Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Qupperneq 21
Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Kynningarblað - Verkstæði og varahlutir 5
Bílson: Sami eigandi
verkstæðisins frá upphafi
B
ílson verkstæðið var stofnað
1984 í 80 fermetra húsnæði
við Langholtsveg. Rekstur-
inn var svo fluttur að Ár-
múla 15 árið 1990. Þar voru
stækkunarmöguleikar fyrir hendi
og voru þeir nýttir. Árið 2012 var
fyrirtækið búið að sprengja utan
af sér húsnæðið enn eina ferðina
og var því fjárfest í nýrri glæsilegri
byggingu að Kletthálsi 9. Verkstæðið
er enn í höndum sama eiganda,
Bjarka Harðarsonar.
Farsælt samstarf við Heklu
Árið 1991 var gerður þjónustu-
samningur við Heklu um þjónustu
við þeirra vörumerki í bílageiran-
um. Það samstarf hefur verið mjög
farsælt í gegnum tíðina. Bílson
stenst staðla framleiðenda, sem eru
mjög stífir og byggja alfarið á ISO
stöðlunum. Þessir staðlar byggja á
kröfum um aðbúnað, aðkomu, hús-
næði, fyrirkomulag, endurmenntun
starfsfólks, uppruna varahluta, rekj-
anleika, ábyrgðarviðgerðir, tækja-
búnað, tækniupplýsingar og margt
fleira. Vottun Bílgreinasambandsins
er hluti af þessum stöðlum. Hags-
munir viðskiptavina eru tryggðir í
samstarfi BGS og FÍB.
Beintengdir við gagnabanka
Volkswagen og Skoda
Bílson verkstæðið býr við mikla að-
greiningu gagnvart samkeppnisað-
ilum á bílamarkaðnum. „Við erum
beintengdir við gagnabanka bæði
Volkswagen og Skoda. Það þýðir að
við höfum aðgang að og erum sam-
herjar allra þjónustuaðila í heim-
inum sem eru beintengdir þessum
vörumerkjum. Það er sameiginleg-
ur gagnabanki, þar sem menn setja
inn upplýsingar um flókin við-
fangsefni. Það er því ekki alltaf ver-
ið að finna upp hjólið,“ segir Bjarki.
„Bilunin getur verið þekkt hin-
um megin á hnettinum og þá sjá-
um við hliðstæðuna við okkar við-
fangsefni hverju sinni. Þetta sparar
oft mikinn tíma, þannig að flóknar
greiningar fá oft skjóta niðurstöðu.
Við upplifum oft að aðilar eru að
kóðalesa allar tegundir bíla. Þeir
geta fengið upplýsingar úr þessum
lestri á hvaða skynjurum er bilun,“
bætir hann við. „Þá rjúka menn til
og skipta út íhlutum sem jafnvel eru
í lagi. Orsökin getur verið að vélar-
stjórnboxið kallar eftir uppfærslu,
líkt og þegar slökkt er á heimilistölv-
unni á kvöldin. Svona uppfærslu
þarf að framkvæma „online“ beint
inn á framleiðandann,“ segir Bjarki.
Bílson verkstæðið er eina verk-
stæðið í Reykjavík, fyrir utan Heklu,
sem er beintengt Volkswagen og
Skoda. „Við erum alltaf með nýju-
stu tækniupplýsingar uppfærðar.
Greinin skiptist í raun orðið í tvennt.
Annars vegar er hinn hefðbundni
bifvélavirki og hins vegar tækni-
maður. Þekking og reynsla er það
mikilvægasta í okkar grein,“ segir
Bjarki.
Viðskiptavinurinn er í öndvegi
„Við sinnum einnig ábyrgðarvið-
gerðum á þessum vörumerkjum.
Helstu viðfangsefni okkar eru allt
sem viðkemur öðru en body-við-
gerðum. Smurning, bremsuviðgerð-
ir, undirvagn, vélar, gírkassar og svo
auðvitað rafmagnsviðgerðir,“ segir
Bjarki. „Það síðastnefnda er mjög
stór þáttur í okkar vinnu. Við erum
með sérstaka forgreiningu, þar sem
bíllinn er skoðaður áður en gengið
er til verks. Þá er hægt að áætla um-
fang verksins betur fyrirfram,“ bætir
hann við. Starfsmenn á Bílson verk-
stæðinu eru 18 í dag. „Margir þeirra
luku námi hjá Bílson og starfa hjá
okkur enn. Sá sem hefur vinninginn
í þeim efnum hefur verið hjá okkur í
24 ár. Hópurinn er samsettur af bæði
eldri og yngri reynsluboltum. Það er
oft mikið fjör í vinnunni. Mjög lítil
starfsmannavelta hefur fylgt okk-
ur í gegnum langa tíð,“ segir Bjarki.
Bílson er staðsett að Kletthálsi 9, á
bak við bílasölurnar. Bjarkir segir:
„Við leitumst við að hafa viðskipta-
vininn í öndvegi. Það er oft gaman
að sjá, þegar viðskiptavinir eignast
aftur Heklubíl; þá koma þeir aftur.“
Opið er frá 07.45 til 17.00 mánud.–
fimmtud. og til kl.16.00 á föstudög-
um. n
Rótgróið og reynslumikið fyrirtæki
A
tli Vilhjálmsson hefur
rekið verkstæðið Betri bíl-
ar síðan í október 2008 en
það var upphaflega stofn-
að í maí 1991. Atli segir
að því sé um reynslumikið og rót-
gróið fyrirtæki að ræða. „Við sér-
hæfum okkur í að þjónusta bíla
frá Heklu,“ segir Atli, en það eru
Mitsubishi, Volkswagen og Skoda.
Það reynist langódýrast fyrir fólk
að leita til verkstæða sem eru með
sérhæfingu því þá fer ekki dýrmæt-
ur tími í að leita sér upplýs-
inga og annað í þeim dúr,
sem getur reynst ansi
tímafrekt. „Við þurf-
um líka reglulega
að uppfæra þekk-
ingu okkar til þess
að vera í fullkomn-
um takti við tækn-
ina en það er bráð-
nauðsynlegt til þess
að stöðnun eigi sér
ekki stað. Hjá fyrir-
tækinu eru fimm starfs-
menn, hver öðrum hæfari
og reynslumeiri,“ segir Atli.
Mikil ánægja með þjónustuna
Betri bílar sinna einnig almennum
viðgerðum á öðrum tegundum hafi
starfsmenn viðeigandi þekkingu á
þeim og tækjabúnaður sé til staðar.
Eins og fram hefur komið hjá Atla
liggur sérhæfing Betri bíla í Mitsu-
bishi, Volkswagen og Skoda og eldri
Audi-bifreiðum og hefur verkstæðið
komið sér upp ákveðnum tækja-
búnaði, verkfærum og kunnáttu til
þess að geta þjónustað þær tegund-
ir sem best. „Við erum í Skeifunni
5, sem er alveg frábær staðsetning,
og margir viðskiptavinir okkar hafa
einmitt haft orð á því hversu hent-
ugt það er. Þeir hafa verið mjög
ánægðir með þjónustuna hér og því
að geta lagt bílana sína í traustar,
reyndar hendur,“ segir Atli.
Opnunartímar Betri bíla er sem
hér segir:
Mán–fim; 08.00–12.00
Mán–fim; 12.30–17.00
Föstudagur; 08.00–12.00
Föstudagur; 12.30–15.00 n
Atli Vilhjálmsson
eigandi Betra bíla