Lystræninginn - 01.05.1979, Side 9

Lystræninginn - 01.05.1979, Side 9
k þær. Ég man bezt eftir skáldsögu Nordahls Grieg, Ung má verden ennu være, en hana las ég á dönsku. Það er stórkostleg bók og áhrifarík. Allt þetta hafði sín áhrif, enda var ég þá í örri mótun og opinn fyrir flestu sem fyrir mig bar. Ég naut þar vafalaust veikindanna, sem áreiðanlega gerðu mig næmari á margt en annars hefði verið. - Kynntist þú þeirri skáldakynslóð sem stóð að Birtingi? - Ég kom til Reykjavíkur 1954 og var i Kennaraskól- anum um veturinn. Þetta var viðburðaríkur vetur. Verkamenn háðu langt og frægt verkfall og þar kynnt- ist ég fyrst verkalýðsbaráttu. Þennan vetur hóf líka göngu sína tímaritið Birtingur. Ég keypti 1. heftið á leið minni i skólann. Ég man enn að Broddi Jóhannesson komst í heftið og eyddi heilli kennslustund í að skoða það og tala um það. Það þótti nemendum sumum ein- kennilegt uppátæki. Birtingsmenn báru hingað ný og fersk viðhorf í skáldskap, einkum ljóðagerð. Þessi viðhorf höfðu umtalsverð áhrif á ritstörf mín. Birtingur hafði lengi bækistöð sína í Unuhúsi en þar réðu þá húsum Einar Bragi og kona hans, Kristín Jónsdóttir. A heimili þeirra var eins konar samkomustaður ungra skálda og annarra listamanna. Ég kom þar oft eins og fleiri, og naut þar góðgerða, bæði andlegra og líkamlegra. Unuhús er rómað í sögum frá fyrri tíð, ekki síst hefur Þórbergur gert það frægt. Ég hygg að Unuhús í tíð Einars Braga og Kristínar megi einnig lifa í sögunni. Þetta var undarlegt blómaskeið, eins og Jóhannes úr Kötlum komst að orði. í Unuhúsi kynntist ég mörgum, m.a. Þórbergi. Þórbergur var ekki allra í viðkynningu, en við mig talaði hann alltaf sem jafningja. Það fannst mér stórkostlegt á þeim tíma. Þórberg hitti ég einnig annars staðar, t.d. heima hjá þeim Margréti. Það var „upplifelsi" fyrir mig að heimsækja þau. Oft kom ég líka á efstu hæðina að Nesvegi 12, en þar réðu ríkjum Ásta Sigurðardóttir og Þorsteinn frá Hamri. Þar ríkti sérstakt menningarlegt andrúmsloft. Nýr tími í listum samtvinnaður sögu þjóðarinnar og pólitískri róttækni. Þar komu ýmsir og gerðu sér glaðan dag á alþýðlega vísu. Ásta Sigurðardóttir var mikill persónuleiki og stórgáfuð kona. Hún varlangtá undan sinni samtíð og það háði henni á ýmsan hátt. - Gekk þér erfiðlega að koma út þinni fyrstu bók? - Nei. Það gekk fyrirhafnarlaust. Kunningjar mínir í skáldahópi, einkum Jón úr Vör, Jón Óskar og Einar Bragi, komu handritinu til Kristjáns Karlssonar, sem vann á vegum Helgafellsútgáfunnar. Kristján talaði svo við mig og sagði mér að hitta Ragnar í Smára á tilsettum tíma í Listamannaskálanum vorið 1958. Ég hafði aldrei séð Ragnar og vissi ekkert um hans hætti, en allt í einu vék hann sér að mér þarna i skálanum, þar sem ég var að leita hans. Hann bauðst til að gefa bókina út, ef ég sætti mig við að fá helminginn af upplaginu í höfundar- laun. Ég samþykkti það og bókin kom út um haustið. Það var dálítið skrýtið að vera allt í einu orðinn skáld hérna á götunum. Bjarni frá Hofteigi skrifaði ritdóm í Þjóðviljann og sagði þar að mér væri gefinn neistinn og hann gæti kviknað hvenær sem væri. Það þótti mér góður ritdómur. Annars er þetta ekkert sérstök bók, en hún er samt góður vitnisburður um áðurnefndan mót- unartíma. - Hvernig er að vera skáld á Islandi í dag? - Það er afar misjafnt. Kjör skálda eru álíka misjöfn og kjör annarra manna. Launasjóður rithöfunda er t.d. ekki nógu sterkur og greiðslur úr honum koma alltof fáum að gagni. Um hann gilda raunar svipaðar reglur og alltaf hafa gilt um úthlutun listamannalauna. Ég er sannfærður um að kauptrygging til lengri tíma myndi skapa höfundum langtum meira öryggi, en svona geðþóttaúthlutun þar sem enginn veit hver fær hvað hverju sinni, fyrr en nefndin hefur lokið störfum ár hvert. En áhugi á bókum er mikill víða og margir hafa vit á skáldskap og góðan smekk, ekki síður alþýðufólk. En þeir sem ekki lesa eða kynna sér það sem skrifað er, hafa vitaskuld litla þekkingu á því sem höfundar eru að gera. Sjónvarpið hefur t.d. að mestu svikist um að kynna þjóðinni höfunda sína. Þar heyrist aldrei upplestur eða annað sem kynnir höfunda. Þar stendur útvarpið sig betur. Fólk sækist eftir þeim höfundum sem það þekkir, ef því líkar við þá. 9

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.