Lystræninginn - 01.05.1979, Síða 24
Dizzy Gillespie. - Ljósm. Róska.
Dizzy og kompaní
- Ó, ég þrái rúm, sönglaði Sheyvonne Wright og
kærastinn hennar hummaði undir. Þetta voru
söngkona og bassaleikari Dizzy Gillespies á leið til
Reykjavíkur. Síðasta viðkomustaðarins á löngum og
ströngu tónleikaferðalagi. Örþreytt. Upp klukkan sex.
Rúta, flugvél, rúta, hótel, tónleikar, samkvæmi, hótel,
rúta, flugvél, tónleikar viku eftir viku. Þrír eða fjórir
tímar í rúminu. Gera sitt besta á hverjum tónleikum.
The show must go on.
Tónleikar Dizzy Gillespies í fullu Háskólabíói voru
stórkostlegt sjóv. Þeir sem komu til að hlusta á djass-
leikarann Dizzy urðu fyrir vonbrigðum. Hann er helst
að finna núorðið á tónleikum sem Norman Grazskipu-
leggur. Þó er það með hann einsog ísjakann, einn tíundi
stendur uppúr og margir fallegir sólóar hljómuðu úr
skökku horni meistarans, sem hafði mestaráhyggjuraf
örlögum trúbræðra sinna, Bahæja í Iran.
Sheyvonne Wright. - Ljósm. Róska.
24