Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Page 31
Menning 19Vikublað 19.–21. janúar 2016 Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Sérfræðingar í prenthylkjum Rómantík og djöfull í drengsmynd Franska kvikmyndin Lolo fjallar um miðaldra konu í karlaleit og djöfullegan son hennar. mannsmynd, Damien í Omen á full- orðinsárum, og sættir sig ekki við að stía þeim í sundur heldur ákveður að leggja líf mannsins í rúst líka. Þetta gerir hann ekki vegna erfiðrar æsku, heldur beitti hann sömu brögðum á föður sinn af engri sérstakri ástæðu. Það er ekki oft sem maður er látinn vona að móðir segi skilið við barn sitt fyrir fullt og allt, og þegar við bætist að vinkonan þolir heldur ekki dóttur sína virðist hér komin einhvers kon- ar óttafantasía manneskju sem ekki tekst að sameina það að vera bæði ástkona og móðir. Kannski ferst Delpy ekki svo vel að kljást við aldurinn eft- ir allt saman, og sem leikstjóri hefur henni oft tekist betur upp. n Bíó Paradís fær hæsta styrkinn H eimili kvikmyndanna – Bíó Paradís hlýtur hæsta styrkinn frá menningar- og ferðamála- ráði Reykjavíkurborgar, en gerð var grein fyrir úthlutuninni og öðru framlagi ráðsins til menningar- mála á Kjarvalsstöðum í gær, mánu- dag. Ráðið hefur veitt vilyrði fyrir hundrað og tveimur styrkjum sem námu samtals þeim 86 milljónum króna sem voru nú lausar til út- hlutunar. Bíó Paradís hlaut 12,5 milljónir í ár og 2017. Nýlistasafnið fær 9,5, en RIFF og Hinsegin dagar 5 milljónir hvort úr Borgarhátíðasjóði næstu þrjú ár. Kling og Bang fær 4,5 millj- ónir, Reykjavík Dance Festival og leiklistarhátíðin Lókal 3 milljónir árlega hvort úr Borgarhátíðasjóði næstu þrjú árin og Samtök um dans- hús tvær milljónir til tveggja ára. Hæstu styrkir aðrir eru til Reykja- vík Fashion Festival 2016, 2 millj- ónir, Secret Solstice 1,5, Barnabók- menntahátíðarinnar Mýrin 1,2 og eina milljón hljóta Nýsköpunar- sjóður tónlistar - Musica Nova, myndlistarhátíðin Sequences, kvik- myndahátíðin Stockfish, Tónleika- röð Jazzklúbbsins Múlinn, Norrænir músíkdagar í Reykjavík og Sinfóníu- hljómsveit unga fólksins. Sinfóníuhljómsveitin var jafn- framt útnefnd Tónlistarhópur Reykja- víkur 2016, en nýr tónlistarhópur er valinn árlega úr hópi þeirra sem lagt er til að njóti styrks eða starfssamn- ings á komandi ári. n Heimili kvikmyndanna Reykjavíkurborg hefur gert 12,5 milljóna króna samstarfs- samning við Bíó Paradís til næstu tveggja ára. Litli indverski Sambó Litli svarti Sambó eftir skoska rithöfund- inn Helen Bannerman kom fyrst út árið 1899. Bannerman bjó í Indlandi í þrjá áratugi og samdi söguna fyrir börnin sín á þeim tíma. Bókin fjallar um glaðlynda drenginn Sambó sem heldur út í óbyggðirnar þar sem hann þarf að kljást við fjögur grimm tígrisdýr sem öll vilja borða hann. Honum tekst þó að leika á þau og rata heim til foreldra sinna. Þó að sagan sé hugljúf valdi Bannerman öllum persónum nöfn sem þykja lítillækkandi og tengd kynþátta- fordómum. Nafnið Sambó hafði til að mynda verið notað í niðrandi merkingu um svart fólk frá því um miðja 19. öld. Í sögu Bannerman nefnast foreldrarnir svo Mumbo og Jumbo – en Hókus og Pókus á íslensku. Í þokkabót voru myndskreytingar yfirleitt eins og niðurlægjandi skopmyndir af svörtu fólki á 19. öld. Í nýrri útgáfum af bókinni hefur verið reynt að leggja áherslu á að bókin gerist í Indlandi. Í útgáfu HarperCollins frá 1996 nefnist Sambó litli Babaji og foreldrar hans Mamaji og Papaji. Í útgáfu Handprint Books frá 2004 heldur Sambó nafninu – því útgefandinn taldi ekki réttlætanlegt að breyta eða hvítþvo söguna – en er teiknaður augljóslega sem Indverji, auk þess sem bókin inniheldur inngang þar sem bent er á umdeilda sögu bókarinnar. Sagan birtist fyrst á íslensku árið 1940 en samkvæmt gegni.is var hún síðast gefin út af Iðunni árið 1985 í þýðingu Freysteins Gunnarssonar með myndum Helen Bannerman. Siðferðilega vafasamar barnabækur Reyklaus Lukku-Láki Til að byrja með var kúrekinn leiftur snöggi Lukku Láki reykingamaður. Höfundurinn, hinn belgíski Morris, sagði það hluta af karakter Láka að vera ávallt með vafða sí- garettu í kjaftinum eins og það væri hluti af karakter Stjána bláa að reykja pípu. Hann skipti þó sígarettunni að lokum út fyrir strá, vegna harðrar gagnrýni og til að fá greiðari aðgang að bandarískum markaði. Morris var verðlaunaður af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) árið 1988 fyrir þá ákvörðun að skipta rettunni út fyrir stráið. Grimm ævintýri Ævintýrin og þjóðsögurnar sem Grimms- bræðurnir söfnuðu saman á 19. öld eru mörg hver heldur grimmúðleg á okkar tíma mælikvarða. Í sögunum var kóngafólk almennt betra og áhugaverðara en annað fólk, kynhlutverkin voru skýr og þeir sem gerðu rangt hlutu grimmúðleg örlög. Til að mynda kroppuðu dúfur augun úr vondu systrunum tveimur í lok ævintýr- isins um Öskubusku. Grimms-ævintýrin hafa verið endur- sögð aftur og aftur í ýmsum útgáfum. Á 20. öldinni hefur ævintýrunum oft verið breytt þannig að þau þyki betur henta ungum og óhörðnuðum lesendum. Í nýjustu íslensku útgáfunni, í endur- sögn Philips Pullman, er hins vegar ekki reynt að láta sögurnar henta siðferði samtímans. Bókin er hins vegar fyrst og fremst markaðssett sem fræðibók fyrir fullorðna frekar en barnabók. H E I L S U R Ú M ÚTSALAN ER HAFIN! AFSLÁTTUR! 20-80% A R G H !!! 0 50 11 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.