Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 21
Vikublað 19.–21. janúar 2016 Kynningarblað - Íslenskt sjávarfang 7
Hollur og bragðgóður matur
tilbúinn á fimm mínútum
G
rímur kokkur ehf. er fjöl
skyldufyrirtæki í fremstu
röð í framleiðslu á tilbúnum
sjávar réttum. Markmið fyrir
tækisins er að framleiða að
eins fyrsta flokks vörur, úr fyrsta flokks
hráefni, sem eru hollar, bragðgóðar
og fljótlegar í framleiðslu. Grímur Þór
Gíslason á fyrirtækið með eiginkonu
sinni, Ástu Maríu Ástvaldsdóttur, og
bræðrum sínum, Sigmari og Gísla
Matthíasi.
Framsækið fyrirtæki á
matvælamarkaði
„Markmið okkar er að vera framsæk
ið fyrirtæki á matvælamarkaði, láta
hlutina gerast og ná árangri, til hags
bóta fyrir fyrirtækið, starfsfólkið og
allra helst fyrir viðskiptavini okkar,“
segir Grímur. „Þar sem við höfum að
gang að ferskasta fiski í heimi, höfum
við lagt megináherslu á tilbúna fisk
rétti úr úrvals hráefni. Einnig erum
við að framleiða nokkrar tegundir
af grænmetisbuffum sem hafa verið
mjög vinsæl,“ bætir hann við.
Sendir ferskar vörur frá sér
tvisvar á dag
Fyrirtækið er staðsett í Vestmanna
eyjum og sendir frá sér ferskar vörur
tvisvar á dag til Reykjavíkur. „Við erum
með yfir 30 vörutegundir og seljum
út um allt land í langflestar verslan
ir landsins, bæði í verslunarkeðjur og
búðir í eigu einstaklinga,“ segir Grím
ur. Að sögn Gríms selja þau einnig til
mötuneyta. „Bæði stór og smá mötu
neyti geta pantað og fengið gæða
vörur senda á staðinn,“ segir Grímur.
Evrópuverkefni: gerum réttina enn
hollari með viðbættu omega 3
„Við erum dugleg í vöruþróun og
leggjum mikla áherslu á nýjungar,“
segir Grímur. „Sem dæmi má nefna
Evrópuverkefnið okkar sem snýst um
viðbætt omega 3 í fiskréttina sem og
grænmetisréttina okkar. Með þessu
gerum við réttina enn hollari. Núna í
mars munu tveir nýir réttir líta dags
ins ljós með þessu viðbætta omega
3 og munu verða framleiddir und
ir merkjum Heilsurétta fjölskyldunn
ar sem við erum með,“ segir Grímur.
„Heilsuréttir fjölskyldunnar eru réttir
án glúteins, laktósa, gers, eggja og
allra óþolsvaldandi efna,“ bætir hann
við.
Staðsett í Vestmannaeyjum
„Við erum með alla framleiðsluna í
Vestmannaeyjum og hjá okkur starfa
tuttugu manns sem er flott viðbót í
atvinnuflóruna í Vestmannaeyjum,“
segir Grímur. „Gaman er að nefna að
við vorum nýlega að flytja í nýtt hús
næði og það gengur allt svo ljómandi
vel,“ bætir hann við. n
Efla þarf íslenska fiskmarkaði
F
iskmarkaður Íslands hf.
(FMIS) hefur um árabil verið
stærsti fiskmarkaðurinn á Ís
landi en á síðasta ári voru
seld rúmlega 36 þúsund tonn
hjá FMIS að verðmæti 9,6 milljarða.
Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri
FMIS, segir að um 35% af öllu seldu
magni á íslenskum fiskmörkuðum
fari í gegnum Fiskmarkað Íslands.
Mikilvægt er að ná samstöðu allra
sem í sjávarútvegi starfa um að efla
og treysta tilvist og grundvöll fyrir
íslenska fiskmarkaði. Það hefur sýnt
sig á undanförnum árum að fjöl
breytni í veiðum og vinnslu sem og
ný viðskiptatækifæri hafa skapast
með tilkomu fiskmarkaða.
Miðla fiski frá seljendum til
kaupenda
„Við erum brú á milli útgerðar og
fiskvinnslu. Við miðlum fiski frá
seljendum til kaupenda og önnumst
alla umsýslu við þá yfirfærslu. Fisk
markaðurinn vinnur bæði fyrir
kaupendur og seljendur og veitir
þeim margvíslega þjónustu í tengsl
um við meðhöndlun fisksins,“ segir
Páll. Fiskmarkaður Íslands stuðl
ar að jafnvægi og stöðugleika í ís
lenskum sjávarútvegi með því að
uppfylla ólíkar þarfir viðskiptavina
sinna. „Við tryggjum að útgerðir
geti selt veiddan fisk og að vinnslu
aðilar fái fisk til vinnslu á öruggan
og hagkvæman hátt. Fiskmarkað
urinn treystir með því starfsskilyrði
sjávar útvegs vítt og breitt um landið
og hefur mikil samfélagsleg áhrif,“
bætir Páll við.
Gæði lykilatriði
Páll segir Fiskmarkað Íslands leggja
áherslu á gæði, sem felast meðal
annars í vönduðum vinnubrögðum
við meðhöndlun fisks og upplýsinga
gjöf. Starfsemi fyrirtækisins byggist
á fyrsta flokks þjónustu og traustu
sambandi við viðskiptavinina.
Kaupendum tryggður góður og
ferskur fiskur
„Meirihluti þess afla sem seldur er
hjá okkur er af dagróðrabátum og
er fiskurinn þá oftast seldur áður en
honum er landað. Það tryggir kaup
andanum góðan og ferskan fisk. Við
löndun er þess gætt að fiskurinn sé
vel ísaður og að honum sé raðað
í einangruð fiskikör, jafnframt er
hitastig fisksins mælt og það skráð,“
segir Páll.
Starfa víðs vegar um landið
Félagið starfar á níu stöðum víðs
vegar um landið: á Arnarstapa, Rifi,
Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkis
hólmi, Skagaströnd, Akranesi,
Reykjavík og Þorlákshöfn. Aðal
skrifstofa fyrirtækisins er í Ólafs
vík en Rif er stærsti móttökustaður
inn. Einnig rekur fyrirtækið öfluga
flokkunar og slægingarþjónustu á
Rifi. n