Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Side 8
8 Fréttir Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Nú tryggir áskrift að DV þér 2 miða á Bieber, Kitchen Aid eða fartölvu 3 KitchenAid Fáðu þér áskrift að DV og þessa fallegu KitchenAid hrærivél. 2 Asus fartölva Fáðu áskrift að DV og Asus-far- tölvu 1 Miðar á Bieber Fáðu áskrift að DV og 2 miða á Justin Bieber 9.9. 2016 veldu þína áskrift núna! Kláraðu dæmið á tilbod.dv.is „Hámarks skítabisness“ O kkur finnst eins og það sé verið að féfletta fólk,“ segja hjón sem keyptu bíl af gerðinni Ford Focus C-Max í apríl síðastliðn- um. Bíllinn, sem er árgerð 2005, var keyptur á Bílasölunni AB-bílar en eigandi hennar, Árni Ásgeirsson, var skráður eigandi bílsins. Kaupverðið var 900 þúsund krónur en skömmu eftir kaupin gaf vélin sig með þeim afleiðingum að bíllinn var talinn ónýtur. Hjónin höfðu aðeins greitt helming kaupverðsins þegar í ljós kom að bíllinn var í ólagi en urðu að eigin sögn fyrir mikilli pressu af hálfu Árna að gera kaupverðið upp. „Hann var mjög liðlegur til að byrja með, tók við bílnum og sá til þess að gert yrði við hann. Þegar við höfðum fullviss- að okkur um að hann væri í lagi þá greiddum við lokagreiðsluna vegna.“ „Bíllinn var þá í raun ónýtur“ Fimm dögum síðar var bíllinn bilaður á ný. Glóðarkerti hafði brotnað og fór brotið í hedd bílsins með þeim afleiðingum að djúp rifa kom í eina slíf. „Bíllinn var þá í raun ónýtur og við vorum ekki með neitt mál í höndunum. Við skoðuðum stöðu okkar hjá FÍB en niðurstaða þeirra var sú að við værum ekki með neitt mál í höndunum,“ segja hjón- in sem að lokum seldu bílinn í parta fyrir 100 þúsund krónur um miðj- an október í fyrra, sex mánuðum eftir að hafa keypt bílinn. „Við feng- um þær upplýsingar að aðeins tvö verkstæði hefðu sérhæf tæki til þess að laga vélina, það er að segja verk- stæði Brimborgar og Kistufell. Þaðan fengum við þær upplýsingar að við- gerðin myndi kosta um 800–900 þús- und krónur,“ segja hjónin, en það er svipað verð og þau greiddu fyrir bíl- inn. Einnig hafi verið mögulegt að fylla í rifuna í vélinni en sú viðgerð er að sögn hjónanna aldrei varanleg. Auglýstir til sölu Hjónin hafi eðlilega verið ansi óánægð með þessi málalok og hugs- að bílasölunni og eiganda hennar þegjandi þörfina. „Við vorum í reglu- legu sambandi við hann og sögðum honum að við kynnum ekki að meta þessa viðskiptahætti,“ segja hjón- in. Það hafi því komið þeim mjög á óvart þegar þau sáu sama bíl til sölu á Braut bílasölu í febrúarbyrjun, en áðurnefndur Árni Ásgeirsson hafði í millitíðinni lagt niður bílasöluna AB-bílar og er nú annar eigandi Brautar. „Bíllinn er á sama verði og við keyptum hann, um 900 þúsund. Það eru meira að segja sömu myndir notaðar og þegar við keyptum bílinn,“ segja hjónin. Eigandinn kannast ekki við málið DV hafði samband við Árna Ás- geirsson, annan eiganda Brautar bílasölu. Árni kom af fjöllum varð- andi sögu bílsins og vísaði alfarið á meðeiganda sinn. „Hann tók við þessum bíl en hann er ekki við í augnablikinu. Mér er ekki kunnugt um hvert framhaldið varð á þessu. Þessi bíll var bara tekinn í viðskipt- um en mig minnir að einhver maður hafi talað við samstarfsmann minn um að það hafi verið sett notuð vél í bílinn,“ segir Árni og gat ekki veitt frekari upplýsingar um mál- ið. Skömmu síðar var auglýsing um umræddan bílinn tekin af vefsíðu Brautar bílasölu. Ekki náðist í með- eiganda Árna við vinnslu fréttar- innar né skráðan eiganda bílsins en hann er staddur erlendis. n Hjón keyptu notaðan bíl sem gaf strax upp öndina Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Bíllinn Sömu myndir voru notaðar þegar hjónin keyptu bílinn og þegar bíll- inn kom aftur á sölu í byrjun febrúar. Skjáskot af heimasíðu Brautar Farið var fram á 890 þúsund krónur fyrir bílinn, sama verð og hjónin keyptu hann á í apríl í fyrra. Á heimasíðunni kom fram að um „toppeintak“ væri að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.