Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2017, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.04.2017, Qupperneq 22
bólur eru oftast hormónatengdar. Það sést best sé litið til sjúkdóma sem valda hækkun karlhormóna svo sem fjölblöðrueggjastokks- heilkennisins (polycystic ovary syndrome). Mánaðarlegar sveiflur í hormónum tíðahringsins skipta máli fyrir myndun þrymlabóla því allt að 85 prósent fullorðinna kvenna með þrymlabólur versna dagana fyrir blæðingar. Rannsókn hefur sýnt þessa versnun vera mun algengari hjá konum yfir þrítugt borið saman við yngri konur. Það er oft óljóst hvað veldur því að konur geti fengið þrymlabólur í fyrsta sinn komnar yfir þrítugt eða fái þá aftur bólumyndun á þessum aldri eða síðar,“ útskýrir hann. Bólur með tíðahvörfum „Sýnt hefur verið fram á að styrkur karlhormóna sé hærri hjá konum með þrymlabólur í kringum tíða- hvörf borið saman við konur án þrymlabóla þó báðir hóparnir hafi styrk karlhormóna innan eðli- legra marka. Við fall estrógens hjá konum við tíðahvörf er mögulegt að myndist óhagstætt hlutfall milli þessara hormóna sem getur leitt til aukinnar fituframleiðslu kirtlanna og þar með myndunar þrymla- bóla. Annar stór áhættuþáttur fyrir utan hormóna er olía í vörum svo sem snyrtivörum sem bornar eru á svæði þar sem þrymlabólur myndast. Vinna með olíur svo sem í eldhúsi getur einnig leitt til bólu- myndunar. Það er mjög óalgengt að lyf sem ekki eru hormónalyf valdi sjúkdómnum. Menn hafa velt fyrir sér mögulegri áhættu af þáttum svo sem mataræði, álagi, erfðum og tóbaksnotkun en niðurstöður eru oft misvísandi milli rannsókna,“ upplýsir Bolli og bendir á að aðal- atriðið fyrir konur í kringum tíða- hvörf sé að forðast útvortis vörur sem innihaldi olíu svo sem sumar snyrtivörur. „Framleiðendur sem álíta sínar vörur ekki hafa áhrif á bólumyndun merkja þær stundum með „non-comedogenic“ eða „non-acne genic“.“ Lækning getur hjálpað Ef vandamálið er algengt getur verið nauðsynlegt að leita læknis. Bolli segir að kanna þurfi húðgerð, notkun á snyrtivörum og horm- ónagetnaðarvörn sé hún til staðar. „Mjög margar gerðir þrymlabóla eru til sem þarf að greina á milli. Sjúkdómurinn getur verið allt frá því að valda eingöngu fílapenslum upp í að geta valdið aumum öramyndandi bólgukýlum. Með- ferðir eru einstaklingsbundnar og miða einnig alltaf að því að aftra öramyndun,“ segir hann. „Fílapenslar eru stíflaðir fitu- tappar í kirtilopum fitukirtla sem geta verið svartir eða hvítir. Séu þeir áberandi eru oft notuð útvortis lyf sem brjóta niður keratín í efsta lagi húðþekjunnar en við það losna tapparnir út og flæði fitu út úr kirtl- unum verður aftur eðlilegt. Séu þeir á háu stigi kemur innvortis lyfja- meðferð til greina til að draga úr myndun fitu í kirtlunum. Lyfjameð- ferðir við bólum geta verið allt frá útvortis bakteríudrepandi kremum upp í margs kyns innvortis lyf eða blanda af hvoru tveggja.“ Lasermeðferð Bolli segist stundum beita laser- meðferð gegn bólum. „Með- ferðin byggir á gjöf ljóss til yfirborðs húðarinnar sem eyðir porfýríni sem bakterían Propionibacterium acnes þarf til að dafna. Bakterían er álitin mikilvægur þáttur í myndun bólanna. Við útstæðum örum er stundum beitt lyfjainnspýtingum og frystingum sem stundum er fylgt eftir með lasermeðferð gegn roða í örunum. Við innstæðum örum er oft beitt lasermeðferð til að hækka þau upp og fjarlægja lit. Þessar lasermeðfeðir eru háðar eftirliti læknis samkvæmt reglugerð velferðarráðuneytisins eins og á öðrum Norðurlöndum.“ Samkvæmt banda- rískri rannsókn hafa 26,3% kvenna á aldrinum 40-49 ára svokallaðar þrymlabólur og 5,3% kvenna eftir fimmtugt. Af þessu má sjá að bólur eru nokkuð algengar þótt konur séu komnar af táningsaldri. Elín Albertsdóttir elin@365.is Bólur í andliti eru hvimleiðar en ýmislegt er hægt að gera til að losna við þær. Innfallin ör í andliti eftir bólur. Hægt er að milda slík ör til mikilla muna. Dr. Bolli Bjarnason, húð- og kynsjúk- dómalæknir hjá Útlitslækningu. Hvers vegna fá konur sem komnar eru yfir fertugt bólur eins og unglingar? Dr. Bolli Bjarnason, húð- og kynsjúkdóma- læknir hjá Útlitslækningu, segir að samkvæmt bandarískri rannsókn hafi 26,3 prósent kvenna á aldrinum 40-49 ára svokallaðar þrymlabólur og 5,3 prósent kvenna eftir fimm- tugt. Sama rannsókn sýnir að 50,9 prósent kvenna á aldrinum 20-29 ára hafa þrymlabólur og 35,2 pró- sent á milli 30-39 ára. Af þessu má sjá að bólur eru nokkuð algengar þótt konur séu komnar af tánings- aldri. Margs kyns bólumyndun er til í andliti fyrir utan þrymlabólur. Má þar nefna rósroða eða sýkingar af völdum baktería í umhverfinu. Einnig eru til sérstakir sjúkdómar sem mynda bólur annaðhvort í kringum munn eða augu. Tengt hormónum Bolli var spurður hvort þrymla- bólur gætu tengst hormónum og svarar hann því játandi. „Þrymla- Þess vegna fá eldri konur bólur Það eru ekki bara táningar sem fá bólur í andlit. Konur sem eru komnar yfir miðjan aldur fá líka bólur sem þær eru að vonum afar ósáttar með. Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS ....................................... www.bjornsbakari.is TILBOÐ Í APRÍL ÖLL BRAUÐ Á 500 KR. Gríptu lyfin á leiðinni heim Apótek Garðarbæjar í alfaraleið Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 7 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 0 -6 4 8 C 1 C A 0 -6 3 5 0 1 C A 0 -6 2 1 4 1 C A 0 -6 0 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.