Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 3
Ingibjörg R. Magnúsdóttir.
ÚR DAGSINS ÖNN
Rætt við Ingibjörgu R. Magn-
úsdóttur, deildarstjóra í heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu.
RlTSTJÓRNIN óskar þér heilla í
hinu nýja starfi og þakkar þér
alla þá aðstoð, sem þú hefur
veitt tímaritinu fyrr og síðar.
Hvemig leggst í þig að vera
komin frá höfuðborg Norður-
lands, Akureyri, til að starfa hér
i Reykjavík?
Það voru viðbrigði í fyrstu.
Starf mitt á sjúkrahúsinu fyrir
norðan var yfirgripsmikið og
erfitt á margan hátt, en ég átti
því láni að fagna að vinna með
afbragðsfólki. Sjúkrahúsið var
ekki bara stofnun, það var stórt
heimili, þar sem allir lögðu sig
fram við að lækna og hlúa að,
byggj a upp og bæta, nótt sem
dag, hátíðisdaga sem aðra daga.
Þar var aldrei hægt að loka,
hvorki í sumarleyfum né á há-
tíðum. Starfið var aldrei búið.
Að vísu voru ýmis verkefni að
baki, en alltaf miklu fleiri hálf-
unnin og óunnin.
Mér fannst hér í fyrstu, að
mig vantaði fleiri og meiri verk-
efni. Það var svolítið undarlegt
að hafa ekki heimavinnu og geta
sleppt áhyggjum af fólksráðn-
ingum og öðru brasi. En nú þarf
ég ekki að kvarta undan verk-
efnaskorti og kann prýðilega við
mig í alla staði. Og mér hefur
alltaf líkað vel að vera í Reykja-
vík.
Hver er aðdragandinn að
stofnun þessa starfs í heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneyt-
inu, og er að finna samsvarandi
störf á hinum Norðurlöndunum?
Það var Hjúkrunarfélag Is-
lands, sem hvatti til þess, að hér
yrði sérstakur fulltrúi, er færi
með þau málefni, er varða
hjúkrun og hjúkrunarfólk. Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið var stofnað 1. jan. 1970,
og vorið 1972 var auglýst eftir
hjúkrunarmenntuðum fulltrúa.
f samsvarandi ráðuneytum í
hinum Norðurlöndunum eru alls
staðar hjúkrunarkonur og í sum-
um þeirra þó nokkrar. En í fá-
mennu ráðuneyti í fámennu
landi þarf hver og einn starfs-
maður að sinna fleiri en einni
grein, og því eru hjúkrunarmál
hluti af þeim heilbrigðismálum,
er ég sinni, en ekki starfið allt.
Hverjir eru helztu málaflokk-
ar, sem heyra undir þetta starf?
Auk hjúkrunarmála eru það
málefni ýmissa annarra heil-
brigðisstétta, svo sem ljós-
mæðra, sjúkraliða, þroskaþjálfa
o. fl. Sjúkrahúsabyggingar,
heilsugæzlustöðvar og uppbygg-
ing þeirra, héraðshj úkrunar-
konur og þeirra störf, þetta eru
allt málefni, sem ég vinn að með
öðrum, innan ráðuneytisins og
utan þess.
Ýmiss konar nefndarstörfum
tek ég þátt í. Má þar nefna
skólanefnd Hjúkrunarskóla Is-
lands og nefnd hins nýja hjúkr-
unarskóla í Fossvogi, skóla-
nefnd Röntgentæknaskólans,
nefnd er vinnur að málefnum
vangefinna o. fl.
Hvaða hlutverki telur þú, að
þetta starf eigi að gegna?
Hér vinn ég sem og aðrir
starfsmenn ráðuneytisins að
heilbrigðismálum í heild, þótt
svo að ég sinni sumum mála-
flokkum meira en öðrum.
Þetta starf mitt er enn í mót-
un. Þekking mín og reynsla er
of einhliða. Svolítið hyggst ég
bæta úr því með því að fara í
kynnis- og námsferð til hinna
Norðurlandanna í vetur. Það
verður tveggja mánaða ferð, og
verð ég hálfan mánuð á hverj-
um stað, til að kynna mér störf
hjúkrunarmáladeilda innan
ráðuneytanna, svo og menntun
hjúkrunarkvenna - grunnnám
og framhaldsnám.
Hvert telur þú vera brýnasta
félagslegt verkefni Hjúkrunar-
félagsins ?
Við þurfum að eignast stofn-
un eða aðgang að stofnun, þar
sem hjúkrunarkonur geta bætt
við sig námi. Hér er mikill skort-
ur á hjúkrunarkonum með
TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS 119