Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 10
MYND 1. Spólunýra. við sellofanhimnuna, en hinum megin sérstaklega blandaður vökvi, baðvökvi. Baðbökvinn er blandaður, áður en dialysa hefst. Blanda þessi er gerð úr glucos- um monohydras, natrii acetas, natrii chloridum, magnesium klorid, calcium klorid og kalium klorid. Efnum þessum er bland- að í venjulegt vatn. Þetta eru efni, sem hugsanlega gætu far- ið úr blóðinu. Með því að hafa þessi blöndu helzt jafnvægi, þannig að sjúklingurinn missír ekkert nema úrgangsefnin úr blóðinu. 1 gervinýra er líka hægt að taka vökva af sjúklingnum með svokallaðri ultrafiltration, allt að 5-6 lítrum í meðferð. Sé framkallaður vökvaþrýstings- munur milli blóðs og baðvökva, síast vatn gegnum himnuna und- an þrýstingshallanum. Þetta er notað við sjúklinga með hjarta- bilun, sem hafa mikinn bjúg. Ýmsar gerðir eru til af blóð- síum. Algengastar eru tvær gerðir, spólunýra og plötunýra (sjá mynd 1 og 2). I spólunýra eru tveir uppvafðir sellofan- hólkar, og utan um þá er vafið plastefni til að halda þeim sam- an. Blóðið er inni í þessum hólk- um, og leikur baðvökvinn um spóluna. Plötunýra byggist á því, að plastplötum og sellofan- himnum er þjappað saman til skiptis. Blóð rennur miili tveggja sellofanhimna og bað- vökvi sitt hvorum megin við í rásum, sem gerðar eru í plast- plöturnar. 1 hverri dialysu er notað mik- ið magn af baðvökva, um 250 lítrar. Vökvinn rennur í slöng- um inn í vélina, þar sem hann er hitaður í líkamshita og dæl- ist svo eftir margbrotnu dælu- kerfi út í síuna. Það er því allt- af stöðugt rennsli af baðvökva gegnum síuna, jafnframt blóð- inu. Eftir að baðvökvinn hefur farið gegnum síuna og tekið við úrgangsefnunum, er honum dæit út úr vélinni. Á sama hátt fer blóðið hreinna'úr síunni og inn í sjúklinginn aftur. Þessi hreinsun tekur um 6-7 tíma í einu, það er þó mismun- andi, bæði eftir gerð síanna og ástandi sjúklings. Miðað er við, að sjúklingur komi tvisvar í viku í þessa meðferð. Þá er komið að því að lýsa sambandi sjúklingsins við véí- ina. Á sjúklinginn er útbúið svo- kallað „shunt“ (sjá mynd 3). Það byggist á því, að smárör úr efni, sem er lítt vefjaertandi, teflon, eru tengd slaglæð og biá- æð í handlegg eða fótlegg. Slöngur úr selastik efni eru svo festar við teflonið, leiddar út á yfirborðið og tengdar saman þar, þegar sjúklingurinn er ekki í blóðsíun. Stöðugt blóðrennsii er í slöngunum, og fylgist sjúki- ingurinn sjálfur með rennslinu, milli þess sem hann cr í hreins- uninni. Slíkt „shunt“ getur enzt mánuðum saman, jafnvel heilt ár, ef ekkert kemur fyrir. Þetta er amerísk uppfinning frá ár- inu 1960. Nú nýlega er farið að nota annars konar tengingu, sem er þannig, að búinn er til arterio- venös samgangur, fistula, á út- lim. Þá víkkar bláæðin að mun, og er þá stungið í æðina í hvert skipti. Sjúklingurinn er þá laus við allar umbúðir, milli þess sem hann er í gervinýra. Þegar blóo- síun hefst, eru slöngur tengd- ar milli „shunts" sjúklingshis og blóðsíunnar, þannig að blóð- ið streymir úr slagæð inn í si- una og skilar sér jafnóðum inn um bláæð aftur. Fylgjast þarf vel með sjúkl- ingnum, meðan hreinsunin fer 126 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.