Fréttablaðið - 07.04.2017, Side 16
Handbolti „Það er alltaf gaman að
fá viðurkenningar fyrir það sem
maður er að gera en á endanum
snýst þetta allt um liðið,“ segir Ágúst
Birgisson, línumaður FH, sem var
kjörinn í úrvalslið Olís-deildar karla
í handbolta en bestu leikmennirnir
voru verðlaunaðir á kynningarfundi
HSÍ fyrir úrslitakeppnina í gær.
Ágúst var algjör lykilmaður í FH-
liðinu sem varð óvænt deildarmeist-
ari í fyrsta skipti í 25 ár. Fyrir utan
að binda saman vörn Hafnarfjarðar-
liðsins var hann fjórði markahæstur
hjá FH með 76 mörk.
„Það má segja að þetta sé mitt
besta tímabil á ferlinum,“ segir
Ágúst og fullyrðir að þó enginn hafi
búist við svona árangri hjá FH-lið-
inu stefndu leikmennirnir í hæstu
hæðir á tímabilinu.
„Við settum okkur markmið
í sumar því við vissum hvað við
gátum gert. Við höfðum alltaf trú
þótt tímabilið byrjaði brösuglega.
Við vissum að þetta myndi koma
þannig að við misstum aldrei
trúna.“
Sannaði fyrir sjálfum sér
Ágúst skipti úr Aftureldingu í FH
á miðju tímabili í fyrra en hann
komst aldrei að hjá strákunum í
kjúklingabænum. Það gerði ekk-
ert nema gott fyrir Ágúst að skipta
um umhverfi, en hann er nú orðinn
einn besti línumaður deildarinnar.
Síðustu 18 mánuðir hafa snúið ferli
hans á rétta braut.
„Dóri [Halldór Jóhann Sigfússon,
þjálfari FH, innsk. blm.] sá eitthvað
í mér. Ég fékk tækifæri hjá honum til
að byrja á núlli fannst mér. Það var
mikilvægt fyrir mig sjálfan að sýna
og sanna það fyrir mér og öðrum
að ég gæti eitthvað í handbolta
því mig langar til að geta eitthvað
í handbolta. Ég fékk tíma og traust
hjá FH til að byrja upp á nýtt fannst
mér,“ segir Ágúst sem var orðinn
vel þreyttur á fáum tækifærum hjá
Einari Andra Einarssyni, þjálfara
Aftureldingar.
„Mér fannst ég ekki fá tækifæri.
Þegar ég var hjá Aftureldingu var
ég að berjast um stöðuna við Pétur
Júníusson sem er auðvitað frábær
leikmaður. Hann fékk sénsinn hjá
Einari Andra á undan mér og það er
ekkert að því enda var Pétur að spila
frábærlega. Ég fékk samt aldrei séns-
inn. Kannski passaði ég bara ekki
inn í spilið hjá Einari, hver veit?“
Stærri en gamli „Ísskápurinn“
Ágúst hefur ekki langt að sækja
hæfileikana á línunni. Faðir hans er
einn besti línumaður efstu deildar
frá upphafi, Birgir Sigurðsson, fyrr-
verandi leikmaður Víkings.
„Ég er með tvo þjálfara; einn
heima og einn í salnum,“ segir
Ágúst og hlær. „Ég leita mikið til
pabba og við förum yfir það góða
og slæma. Hann bendir mér á rétta
hluti og segir mér til. Ég hlusta svo
stundum og stundum ekki. Maður
getur ekki tekið við öllu en maður
tekur það sem maður getur nýtt sér.
Hann getur stundum verið erfiður
en yfirleitt erum við bara góðir á því,
feðgarnir, og spjöllum.“
Birgir var og er algjört heljar-
menni og var kallaður „Ísskápurinn“
þegar hann var að spila. Er Ágúst
kominn með viðurnefni?
„Vallarþulurinn í Krikanum, sem
er sá besti á landinu, kallar mig
alltaf Ísskápinn eða Frystikistuna,“
segir Ágúst en þarf hann ekki að
vera litli ísskápurinn fyrst hann er
sonur upprunalega skápsins?
„Ég er stærri en hann. Það má ekki
gleyma því,“ segir Ágúst og hlær við
en er hann orðinn jafn sterkur og
faðir hans? „Ég næ því kannski einn
daginn. Kallinn er alveg hrikalegur,“
segir Ágúst Birgisson. tomas@365.is
Ekki litli „Ísskápurinn“
Ágúst Birgisson hefur átt frábæra 18 mánuði síðan hann skipti úr Aftureldingu í
FH í fyrra. Hann toppaði gott tímabil með sæti í úrvalsliði ársins.
Ágúst Birgisson hefur á hálfu öðru ári farið úr því að vera varamaður í Aftur-
eldingu í það að vera í úrvalsliði Olís-deildarinnar. FréttABlAðið/AntOn Brink
Ég er með tvo
þjálfara; einn heima
og einn í salnum.
Ágúst Birgisson
112
Ágúst er búinn að skora 112
mörk í 36 deildarleikjum
fyrir FH.
365.isMARGFALT SKEMMTILEGRI
MEIRI HRAÐI, SKARPARI MYND, BETRA VIÐMÓT
APPLE TV 4 Á 0 KR.
Við hjá 365 leggjum metnað í að þú njótir fyrsta flokks skemmtunar
á sem bestan hátt. Með 365 sjónvarp á Apple TV færðu meiri hraða,
skarpari mynd og enn betra viðmót í sjónvarpi framtíðarinnar.
Nú getur þú fengið þér Apple TV 4 með áskrift að efni frá
365 og sparað tugi þúsunda því við bjóðum þér Apple TV á 0
krónur með 12 mánaða áskrift að völdum pökkum 365.
Tilboðið gildir með völdum
sjónvarpspökkum 365 til
28. apríl 2017.
Í samstarfi við Epli og Valitor
Tilboð gildir til 28. apríl
Íslensk valmynd
og tímaflakk.
Nánar á 365.is eða í síma 1817.
7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S t U d a G U r16 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
0
7
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
0
-2
9
4
C
1
C
A
0
-2
8
1
0
1
C
A
0
-2
6
D
4
1
C
A
0
-2
5
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K