Lystræninginn - 01.05.1979, Side 37
Leiðrétting á Tilburðum Kristins Reyrs
í 11. hefti
Blaðsíður 33, 36 og 37 brengluðust
í uppsetningu
Hér eru þær réttar
Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum.
Fer eg út
í fússi til að slá
fyrir cinum
inni á næstu krá
til að helia
hclvítin í dá
- hallelújá.
Nesay
liggur á bekknum - syfjuð:
Vertu ekki að söngla þetta - vekur mann.
Barvin
Og hvað . . . hvcr - Nessy?
Fór eg þá heim með þessari elsku, { nótt.
Sendir þú mig framúr eftir einhverju?
Nessy
Þú crt í stólnum - æ, sofum.
Barvin
Eg skreiðist þá aftur uppí til þín.
Nessy
Hann Gestur er hjá mér.
Barvin
Tókstu hann líka? Okkur báða heim mcð þér?
Nessy
Við erum í kránni. Og kúrðu þig.
Barvin
Kránni - ha, kránni? Og því er þá myrkur?
Kallar: Hanki, crt þú þarna? Þarna frammi?
Hanki
frammi - við dyr: Hvað viltu?
Barvin
við Hringborð: Nú, Ijós og . . . Láttu mig hafa
einn tvöfaldan. Og kveiktu sezt.
Herrann
Eg skal kveikja.
Gengur að glugganum, dregur frá og lítur á
úrið.
LJÓS
Dagsbirta á sviði.
Herrann
Komið fram á dag teygir úr sér - að Langborði,
þuklar vasa og tinir upp vasabók og rissblöð.
Sezt:
Eg hef svei mér ætlað að birgja mig upp af pappír.
Flettir vasabók, rifur blöð úr og krypplar: Og
hvað hef eg skrifað hér?
Barvin
Meinarðu skáldskap? Ertu með tilburði í þá átt?
Þögn: Það skyldi enginn gera Þögn: Nema þá séní.
Hann ekur sér af kláða undan gigtarplástri á
baki.
Nessy
við Barvin: Jæja, stjúpi. Eigum við þá ekki að...
Eftir pásuna: Koma að bera meira niður.
Barvin
ekur sér. Vlð Frúna: Ah - klóraðu mér yfir
plásturinn.
Frúin
klórar bonum - annars hugar: Og því létuð þið
Hringborðið hingað inn?
Barvin
Ah - nei, ekki þarna, kona - við hægra herðablaðið
Frúin
Haldið þið að rúmstæðið þurfi ekki gólfpláss - geti
hangið uppi ( lofti?
Nessy
Þá það - þá það fer með borðið fram - kemur
aftur inn.
Hanki
með útvarpstæki í pappakassa - inn: Héma -
útvarpið fer.
Frúin
við Barvin: Skiptu snöggvast um klóna, svo mað-
ur heyri kvöldfréttirnar. Nýja klóin er { kassanum
og skrúfjárn.
Barvin
fæst við klóna:
Maður lifði nú kvöldfréttaleysið af i verkfallinu.
Frúin
rykkir langborðinu tik
Það verða sömu þrengslin hér og ( hinu kjallara-
greninu.
Herrann
stendur upp og saeldr blöð sin á borðið:
Hún er bara {svaka stuði, ha?
Sezt við vegg tv. með blððin á hnjánum og
slcrifar.
Frúin
Svo sefur pabbi gamli héma inni hjá okkur - en þú
á vindsænginni ( eldhúsinu, Níelsína.
Nessy
Nei, takk, eg fengi jú aldrei að sofa út þar.
Barvin
Þú ert nú að verða of. . . Já, ferð að verða of. ..
Til að . . . Innanum okkur.
Nessy
Haldið þið að maður viti ekkert?
Frúin
Einsog hvað? Þðgn. Einsog hvað þykistu vita?
Nessy
Nú, cinsog . . . Einsog hvemig fólk elskast.
Frúin
Elsk . . .? Uuu - hvemig fólk . . .? Elskast?
Rigsar um: Þetta hefst uppúr skólasetunum - og
(jölmiðlakjaftæðinu.
