Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 35

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 35
Halldór Stefánsson látinn Halldór Stefánsson, einn af frumherjum Róttækra Penna og síðar Máls og menningar, er nýlega látinn í hárri elli. Hann var einn merkasti smásagnahöfundur þjóðarinnar, vandvirkur og mikilsmetinn rithöfundur. Frá upphafi var Halldór Stefánsson náinn samstarfs- maður Kristins E. Andréssonar. Mál og menning var stofnuð á heimili Halldórs að Barónstíg 55 árið 1937. Allar frumsamdar bækur Halldórs, nema sú fyrsta, sem hann lét prenta í Berlín, komu út hjá Máli og Menningu og Heimskringlu, og hann þýddi fyrstu skáldsöguna sem Mál og menning gaf út, Móðurina eftir Maxím Gorkí. Ný bók I maímánuði er væntanleg ný ljóðabók eftir Bjarna Bernharð Bjarnason. Bjarni Bernharður hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur: Upp og ofan (1975) og Hanafætur í regnboganum (1977). Hægt er að fullyrða að með hverri nýrri bók hafi hróður Bjarna Bernharðs vaxið sem skálds, og þess vegna bíða margir spenntir eftir nýrri bók frá hans hendi. Lystræninginn mun sjá um dreifingu bókar Bjarna Bernharðs. Stundarfriður er fjórða leikrit Guðmundar Steinssonar, sem Þjóð- leikhúsið tekur til sýningar. Leikritið var frumsýnt í lok marzmánaðar og hefur síðan verið sýnt fyrir fullu húsi og við frábærar móttökur áhorfenda. Gagnrýnendur hafa farið lofsamlegum orðum um sýninguna. Stund- arfriður fjallar um firringuna, stressið og spenn- una í nútíma neysluþjóðfélagi og það fjallar um mann- leg samskipti á heimili sem varla getur þó talist heimili nema að nafninu til. Frammistaða leikrannaermeðþví besta sem lengi hefur sést í Þjóðleikhúsinu. Einnig á Stefán Baldursson leikstjóri mikið hrós skilið. ÓO Þið græðið! Við fáum veltu! Matstofan lifir! r 30 réttir á 35 þús. 15 réttir á 18 þús. 35

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.