Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 12
TANNVERND
Guðrún Gísladóttir.
Gubrún Gísladóttir tannlæknir
lauk framhaldsnámi í Bandct-
ríkjunum 1965 í þeirri grein
tannlækninga, sem nefnd er
PERIODONTIA, og starfar
eingöngu í þeirri grein tann-
lækninga. Erindi þetta var flutt
á tannverndaí'viku TFÍ í sumar.
Með þróun læknavísinda og
rannsókna síðustu ára stefna
allar heilbrigðisstéttir í ríkara
mæli en áður að sameiginlegu
marki, sem einu nafni nefnast
heilsuvernd.
Heilsuvernd er: 1) Fyrir-
bygging sjúkdóma. 2) Leitun og
greining sjúkdóma á byrjunar-
stigi og um leið að koma í veg
fyrir útbreiðslu þeirra. 3) Eft-
irmeðferð, og er þá haft eftir-
lit með ástandi einstaklingsins
til þess að tryggja varanlega
heilsu hans.
Kjörorð tannlæknis nútímans
er „tannvernd“. Er hún einn
þáttur heilsuverndar.
Almennt gera menn sér grein
fyrir þýðingu tannanna sjálfra
og þeirri nauðsyn að varðveita
þær. Meira hefur verið rætt um
tennurnar í heild, en því mið-
ur minna um umhverfi þeirra,
en það eru stoðvefir tanna.
Tennurnar eru ekki einungis
til prýði og sjálfsöryggis, þær
eru nauðsynlegar við hljóð-
myndun í tali og við tyggingu
fæðunnar. Einnig halda þær
uppi jafnvægi milli þeirra
vöðva, sem tengja fjölmörg bein
höfuðkúpunnar og þá fyrst og
fremst efri og neðri kjálkabein
annars vegar og efstu liði
hryggsúlunnar hins vegar.
Tennur eru líffæri, sem fá
næringu sína með blóði líkam-
ans eins og önnur líffæri hans.
Til þess að tennur geti gegnt
því hlutverki, sem þeim er ætl-
að, og þær geti lifað, eru þær
háðar umhverfi sínu.
Stoðvefjum tanna má skipta
í mjúka og harða vefi. Mjúkir
vefir eru tannhold, munnslím-
húð, ásamt vöðvafestingum.
Harðir vefir eru kjálkabein, sem
má skipta í þétt bein og frauð-
bein.
Festing tannanna í kjálka-
beinum er á þann veg, að tann-
rótin liggur ofan í beinholu og
frá rótinni liggja bandvefsþræð-
ir, sem festast við rótina ann-
ars vegar og við tannhold og
bein hins vegar. Sakir þessa
fyrirkomulags getur tönnin tek-
ið við því álagi, sem hún fær
við tygginguna.
Allir sjúkdómar, sem fyrir
geta komið í mannslíkamanum,
geta einnig komið fram í munn-
holi og þá einnig í stoðvefjum
tanna, því að við getum ekki
útilokað munninn frá öðrum
hlutum líkamans. Þá geta bakt-
eríur borizt frá umhverfi tanna
með blóðinu til annarra líffæra
líkamans og valdið sjúkdómum
þar, og eru þeir algengastir í
liðum, nýrnahettum og hjarta-
lokum.
Algengasti sjúkdómur í um-
hverfi tannanna er tannholds-
bólgan. Orsök hennar er fyrst
og fremst bakteríur. Ef matar-
leifar fá að vera í friði á mörk-
um tannholds og tannrótar,
myndast smátt og smátt þykkar
skánir, sem bakteríur taka sér
bólfestu í. Þar geta þær bæði
myndað sýrur, sem leysa upp
glerung tannanna, og gefið frá
sér eiturverkandi efni, með þeim
afleiðingum, að bandvefsþræð-
irnir, sem festa tönnina, þrútna
og slitna frá rótinni og nærliggj -
andi tannholdi og beini. Þá
myndast pokar, sem eru gróðr-
arstíur fyrir bakteríur, gröftur
vellur út úr þeim, beinið leys-
ist upp og hverfur. Tönnin losn-
ar meir og meir, unz hún fellur
burt. Oft verður útfelling málm-
salta í skánunum, sem þá nefn-
ist tannsteinn. Fyrstu einkenni
tannholdsbólgunnar eru blæð-
ing úr tannholdi við tannburst-
un. Tannholdið verður rautt og
þrútið. Þó ber ekki alltaf á þess-
um einkennum, og er það mjög
athyglisvert, að bólgan getur
breiðzt út, án þess að verkur
eða sársauki komi til, en það er
einmitt ástæðan fyrir því, að
sjúkdómurinn heldur áfram án
vitundar sjúklingsins.
Mest ber á tannlosi eftir 35
ára aldur, og er því tannmissir
efri ára mun algengari af völd-
um tannholdsbólgu en tann-
skemmda. Þó má finna byrjun-
arstig tannholdsbólgu á öllum
aldri, jafnvel í ungbörnum og
einnig á kynþroskaaldri.
Ýmsar aðrar orsakir má
128 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS