Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Side 18
Vikublað 9.–11. febrúar 20162 Verkstæði og varahlutir - Kynningarblað Kostnaður við framrúðuviðgerðir er í höndum tryggingafélaga S igurður Eiríksson, eigandi Glerpró, hefur starfað við framrúðuviðgerðir – og skipti – síðan 1994 og starfsmenn fyrirtækisins búa að mikilli reynslu. Glerpró þjónustar bíla af öll- um stærðum og gerðum en oftast fæst það við stóra bíla og rútur. Sigurður segir ástæðuna fyrir því vera að hinn almenni bíleigandi átti sig oft ekki á því að hægt er að gera við skemmd- ir í rúðum honum að kostnaðar- lausu. „Oft þarf líka að skipta út rúð- um og ekki hvað síst þegar skemmdir eru í sjónlínu ökumanns. Það fer eftir eðli skemmdarinnar en sumar þeirra hverfa fullkomlega eftir viðgerðina. Framrúðuviðgerðir eru vandasamt verk en við leggjum metnað okkar í að vinna hratt og örugglega.“ Hröð og skilvirk þjónusta Það líður yfirleitt ekki nema um klukkustund frá því að bílinn kemur til viðgerðar hjá Glerpró þangað til hann er tilbúinn. „Það er pöntunarkerfi fyrir bílrúðuviðgerðir á heimasíðu Glerpró, glerpro.is, og þar er tengill þar sem viðskiptavinurinn skráir bílnúmer bif- reiðarinnar og símanúmer sitt og hef- ur fyrirtækið samband við viðkom- andi. Það er einnig hægt að hringja og panta tíma í síma 776-8600 eða senda póst á glerpro@gmail.com. Fólk getur líka komið við hjá Glerpró að Hyrjar- höfða 2 því yfirleitt er farið beint í verkið.“ Algengt að rúður springi út frá skemmdum Sigurður ítrekar að farsælast sé að við- gerð eigi sér stað áður en raki kemst í sprungur. „Það er tvöfalt gler í rúðun- um og öryggisfilma liggur á milli glerj- anna. Ef raki kemst í hana getur hún gránað og þá verður grár blettur eftir í rúðunni sem næst ekki úr. Það er þó hægt að setja svokallaðan rúðu- plástur á skemmdina til þess að koma í veg fyrir að óhreinindi og vatn kom- ist í hana. Það er líka vert að hafa í huga að rúðuskemmdir þola illa hita- breytingar og algengt er að rúður springi út frá skemmdum,“ segir Sig- urður. Mikilvægt að mæta strax ef sprunga myndast „Rúðuviðgerðir eru bíleigendum að kostnaðarlausu þar sem kostnað- urinn er alfarið á ábyrgð trygginga- félaganna. Best er að koma í rúðu- viðgerð um leið og sprunga kemur á rúðuna. Við getum þó alveg gert við gamlar skemmdir líka en þá er sú hætta fyrir hendi að vatn eða óhreinindi hafi komist í skemmd- ina og það næst aldrei alveg úr. En það er þó hægt að lagfæra meirihluta skemmda sem koma í rúður,“ segir Sigurður að lokum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.