Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Page 6
6 Fréttir Vikublað 9.–11. febrúar 2016
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18
Lengri og breiðari
parketpLankar
E
inkahlutafélagið H19 hefur ver
ið lýst gjaldþrota en það hélt
um tíma utan um rekstur sölu
síðunnar Hópkaup. Síðan er nú
í eigu Móbergs ehf. sem
keypti reksturinn í
ágúst síðast liðnum.
Forsvarsmenn
Móbergs vildu
þá ekki svara því
hvort allar kröf
ur á fyrrver
andi eiganda
síðunnar hefðu
verið gerðar
upp þegar salan
gekk í gegn.
Heildarskuldir
H19 námu 46
milljónum króna
í árslok 2013,
sam
kvæmt nýjasta ársreikningi félagsins.
Móberg er í eigu Skorra Rafns
Rafnssonar, eiganda Netgíró, Bland,
433.is, Wedo og Móa Media og stofn
anda íslenska smálánafyrirtækis
ins Hraðpeningar. Dóttur félag
Móbergs keypti Hópkaup af
DCG ehf. sem er í eigu Leifs
Alexanders Haraldssonar,
stofnanda smálánafyrir
tækjanna Kredia ehf. og
Smálán ehf. Sölusíðan var
áður rekin af H19, sem
var einnig í eigu Leifs,
sem hét Hópkaup ehf.
fram að 10. júlí síðastliðn
um þegar nafni þess var
breytt, sama dag og dóttur
félag Móbergs tók heitið
upp. Skipta fund ur kröfu hafa
í H19 hef ur verið boðaðar 26.
apríl næstkomandi. n
haraldur@dv.is
Gamla Hópkaup
lýst gjaldþrota
Móberg keypti rekstur sölusíðunnar í ágúst í fyrra
Eigandinn Skorri Rafn Rafnsson er
eigandi Móbergs en fyrirtækið keypti
rekstur Hópkaupa í ágúst í fyrra.
Kjarabætur að baki
dýrari strætóferðum
n Túristapassarnir hækka mest n Lækkun eldsneytisverðs vinnur á móti
Þ
etta er aðallega vegna
launahækkana,“ segir Jó
hannes Rúnarsson, fram
kvæmdastjóri Strætó bs, í
samtali við DV. Strætó kynnti
fyrir helgi nýja verðskrá sem tekur
gildi þann 1. mars næstkomandi. Eins
dags kort hækka mest í verði eða um
50 prósent auk þess sem þriggja daga
kort hækka um 30 prósent í verði. Jó
hannes segir aðspurður að hækkanir
þessara korta séu til þess fallnar að ná
meiri aur af erlendum ferðamönnum
en þeim fjölgar smám saman á meðal
farþega.
Stakt fargjald hækkar um 4,5 pró
sent en að sögn Jóhannesar nemur
vegin meðaltalshækkun um þremur
prósentum. „Margir liðir hækka ekki
neitt.“ Ný árskort öryrkja og ellilífeyris
þega líta dagsins ljós en þessir hópar
hafa hingað til greitt fargjöldin fullu
verði. „Við erum að færa okkur meira
yfir í kortin. Það er stefna að taka upp
rafræn greiðslukerfi samhliða appinu
okkar,“ segir hann en bætir við að það
verði tæpast á þessu ári.
Olíuverðshrun vinnur á móti
Verðhækkununum er, samkvæmt vef
síðu Strætó, „ætlað að mæta almenn
um kostnaðarhækkunum“. Samt ligg
ur fyrir að olíuverð hefur hríðfallið í
verði undanfarin misseri. Lítrinn á
bensínstöð kostaði um mitt ár 2014
hátt í 250 krónur, en útsöluverðið á
dísilolíu stendur nú í um 170 krón
um. Spurður hvort nauðsynlegt
hafi verið að hækka miðaverð í ljósi
þessara lækkana segir Jóhannes að
kostnaður við eldsneytiskaup nemi
um 10 prósentum útgjalda Strætó.
Mestu munar um stærsta útgjalda
liðinn, launaliðinn, en laun hafi
með kjarasamningum síðasta sumar
hækkað um 10 prósent. Launakostn
aður nemi um 55 prósentum allra
útgjalda Strætó. Lækkun eldsneytis
verðs sé hins vegar til þess fallin að
draga úr þörf fyrir frekari hækkun.
Meðal annars þess vegna nemi hækk
unin á heildina ekki nema um þrem
ur prósentustigum, en ekki 10.
Vel gert við þá elstu og yngstu
Fargjald sumra hópa hækkar ekki
neitt. Þar má til dæmis nefna árskort
fyrir börn og ungmenni sem og
árskort fyrir nemendur 18 ára og
eldri. Á sama tíma hækka eins og
þriggja daga passar, sem kalla mætti
túristapassa, um tugi prósenta.