Barvin
fram í sal: Ah - nú, þá veit hún það, þessi elska,
hvernig mannkynið er formað milli hnés og mittis.
Frúin
Nema þú hangir niðri á Hallærisplani, þegar þú
segist vera heima hjá stclpum? Og þá kannski að
- að fiaðra uppum stráka? Svaraðu. Já segi eg . . .
Nessy
Já - nei, þcir húkka okkur. Nema stelpur, sem ná
sér sjálfar i stegg.
Frúin
Nei, nú er mælirinn fullur, Nielsína. Þú steinþcgir
eða cg . . .
Nessy
Já, já - já, já. En þetta er ckkert mál, mamma.
Frúin
Ekkert mál . . .
HLJÓÐ
Skruðnlngur og glerbrot frammi.
Frúin
Er hjallurinn að hrynja yfir hausinn á manni?
Þýtur fram - og aftur inn:
Hér slórið þið, pexandi og þrefandi og látið hann
pabba gamla missa balann með leirtauinu niður
allan stiga. Við Nessy:
Viltu drattast - og undir og eins - að tína það upp.
Nessy
ókei - ókei fer fram.
Frúin
brettir upp ermarnar. Við Barvin.
Reyndu að sofna ekki yfir þessu. Og koma þér að
bjarga búslóðinni inn - undan þjófum ogskemmd-
arvörgum. Eg fer að þrífa upp klóscttið Þögn.
Það hefur verið meira helvitis sóóapakkið sem
hírðist héma. Hlandstækjuna leggur á móti manni
langt útá götu fer fram.
Barvin
fær sér í pípu: Ah - mig þyrstir. Einsog eg hef þó
reynt að sloka um dagana. Og ekki ein einasta
sjoppa I nágrenninu, þó maður vildi fá sér einn
pilla. Svo hjartastyrkjandi sem hann er nú.
Nessy
i dyrum: Stjúpi, það er verið að spyrja eftir þér fer
svo.
Barvin
Mér? Láttu hann koma hingað inn. Tínir seðla
uppúr vösum:
Það ætlar ekki að standa á honum að rukka inn
húsaleiguna. Og maður ! óða önn að . . .
Sjalla
er - i kápu með tösku. Kennd. Inn og dregur
fyrir til hálfs: Hver cr hún þessi?
Barvin
stendur upp - lætur pípuna á stólinn -
hvislar:
Sjalla - uss. Hvað ertu að gera hingað? Hingað
heim?
Sjalla
Eg er í bfl, clskan. Leigjandi þinn sagði mér {síma,
að þú værir að fiytja hingað - en kerlingin að gera
hrcint þar, svo að eg dreif sko ! því að ná til þín.
Barvin
með Sjöllu fram á svið:
Já, en . . . En hún er héma - frammi á klói.
Sjalla
Eg stoppa ekkert - datt I það og er skítblönk. Og
vantar fyrir einni. Geturðu það, elskan?
Eða fyrir hálfri?
Barvin
fær henni peninga: Láttu niður hjá þér.
Sjalla
lætur peningana í vasann: Húkirðu alltaf
heima hjá henni? Þú ert hættur að sjást - komdu I
kvöld. Komdu . . . Faðmar hann og kyssir.
Eg sakna þín svo - sver það.
Frúin
með gúmmíhanzka og handslcrúbb:
Við dyratjald, gægist inn.
Barvin
losar sig: Svona - svona nú . . . Ekki - ekki. . .
Frúin
inn: Ja-há. Hve... ? Hver ert þú? Helvltis mellan
þín - að sleikja manninn minn? Og hér í mínum
húsum.
Sjalla
setur hendur á mjaðmir: Nei, bíddu nú hæg.
Eg fer sko ekki af sporinu, þó þú gjammir.
Við erum kammeratar - síðan við Sigöldu.
Frúin
óðamála: Mér er sama um Migöldu . . .
Herrann
uppúr skrift sinni: Nci, Sig-öldu.
Frúin
tekur sig á: Sigöldu. Hann varð ekki mosavaxinn
þar. Gengur og steytir hnefann. Við Barvin:
36
37
Herrann
Honum lízt ekki á, að cg leggi fyrir mig skáldskap,
nci. Hugsi - og skrifar á rissblöðin.
Frúin
Breyttur klæðnaður: í snjáðum kjól og kápu -
hárið ótilhaft. Með sængurfatnað og rósótt
teppi i fangi.
Frammi við Hanka:
Láttu ckki kassana svona í gangveginn, pabbi.
Hanki
Breyttur klæðnaður: I jakkafotum og ullar-
vesti. Frammi.
Þeir cru svo þungir, kem þcim ekki lengra.
Frúin
Taktu útvarpstækið næst.
Inn - lætur byrðina detta og kastar kápunni.
Við Barvin: Og seztur - rétt einu sinni.
Heldurðu að fiutningarnir gangi með því að sitja?
Húka drollandi á stól og hafast ekki að?
Barvin
Ah - það er gigtin, kona.
Frúin
Gigtin já, gigtin. Er verið að vorkenna mér, þegar
eg fæ fyrir hjartað?
Barvin
reynir að klóra sér á bakinu:
Og hvað . . . Ertu búin að gera hreint?
Frúin
Hvað heldur þú? Eg sat ekki við það sér Nessy á
bekknum:
Og liggur þú þarna einsog skata, Níelsína?
Það er ekki á ykkur logið, þig og hann stjúpa þinn,
með heivítis letina.
Ætlið þið að sliga hann pabba gamla? Láta hann
einan um að kimla búslóðinni inn afgangstéttinni?
Nessy
rís upp af bekknum: Veiztu, hvað viðstreðuðum
svakalega að koma langa borðinu og sófanum
niður þcnnan hænsnastiga?
Frúin
Já, þctta er önnur rottuholan frá einog eg sagði
strax.
Þeir ættu að halda fieiri hrókaræður um velferð,
valdhafarnir. Og svo er þetta timburhjallur - einsog
eg er eldhrædd kveikir í sigarettu.
Barvin
Nú, það er brunahani við dymar, ef þú ferð óvar-
lega mcð eld.
Frúin
kastar logandi eldspýtu á gólfið:
Eg - óvarlega með eld? Sagðirðu brunahani? Við
dyrnar? Er kannski meiningin að drekkja manni {
vatnsflóði. Þá fengirðu að svalla ( friði.
Já, komdu kvendinu út. Bendir: Dymar - og út
með . . .
Barvin
Ah- hún . . . Hún fer sjálf. Er - er farin. Hama-
gangur er þetta - einsog útaf balanum áðan.
Frúin
kallar: Pabbi, pabbi gamli. Æpir: Pabbi-pabbi.
Hanki
hratt inn: Hvað - hvað viltu?
Frúin
Hentu henni á dyr - þessari... Já, þessari líka . ..
Hanki
tekur um handlegg Sjöllu: Út - út með þig.
Sjalla
hristir hann af sér: Káfarðu á mér - kámugur
upp fyrir haus þokast fram.
Hanki
á eftir henni fram:
Dóni-dóni, svín-svín.
Frúin
grýtir handskrúbbnum i gólfið.
Við Barvin -æf:
Mátulegt - eg he(ði hent í hausinn á þér, helvltið
þitt. Og snautaðu úr mlnum húsum. Eg heimta
tafarlaust skilnað.
Barvin
andvarpar: Ja, þá urðu nú tvær sálir fegnar.
Nessy
með pappakassa - inn: Hvað er nú að ykkur?
Tekur upp kjól, ber við sig, setur á herðatré
og hengir á nagla eða gluggakistu.
Frúin
Hvað? Hann dregur hingað dræsu af götunni.
Enda skal hann burt, að mér heilli og lifandi. Eg vil
ekki skitnýta hann.
Barvin
f^rarsnið: Var ekki teppið frá henni móður
minni_. . . ? Jú, það liggur þama.
Brýtur rósótta teppið samu. Af stmð, en snýr
við: Nei - eigðu það, Nessy. Frá mér.
Nessy
tekur við teppinu - og kyssir hann:
Þakka þér fyrir þögn:
Og fyrir allt.