Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    282912345
    6789101112
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 9.–11. febrúar 2016 avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAM- LEGA Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Sérfræðingar í prenthylkjum Tólf menn fengu 140 ára dóm Nauðguðu 13 ára stúlku ítrekað um 13 mánaða skeið T ólf menn hafa í Bretlandi verið dæmdir fyrir hrotta- legar nauðganir stúlku þegar hún var 13 og 14 ára. Daily Mail greinir frá þessu. Mennirnir nauðguðu henni ítrekað og í eitt skiptið fimm í röð. Mennirnir tólf hafa samtals verið dæmdir til 140 ára fangelsisvistar fyrir athæfið. Bradford Crown Court dæmdi ellefu þeirra fyrir nauðgun en þann tólfta fyrir að taka þátt í kynferðis- legum athöfnum með barni yngra en 16 ára. Árásirnar áttu sér stað yfir 13 mánaða tímabil árin 2011 og 2012 en mennirnir eru, að sögn Daily Mail, allir af suðurasískum uppruna. Ekki vottur af manngæsku Ofbeldið átti sér stundum stað í bíla- stæðahúsi, neðanjarðar, þar sem nafn fórnarlambsins hafði verið riss- að á veggina, sem og orðið „coroner“ eða dánardómstjóri. Dómarinn, Roger Thomas, sagði fyrir dómi að hegðun þeirra í réttarhöldunum væri sú versta sem hann hefði upp- lifað á fjörutíu ára lögmannsferli sín- um. Hegðunin endurspeglaði raun- ar virðingarleysi og framkomu þeirra gagnvart stúlkunni. Þeir hefðu fyrir dómi sýnt af sér svo óviðeigandi og hrokafulla hegðun að hann hafi aldrei upplifað annað eins. Dómarinn sagði að gagnvart stúlk unni hefðu þeir aldrei sýnt vott af manngæsku. Þeir hafi aðeins litið á hana sem hlut sem þeir gætu nýtt til að svala fýsnum sínum. Í yfirlýsingu frá stúlkunni sem lesin var upp fyrir dómi kom fram að hún þjáist bæði af þunglyndi og áfallastreituröskun. Hún eigi erfitt með að treysta fólki og það liti allt hennar líf. Hugmyndir hennar um samskipti og sambönd séu bjagað- ar eftir misnotkunina. Hún glími við miklar skapsveiflur og hafi engin verkfæri til að halda sér í andlegu jafnvægi. Flestir með brotasögu Fyrir dómi kom fram að foringi hópsins, Ahmed Al-Choudhury, sem hýsti flestar árásirnar, hefði flúið til Bangladess. Flestir mannanna áttu sér langa og fjölbreytta afbrota- sögu. Einn mannanna, Khalid Raja Mahood, situr þegar inni fyrir að hafa nauðgað 43 ára gamalli konu auk þess sem hann hlaut dóm fyrir að reyna að svipta barn frelsi. Fram kom fyrir dómi að Mahmood hafi fyrstur narrað til sín stúlkuna í kynferðislegum tilgangi. Það hafi hann gert með hjálp áfengis og eiturlyfja. „Við erum ánægð með að þessir menn hafi núna verið dæmdir fyrir þessa hræðilegu glæpi sína,“ hefur Daily Mail eftir Nicola Bryar, þeim sem fór fyrir rannsóknarteyminu sem annaðist málið. Mennirnir fengu flestir á bilinu 12 til 15 ára fangelsisdóm. Khalid Raja Mahood fékk 17 ára dóm. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Við erum ánægð með að þessir menn hafi núna verið dæmdir fyrir þessa hræðilegu glæpi sína. Khalid Mahood hlaut 17 ára dóm. Hann er 34 ára gamall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (09.02.2016)
https://timarit.is/issue/393414

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (09.02.2016)

Aðgerðir: