Fréttablaðið - 07.04.2017, Blaðsíða 2
Vinir njóta enn vinsælda
Fullt út úr dyrum Þættirnir um systkinin Ross, Monicu og hina vinina í New York njóta enn gríðarlegra vinsælda þótt þeir séu komnir svolítið til ára
sinna. Fullt var út úr dyrum þegar spurningakeppni um Vini fór fram á Lebowski bar í miðborg Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/Eyþór
Veður
Sunnan- og suðvestangola eða kaldi
með súld eða rigningu í dag en þurrt
að mestu austan til síðdegis. Gengur í
hvassa norðaustanátt með norður-
ströndinni og á Vestfjörðum í kvöld
með slyddu eða rigningu. sjá síðu 20
LögregLumáL Mennirnir tveir frá
Rúmeníu, sem lögreglan er nú að
rannsaka hvort séu fórnarlamb
mansals, gáfu sig fram við Rauða
krossinn strax við komuna til lands-
ins. Þeir bera því við að hafa orðið
fyrir ofbeldi í öðru landi þar sem
þeir voru gerðir út. Framburður
mannanna gefur tilefni til að lög-
regla rannsaki hvort ekki einungis
sé um vinnumansalsmál að ræða,
heldur einnig kynlífsmansal.
Mennirnir komu til landsins um
síðustu helgi frá ótilgreindu landi
innan Schengen-svæðisins og leit-
uðu á náðir Rauða krossins. Þeir
eru báðir á þrítugsaldri. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu hefur eng-
inn verið handtekinn vegna málsins
enn sem komið er en lögregla segir
að verið sé að reyna að sannreyna
sögu mannanna. Mennirnir hafi
ekki getað bent á það hver átti að
taka á móti þeim hér á landi.
„Í grunninn er grunur um mansal
en hvort það er nauðungarvinna
eða kynlífsmansal er ekki hægt að
staðfesta núna,“ segir Snorri Birgis-
son, sem fer fyrir mansalsteymi lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að sá sem átti að sækja mennina við
komuna til landsins hafi látið sjá sig
en mennirnir segja að þeir hafi látið
sig hverfa annað áður en til kynna
við viðkomandi kom.
„Þetta mál er bara alveg á frum-
stigi. Hverjir, hvar, hvenær og svo
framvegis. Við erum að meta frá-
sögn einstaklinganna.“
Undanfarin ár hefur lögreglan
haft í nógu að snúast við að rann-
saka vinnumansal en minna hefur
borið á rannsóknum vegna kyn-
lífsmansals. Fréttablaðið greindi
ítarlega frá rannsókn á vinnuman-
salsmáli innan Félags heyrnarlausra
á síðasta ári og mansals hjá undir-
fyrirtæki IceWear í Vík í Mýrdal.
Samkvæmt áætlun síðustu ríkis-
stjórnar gegn mansali á Íslandi er
mansal sagt vera hagnýting á ein-
staklingum í kynferðislegum til-
gangi, vinnuþrælkun eða refsiverð
hagnýting á líkama einstaklings til
dæmis með fíkniefnasmygli eða líf-
færasölu. Einstaklingar eða hópar
einstaklinga séu notaðir í ábata-
skyni með einum eða öðrum hætti.
snaeros@frettabladid.is
Rannsaka hvort neyða
átti mennina til kynlífs
Mennirnir komu til landsins með flugi um síðustu helgi. Heimildir Frétta-
blaðsins herma að þeir séu vegabréfslausir. Fréttablaðið/andri Marinó
Í grunninn er
grunur um mansal
en hvort það sé nauðungar-
vinna eða kynlífsmansal er
ekki hægt að staðfesta núna.
Snorri Birgisson
lögreglumaður
Framburður tveggja
manna á þrítugsaldri
frá Rúmeníu, sem komu
hingað til lands um síð-
ustu helgi, gefur tilefni
til að rannsaka hvort
þeir hafi verið gerðir út
í kynlífsmansal. Menn-
irnir greina frá ofbeldi
og kúgun í öðru landi.
Rannsókn lögreglu er
á frumstigi og enginn
hefur verið handtekinn.
PÁSKATILBOÐ
Vegna hagstæðs gengis og
tollalækkana þá lækkum við
verðin á grillum
Við lækkum verðin!
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
69.900
Grillbúðin
• 3 brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• PTS hitajöfnunarkerfi
• Kveiking í öllum tökkum
• Niðurfellanleg hliðarborð
• Tvöfalt einangrað lok
• Postulínsemaleruð efri grind
• Hitamælir
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Vönduð yfirbreiðsla fylgir
Niðurfellanleg
hliðarborð
• Afl 10,5 KW
Opið virka daga 11-18
Laugardag 11-16
Sunnudag 12-16
Nr. 12934
garðabær Samkomulag hefur náðst
milli ríkissjóðs og Garðabæjar um
að síðarnefndi aðilinn kaupi jörðina
Vífilsstaði. Um er að ræða alls 202
hektara sem er svæðið í kringum
Vífilsstaðaspítala, svæði austan
Vífilsstaða (Skyggnir), núverandi
golfvallarsvæði GKG, friðland í
Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og
Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli.
Kaupverðið nemur 558,6 millj-
ónum króna og byggir það á mati
á grunnverði landsins sem aðilar
stóðu sameiginlega að. Samningur-
inn gerir ráð fyrir að til viðbótar
grunnverði eigi ríkið rétt á 60%
hlutdeild í ábata af sölu byggingar-
réttar á svæðinu verði byggingar-
magn aukið umfram það sem gert
var ráð fyrir við verðmat landsins.
Undanskildar í samningnum eru
allar húseignir ríkisins á Vífilsstöð-
um en gerðir verða lóðarsamningar
um eignirnar. – jhh
Garðabær
fær Vífilsstaði
viðskipti Seðlabankinn ætlar að
kanna hvort stjórn Kaupþings stóð
eðlilega að upplýsingagjöf þegar
Seðlabankinn seldi bréf í Kaupþingi
fyrir 19 milljarða króna. Þetta segir
Seðlabankinn í tilefni frétta Frétta-
blaðsins af því að Seðlabankinn
hafi orðið af 4-6 milljörðum þegar
bréfin hækkuðu í virði um þriðjung
tveimur mánuðum eftir að bankinn
seldi þau. Sigurður Ingi Jóhannsson,
formaður Framsóknarflokksins,
spurði Bjarna Benediktsson forsætis-
ráðherra út í sölu bréfanna á Alþingi
í gær. „Er nýtt Borgunarmál í upp-
siglingu?“ spurði Sigurður Ingi. – jhh
Krefjast svara af
Kaupþingi
DómsmáL Ákæra á hendur Thomas
Møller Olsen, sem grunaður er um
að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur
bana, verður þingfest fyrir héraðs-
dómi á mánudag. Hann er ákærður
fyrir manndráp og stórfellt fíkni-
efnalagabrot.
Thomasi var birt ákæran í morg-
un. Gera má ráð fyrir að hann taki
formlega afstöðu til ákærunnar við
þingfestinguna á mánudag, en hann
hefur staðfastlega haldið fram sak-
leysi sínu við yfirheyrslur.
Thomas hefur sætt gæsluvarð-
haldi frá 18. janúar síðastliðnum,
eftir að hafa verið handtekinn í
aðgerðum sérsveitarinnar um borð
í togaranum Polar Nanoq. Hann er
vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði.
Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð
málsins fari fram fyrir sumarfrí
dómstólanna, sem hefst í júlí. – sks
Thomas Møller
fyrir héraðsdóm
Sigurður ingi Jóhannsson.
7 . a p r í L 2 0 1 7 F ö s t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð
0
7
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
0
-1
F
6
C
1
C
A
0
-1
E
3
0
1
C
A
0
-1
C
F
4
1
C
A
0
-1
B
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K