„ Okkur þykir ekkert óeðlilegt þó að
túristinn sé að borga sem næst fullu
gjaldi því þeir eru ekki að borga skatta
og skyldur á Íslandi. Starfsemi Strætó
er náttúrlega niðurgreidd með fram
lagi frá sveitarfélögum og ríki,“ segir
hann. Þess vegna hafi þessir passar
hækkað verulega. Hann tekur fram
að tekjur fyrir eins og þriggja daga
kortin nemi innan við einu prósenti
af tekjum strætó. Jóhannes segir að
erlendum ferðamönnum á meðal far
þega fjölgi eitthvað á milli ára.
Jóhannes segir aðspurður að notk
un strætó á höfuðborgarsvæðinu
fjölgi umfram fjölgun íbúa. Tekj
ur Strætó standi undir 30–32% af
rekstrinum en hlutfallið í heiminum
sé víða á bilinu 20 til 50 prósent.
Samkvæmt nýjasta árshlutaupp
gjöri á vef Strætó, sem er fyrir þriðja
ársfjórðung síðasta árs, nema lang
tímaskuldir um 240 milljónum króna.
Jóhannes segir að Strætó hafi á árum
áður verið mjög illa statt. Þessi lán
séu ekki íþyngjandi fyrir félagið og
séu í greiðsluferli. Stefnt sé að því að
klára að gera upp lánin haustið 2018.
„Það var stefnt að því að þessar skuld
ir yrðu greiddar upp og planið hefur
verið að ganga upp.“ n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
„Okkur þykir ekkert
óeðlilegt þó að
túristinn sé að borga sem
næst fullu gjaldi því þeir
eru ekki að borga skatta
og skyldur á Íslandi.
Staðgreiðslufargjöld í strætó
Verðskrá sem tekur gildi 1. mars
n Almennt fargjald 420 kr.
n Afsláttarfargjald, gildir fyrir börn, ung-
menni, aldraða og öryrkja, 210 kr.
Tímabilskort
n 1 mánuður (Græna kortið) 11.300 kr.
n 3 mánuðir (Rauða kortið) 24.700 kr.
n 9 mánuðir (Bláa kortið) 58.700 kr.
n Árskort 18 ára og eldri (Nemakort)
46.700 kr.
n Árskort 12–17 ára 19.900 kr.
n Árskort 6–11 ára 7.900 kr.
n Árskort aldraðir og öryrkjar 19.900 kr.
n Samgöngukort (12 mánaða kort)
58.700 kr.
n Eins dags kort 1.500 kr.
n Þriggja daga kort 3.500 kr.
Farmiðaspjöld 20 miðar
n Fullorðnir 8.000 kr.
n Ungmenni 12–17 ára 2.900 kr.
n Börn 6–11 ára 1.250 kr.
n Öryrkjar og aldraðir 2.500 kr.
Framkvæmdastjórinn Af útgjöldum Strætó nema laun 55 prósentum en eldsneyti
aðeins 10 prósentum, að sögn Jóhannesar. Mynd SiGtryGGur Ari
Ákærður
fyrir fjársvik
Sérstakur saksóknari hefur gefið
út ákæru á hendur Einari Ágústs
syni fyrir umfangsmikil fjársvik
og gjaldeyrisbrot. Einar og bróðir
hans, Ágúst, voru meðal annars
til umfjöllunar í Kastljósi í fyrra
en þeir hafa leitt stórar hópfjár
magnanir á vefnum Kickstarter.
RÚV greinir frá en þar kemur
fram að ákæran sé upp á fimmtán
blaðsíður. Einari er meðal annars
gefið að sök að hafa fengið Ís
lendinga til að leggja rúmar sjötíu
milljónir til eignarhaldsfélagsins
Skajaquoda, en samkvæmt ákæru
hélt Einar því fram að hann starf
rækti fjárfestingarsjóð undir
þessu nafni í Bandaríkjunum. Öll
gögn benda þó til þess að sjóður
inn hafi aldrei verið stofnaður.
Samkvæmt ákæru voru brot
in þaulskipulögð, en Einar er
sagður hafa sent viðkomandi
upplýsingar um góða ávöxtun
fjármuna í sjóðnum.
Þá er Einar ákærður fyrir um
fangsmikil brot á lögum um
gjaldeyrismál. Á tæplega tveggja
ára tímabili, frá því í október
2011 til júlí 2013 sendi hann með
símgreiðslum erlendan gjald
eyri upp á rúmar 220 milljónir
króna. Keypti hann gjaldeyrinn
af Íslandsbanka án þess að pen
ingurinn væri notaður í vöru
eða þjónustuviðskipti eins og
lög kveða á um. Þess er krafist
að Skajaquoda verði látið sæta
upptöku á rúmum 67 milljónum
sem embætti sérstaks saksóknara
lagði hald á í júlí 2013.
Ákærður Einar Ágústsson hefur verið
ákærður fyrir fjársvik og brot á lögum
um gjaldeyrismál. Mynd: KAStljóS