Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Qupperneq 36
24 Fólk Vikublað 19.–21. janúar 2016
n Rick og Kathy Hilton eru að verða afi og amma í fyrsta skiptið n Ástfangin Paris
H
ilton-fjölskyldan er að
stækka. Nicky Hilton, litla
systir Paris, á von á sínu
fyrsta barni með eigin-
manni sínum, banka-
erfingjanum James Rothschild.
Paris brúðarmær
Hjónakornin létu pússa sig saman
í fyrrasumar í fallegri athöfn sem
fram fór í Kensington-kastalanum á
Englandi en kastalinn er nú heimili
Vilhjálms Bretaprins, Kate hertogaynju
og barna þeirra. Nicky, sem er 32 ára,
klæddist síðerma silkikjól frá Valentino
í athöfninni. Paris systir hennar var að
sjálfsögðu brúðarmær og klæddist fal-
lega bláum, síðum, ermalausum kjól.
Dásamlegt hjónalíf
Stuttu eftir brúðkaupið mætti Nicky
í viðtal við sjónvarpsstöðina E! þar
sem hún dásamaði hjónalífið. „Ég
mæli með þessu. Ef manni tekst að
finna rétta einstaklinginn þá er
þetta dásamlegt,“ sagði Nicky
í viðtalinu og bætti aðspurð við að
hún vildi eignast börn í
framtíðinni. „Það væri
frábært en alls ekki strax,“
sagði hótelerfinginn en
núna, sex mánuðum
seinna, er annað hljóð
komið í strokkinn. Barnið,
sem er að vænta í sumar,
mun verða fyrsta barna-
barn Hilton-hjónanna, Kathy og
Ricks Hilton, sem samkvæmt tals-
manni fjölskyldunnar eru í skýjun-
um með komandi erfingja.
Hittust í brúðkaupi
Nicky og James kynntust í brúðkaupi
Petru Ecclestone, dóttur Formúlu
1-milljarðamæringsins Bernies
Ecclestone, og auðkýfingsins James
Stunts árið 2011. James Rothschild
kemur úr einni þekktustu og auð-
ugustu fjölskyldu Evrópu og því
ljóst að Nicky þarf ekki að hafa
áhyggjur af því að hann
hafi kvænst henni til
fjár.
Partíljón-
ið Paris fékk
að sjálf-
sögðu að
skipuleggja
gæsun systur
sinnar þar sem vel
völdum vinkonum og frænkum
var boðið í helgarferð til Miami.
Paris gerði sér lítið fyrir og pantaði
eins fatnað á allan hópinn auk kór-
ónu handa Nicky og hélt svo stuðinu
uppi með eigin tónlist sem hún hef-
ur unnið að upp á síðkastið.
Ástfangin Paris
Tónlistin er þó ekki það eina sem á
huga og hjarta Paris þessa dagana
því samkvæmt slúðurmiðlunum
vestanhafs er hún yfir sig ástfangin.
Sá heppni heitir Thomas Gross og er
39 ára athafnamaður og milljarða-
mæringur frá Austurríki. Gross býr
í Sviss og samkvæmt fréttum ætlar
Paris að flytja til Sviss til að vera nær
ástinni sinni. Það er ekki tíðinda-
laust hjá Hilton-fjölskyldunni. n
Fjölgun í Hilton-
FjölsKyldunni
Plötsnúður
Paris hefur verið
upptekin af tón-
listarferli sínum
upp á síðkastið.
Gift Nicky og James Rothschild héldu glæsilega athöfn í Kensington-kastalanum.
Fann ástina í Evrópu Kærasti Paris er austur-
rískur viðskiptajöfur sem býr í Sviss.
Systur Nicky er yngri systir Paris.
Hilton-fjölskyldan
Barron Nicholas, Paris,
Nicky, Kathy og Rick.
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofanar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000 W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf