Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Page 16
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Ég fór í lostástand og skalf allur Ég er gríðarlega stoltur af þessu Annaðhvort hatar fólk mig eða fólk elskar mig Í skotgröfunum Sævar Freyr Þráinsson lenti í slysi við að spranga. – DV Dagur Sigurðsson um sigurinn. – DVBirgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist kannski vera umdeild. – Eyjan U ndirskriftasöfnun Kára Stef­ ánssonar þess efnis að 11 prósent af vergri landsfram­ leiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerf­ isins er ein sú stærsta sem um getur hér á landi. Sú staðreynd virðist ekki nægja Kára sem segir fjöldann, tæp­ lega 60.000 manns, ekki duga til að ríkisstjórnin leggi við hlustir. Kári, sem er mikill kappsmaður, sagðist í upphafi ætla að safna 100.000 undirskriftum og skelfa þannig rík­ isstjórnina, í von um að hún breytti um stefnu. Ljóst að sá fjöldi næst ekki en það breytir engu um það að 60.000 manns er æði stórt hlutfall af þjóðinni. Raddir þessa fólks ættu að vera marktækar og á þær hlustandi, en áhugi virðist ekki vera á því innan ríkis stjórnarinnar. Reyndar er ákveðið fúllyndi áberandi meðal stjórnarliða í umræðunni um aukið fé til heilbrigð­ iskerfisins. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar tönglast á því að framlög til heilbrigð­ ismála hafi verið aukin. Það er vissu­ lega skref í rétta átt en ljóst er að gera þarf enn betur. Við hljótum að vilja búa við öflugt heilbrigðiskerfi og eig­ um ekki að þurfa að óttast um aðbún­ að sjúklinga á sjúkrahúsum. Við höf­ um of oft séð fréttamyndir af slæmri aðstöðu á sjúkrahúsum og heyrt sögur af biluðum og úr sér gengnum tækj­ um. Þarna erum við ekki að ræða um hégóma heldur líf og heilsu sjúklinga. Þegar þeir sem vinna innan heil­ brigðiskerfisins minna á að þörf er fyrir úrbætur mætir þeim oftar en ekki fádæma fálæti stjórnvalda og þeir eru jafnvel sakaðir um að beita andlegu ofbeldi. Slík viðbrögð eru ekki málefnalegt innlegg í um­ ræður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Reyndar skortir mikið á hófstillingu þegar kemur að umræðum um mála­ flokkinn. Dæmi um slíkt eru skeyta­ sendingar milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Kára Stefánssonar þar sem þeir keppast við að uppnefna hvor ann­ an. Hinn ofurviðkvæmi Sigmundur Davíð lét undirskriftasöfnun Kára fara ósegjanlega í taugarnar á sér. Í blaða­ grein kallaði hann Kára „toppara“ og sagði að fyrir slíkum mönnum væri aðalatriðið að „vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við af­ leiðingarnar.“ Kári lætur engan eiga inni hjá sér og líkti forsætisráðherra við tveggja ára offitusjúkling. Kári hefur síðan beðist afsökunar á þess­ um ummælum, enda gáfaður maður sem veit mætavel að orð eins og þessi gera ekkert gagn í umræðu um efl­ ingu heilbrigðiskerfisins. Reyndar eru þessi orð síst til þess fallin að afla mál­ stað hans fylgis. Í stað þess að fara í skotgrafir eiga menn að horfa á málefnið. Almenn­ ingur vill traust og öflugt heilbrigðis­ kerfi og líklegt er margir séu til­ búnir að greiða ögn hærri gjöld til samfélagsins þannig að svo megi verða. Stjórnmálamenn ættu síðan að huga vandlega að því hvort ekki megi forgangsraða á annan hátt en gert er og setja meiri fjármuni í þennan málaflokk. Þeir eiga ekki að kveinka sér undan umræðunni heldur vinna að eflingu heilbrigðiskerfisins. Það getur ekki orðið til annars en góðs. n Afsakið – eða hvað? Þær flugu afsökunarbeiðnirnar um helgina. Bubbi bað Þórunni Antoníu afsökunar á að hafa lagt hana í einelti. Kári Stefánsson bað Sigmund Davíð afsökunar á að hafa kallað hann tveggja ára offitusjúkling. Þórunn var ekki sátt og bíður eftir að Bubbi komi með alvöru afsökunar­ beiðni? Kári Stefánsson skrifaði tveimur sólarhringum eftir sína afsökunar beiðni: „Ég er þeirrar náttúru að ef ég sé tveggja ára feitan gutta í dulargervi fullorðins manns, hvort sem hann er hæst­ virtur forsætisráðherra eða Kári Stefánsson þá kem ég til með að segja frá því.“ Veðja á Kötu Júl Sá orðrómur gerist sífellt hávær­ ari að lykilmenn innan Samfylk­ ingar horfi til Katrínar Júlíusdóttur sem næsta for­ manns flokks­ ins. Herkænskan á bak við það að velja Katrínu er að í næstu kosn­ ingum muni stór hluti þess fylgis sem nú velur Pírata leita annað. Katrín er talin mun líklegri til að höfða til þessa fólks en Árni Páll. Sömu lykilmenn trúa því að þeir sem snúi baki við Píröt­ um í kjörklefanum leiti til vinstri þegar kemur að ákvörðun. Hvort sú grunnbreyta í plottinu er rétt kemur ekki í ljós fyrr en talið verður upp úr kjörkössunum. Píratarnir og málin tvö M aður reynir að koma auga á hvað það gæti verið sem myndi leiða til þess að Píratar missi fylgi. Ein er sú að þeim mistakist illi­ lega að raða upp á framboðslista. Að framboðslistarnir verði barasta mjög óálitlegir. Það gæti gerst. Pírat­ ar munu væntanlega reyna að hafa valið á framboðslista sem lýðræðis­ legast, þeir hafa verið varaðir við lukkuriddurum, kverúlöntum og einsmálsfólki. Kannski tekst þeim að sneiða framhjá því. En listauppstill­ ingin mun reyna á Píratana. Ungt fólk virðist ætla að kjósa Pírata í stórum stíl, en líklegt er að fylgi þeirra sem eldri eru hverfi að einhverju leyti aftur á gamlar slóð­ ir. Samfylkingin ætti að geta endur­ heimt eitthvað af fylginu nema hún sé alveg heillum horfin – og Fram­ sókn er þekkt fyrir að sveifla sér upp í kosningum. Það eru gömul sann­ indi að ekki er alltaf mikið að marka skoðanakannanir á miðju kjör­ tímabili. En fylgisaukningin hefur verið stöðug í næstum ár. Svo eru það stefnumálin – jú, og framkvæmd stefnunnar. Birgitta Jónsdóttir hefur verið ótrauð að lýsa því yfir að Píratar vilji að næsta kjör­ tímabil – þar sem þeir komast hugs­ anlega til valda – verði stutt. Á lands­ fundi Pírata í ágúst síðastliðnum var samþykkt að það myndi snúast um tvö mál: Stjórnarskrána í útgáfu stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæða­ greiðslu um Evrópusambandið. Svo var greint frá samþykktinni eftir fundinn: Að næsta kjörtímabil verði stutt og þar á þinginu verði eingöngu til um- fjöllunar tvö mál; stjórnarskrármál- ið og aðildarumsóknin að Evrópu- sambandinu. Og þingið gangi út á það að samþykkja að færa þjóðinni þetta hvort tveggja; annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað varðar Evrópusambandsmálið og hins vegar að samþykkja nýja stjórnarskrá, sem sagt ný stjórnskipunarlög byggð á til- lögum stjórnlagaráðs. Við höldum að þetta sé aðalmálið hjá þjóðinni. Birgitta ítrekaði þetta varðandi stjórnarskrána í viðtali í sjónvarps­ þættinum Eyjunni á sunnudag. En nú er spurning hvort kjósendur kæra sig yfirleitt um að ganga til kosn­ inga upp á þau býti að þetta verði að­ almálin – og að kosið verði fljótt aftur? Og þingmennirnir sem verða kosn­ ir fyrir Pírata (þeir eru nú 3 en verða kannski 25), verða þeir til í að gefa sætin sín eftir jafnóðum aftur? Það gæti líka reynst býsna erfitt fyrir Píratana að útskýra þetta í kosn­ ingaumræðum: Tvö mál, stjórnarskrá og Evrópa. Hvorugt virkar eins og það sé ofarlega á listanum yfir forgangs­ mál kjósenda, að minnsta kosti ekki eins og sakir standa. Þetta misserið virkar a.m.k. eins og heilbrigðis­ og velferðarmál séu efst á baugi. n MynD KriStinn MAgnúSSon „Ungt fólk virðist ætla að kjósa Pírata í stórum stíl. Egill Helgason skrifar Af Eyjunni „Reyndar eru þessi orð síst til þess fallin að afla málstað hans fylgis. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Marpól ehf. • Nýbýlavegur 18, Dalbrekkumegin • 200 Kópavogur Sími: 660 1942 • marpol.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.