Lystræninginn - 01.05.1979, Síða 30

Lystræninginn - 01.05.1979, Síða 30
Einar Svansson ANGIST Regnið féll í sporin vindar blésu í slóðina. Angistin gekk eftir vegi veganna krossgötur blessuðu leiðina. „Veldu mig“, sagði gatan. „Veldu mig“, sagði stígurinn. Frelsið býr í regninu í pollunum framtíðin í sporum jarðar. VETRARBORN Fyrsta skíman vitjar nátthrafnanna. Stálpaðra barna rökkursins. Karlinn i tunglinu dregur sig í hlé eftir erfiði næturinnar. Þreytandi að glotta heila nótt að þeim er vaka. Undir sæng drottningar liggjum við nakin fyrir veruleik ljóssins. Örmagna börn í leit að hlýju á leikvelli ástarinnar. Göngum til starfa að morgni með rósemi í maganum. Göngum til vegar í skjóllausum flíkum með ást upp á vasann. Stormurinn tortímir ástinni. Eftir standa kulsækin kjólföt páfugls án vængja. Seld á útsölu er veturinn herðir en ástin á uppboði á uppsprengdu verði. 30

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.