Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 14
Baldur Jolinsen. Þetta er upphaf greinar dr. med. Baldurs Johnsen D. P . H., forstöðumanns heilbrigðiseftir- lits ríkisins, en vegna lengdar greinarinnar bíður niðurlag henncir birtingar í næsta tölu- blaði tímaritsins. FYItRI IIM TI TíAnl fyrirburAnrfwAiu^ii. Þegar ég var að vinna að rann- sókn á dánarorsökum nýfæddra barna (0-7 daga) og andvana fæddra barna (perinatal morta- lity) (3), kom í ljós að 71% þeirra, sem dóu á fyrstu vik- unni, voru fyrirburðir, en ef andvana fæddir voru taldir með í heildaryfirliti, reyndust 60% þeirra, sem létust rétt fyrir eða rétt eftir fæðingu, vera úr hópi fyrirburða. Þetta er svipað því, sem gerist með öðrum þjóðum (1, 13, 5). Þess vegna má ætla og er raunar viðurkennt, að fæðing fyrir tíma sé meðverk- andi dánarorsök meirihluta þeirra barna, sem deyja fyrir, í eða rétt eftir fæðingu. Það þótti því full ástæða til að kanna tíðni fyrirburðarfæðinga hér á landi, m. a. til þess að geta bor- ið hana saman við önnur lönd. Ég mun því hér fyrst segja nokkuð frá rannsóknum á fyrir- burðarfæðingum í öðrum lönd- um, en síðar segja frá skoðun- um manna á orsökum þeirra. (Síðari hluti). TíAnl fyrirburAarfwAiiiga aim- ars slaAar. Samkvæmt skýrslum ljós- FYRIRB URÐARFÆÐINGAR Á ÍSLANDI mæðra á Norðurlöndum (5) eru fyrirburðarfæðingar þar 3.9- 5.5%, lægst í Svíþjóð, en hæst í Danmörku og Noregi (14, 15, 16). Hvarvetna eru tölurnar hærri í þéttbýlinu en í sveitun- um, t. d. allt að 9% í Kaup- mannahöfn (1957-1959), 7.9% í Árósum og 8% í Álaborg (5). í Englandi eru fyrirburðar- fæðingar árið 1964-1965 taldar 6% fæddra (17). Menkhaus (18) taldi tíðni fyrirburða sam- kvæmt heimildarkönnun vera 3 -12% fæddra og mætti rekja mismuninn til mismunandi matsaðferða. Hvcrjir cru fvrirburAir? 1 áðurgreindum niðurstöðum um tíðni fyrirburða í ýmsum löndum er alls staðar miðað við sem efri þyngdarmörk 2500 g, en þau hafa þótt hentug til við- miðunar (20), einkum til þess að fá heildar-samanburðaryfir- lit. Aftur á móti er gildi þess- ara mælikvarða mjög takmark- að og er jafnvel villandi, ef meta á einstök tilfelli (21). Til þess að meta fyrirburði, hafa ýmis „þroskamerki“ verið notuð auk þyngdar, svo sem lík- amslengd, höfuðmál, háralag, vöxtur fingurnagla, iljalínur, þroski kynfæra, hjartsláttur og andardráttur og síðast, en ekki sízt lífshorfur. Þegar þessi raunverulegu þroskamerki hafa verið borin saman við þyngdina annars veg- ar og uppgefinn meðgöngutíma hins vegar, hefur komið í ljós, að meðgöngutíminn, þótt stund- um sé óábyggilegur, verði þó betri mælikvarði á raunveru- legan þroska heldur en þyngdin, sé þyngdin ein notuð. Það er því talið, að u. þ. b. % hluti þeirra, sem taldir eru ófullburða, eða fyrirburðir miðað við þyngdina 2500 g, sé raunverulega full- burða, og öfugt (5). Þau almennu þroskamerki, sem minnzt var á hér að ofan, hafa lengi verið notuð sem mæli- kvarði á fyrirburði, en 2500 g þyngdin hefur lengi verið við- urkennd sem efri mörk fyrir- burða. Neðri mörkin hafa aftur á móti verið allmikið á reiki og þá um leið, hvað telja skyldi lif- andi fædd börn, hvað andvana fædd og hvað fósturlát. Lengi munu neðri mörkin hafa verið 1400 g, þannig að barn af þeirri þyngd eða minna yrði aðeins skráð, ef það „lifði af“, annars var um að ræða fóst- urlát. Þetta „lifði af“ táknaði oftast: kæmist upp, eða lifði af a. m. k. fyrstu vikuna. En með- al ljósmæðra og lækna mun þó oft hafa verið lagt misjafnt mat á þetta, stundum „lifði af“ fyrsta sólarhringinn, fyrsta dag- inn eða fyrsta klukkutímann o. s. frv. Þegar þannig er skráð, koma auðvitað færri börn í fyrirburð- ai’flokkinn, en fleiri í fósturlát og þannig verður dánartala ung- barna, ég tala nú ekki um „per- inatal mortality“, mun lægri í því landi eða landshluta, þar sem slík greining er viðhöfð. Til þess að auðvelda saman- burð á milli landa og landshluta 130 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.