Lystræninginn - 01.05.1979, Qupperneq 32

Lystræninginn - 01.05.1979, Qupperneq 32
Adolf Ólafsson: PERFORMANS Lok opnast og sést ofan í hvítgljáandi keilu. Neðst er kringlótt vatnsmagn sem gerir spegilmynd af öllu að ofan. Nú sést á speglinum andlit sem horfir upp og tvær hendur sem fást við hönnun. Nú er hún öll og árangur- inn birtist milli handanna: ílangur hlutur. Nú hverfur önnur höndin, en hin hannar hlutinn út yfir keiluna og stöðvast þar. Þumalfmgurogvísifingurhaldaumhverf- is hlutinn, en þrir fingur eru lausir undir hlutnum, séð í kringlóttum vatnsspeglinum. Örstund. Nú tekur að berast af hlutnum gruggugur vökvi af mikilli orku í mjórri órofinni keðjuverkun. Gulleitur vökvinn fossar ofan á kringlótt vatnsyfirborðið og gárar spegilmynd- ina neðst í skálinni. Hlutur og andlit afmyndast og renna út í froðukennt öldugjálfur. Rennandi vatnsniður bergmálar um hvítgljáandi keilumyndað innhvolfið. Dágóð stund. Streymið hægir á sér og stöðvast. Niðurinn hjaðnar og kyrrist. Kringlótt yfirborðið slétt- ist og spegillinn kemur í ljós. Báðar hendurnar hanna hlutinn brott. Vatnsstreymi hefst út úr keilunni inn- vortis allt í kring. Drynjandi kveður við. Soghljóð vatnsmagns verður um stund. Loki er skellt ofan á hljóðið og sogið og nú verður hlé. Undir lokinu sléttist hreint vatnsyfirborðið að nýju og speglar lokið yfir. 32

x

Lystræninginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.