Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 30

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 30
Einar Svansson ANGIST Regnið féll í sporin vindar blésu í slóðina. Angistin gekk eftir vegi veganna krossgötur blessuðu leiðina. „Veldu mig“, sagði gatan. „Veldu mig“, sagði stígurinn. Frelsið býr í regninu í pollunum framtíðin í sporum jarðar. VETRARBORN Fyrsta skíman vitjar nátthrafnanna. Stálpaðra barna rökkursins. Karlinn i tunglinu dregur sig í hlé eftir erfiði næturinnar. Þreytandi að glotta heila nótt að þeim er vaka. Undir sæng drottningar liggjum við nakin fyrir veruleik ljóssins. Örmagna börn í leit að hlýju á leikvelli ástarinnar. Göngum til starfa að morgni með rósemi í maganum. Göngum til vegar í skjóllausum flíkum með ást upp á vasann. Stormurinn tortímir ástinni. Eftir standa kulsækin kjólföt páfugls án vængja. Seld á útsölu er veturinn herðir en ástin á uppboði á uppsprengdu verði. 30

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.