægt tvítugu, og þar var ég alls þrjá vetur. Þarna las ég mikið af ljóðum m.a. og kynntist fyrst að marki ljóðum þeirra Tómasar, Jó- hannesar, Guðmundar Böðvarssonar, Guðmundar Frímanns, Jóns frá Ljárskógum, Sigríðar Einars og Vilhjálms frá Skáholti og þýðingum Magnúsar Ásgeirs- sonar. Mér hefur þótt sumir þessara höfunda ekki njóta þeirrar viðurkenningar sem þeir eiga skilið. Það virðist furðu lítið hér um endurmat hefðbundinna viðhorfa, og í gagnrýni étur hver tugguna upp eftir öðrum. Ég gleymi aldrei nóttinni sem ég las Bréf til Láru. Sú bók sprengdi hugmyndaheim minn í tætlur. Ég reis svefnlaus úr rekkju um morguninn sem sannfærður sósíalisti. Á Laugum las ég líka Gunnar Gunnarsson, Kamban og Halldór Kiljan Laxness. MérþóttiGunnar strembinn og lærði ekki að meta hann fyrr en seinna. Halldór þótti mér skemmtilegur, en dálítið loftkenndur og eins og hann væri hafinn yfir veruleikann. Margt fleira las ég þarna, t.d. Bókmenntasögu Kristins E. Andréssonar og þýddar bækur. Einnig reyndi ég að lesa bækur á Norðurlandamálum eftir því sem ég gat náð í 8

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.