Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 17
segja honum það, að þau eru til, en gefa honum enga full- nægjandi skynjun. Hverjar eru orsakirnar? Apoplexi, emboli, thrombosis, trauma, tumor o. fl., er ráðast á ríkjandi hemisferu heilans. Þessu fylgir nær alltaf hægri hemiplegi. Er akut fasinn er yfirunninn, neurologiskt, þannig að sjúkl- ingurinn er sjálfur fær um að vinna með, — byrjar málþjálf- unin, hægt og í stuttum lexíum, þ. e. sjúklingar þessir hafa afar lítið þol. Talmeinafræðingurinn verður að setja sig nákvæmlega inn í félags- og sjúkdómssögu sjúklingsins og hafa nána sam- vinnu við aðstandendur og lækna, ef árangur á að nást. En aðalsamvinnan er við ykk- ur, hjúkrunarliðið. Unz sjúk!- ingurinn er fær um að fá kennslu, reynir mikið á viðmót og viðbrögð hjúkrunarliðs, þ. e. þið eruð samband sjúklingsins við umheiminn. - Bregðizt því ekki. Talið sem mest við hann, jafnvel þótt hann geti ekki svar- að ykkur, forðið honum frá ein- angrun og munið, að hér er um að ræða fullorðna, sjálfstæða veru, sem við verðum að gera ráð fyrir að skilji allt, sem sagt er í kringum hana. Þess vegna ber að forðast að tala um ástand og útlit sjúklingsins inni í stof- unni, og gildir þetta um allt starfslið deildar. Aðstandendum er þegar bent á þetta atriði. Þjálfun þessara sjúklinga er oft löng og ströng, en hún er þakklátt starf. Eigi má segja við sjúkling: „Segðu þetta núna, þér gekk það svo vel í gær“, þar sem mikill dagamunur er á aphasisj úklingum og málið verð- ur enn stirðara, ef lagt er hart að þeim. Eins og áður er greint, fylgir afasiunni nær alltaf hægri hemi- plegi, en ekki aðeins það, — stundum er sjúklingi réttur blý- antur og honum sagt að skrifa óskir þær, sem hann hefur fram að færa. Þetta er dálítið tvíeggj- að, þ. e. oft tapast einnig eigin- leikinn til að lesa og skrifa og þarf þjálfunar við á ný. Gerið þetta því ekki, fyrr en búið er að prófa það af taugasérfræð- ingi, hvort sjúklingurinn hafi alexi og agrafi, - geti hvorki lesið né skrifað, — ef svo er, geymið blýantinn. Að sjúkrahússvist lokinni heldur aphasiþjálfunin áfram, sjúklingurinn er hér í tryggu umhverfi, þekkir þjálfarann og veit, að viðkomandi þekkir hans veiku hliðar. Mikils virði er að trúnaðartraust byggist milli þessara aðila, og verður starfið um leið ánægjulegt fyrir báða, þótt það kref j ist mikils af sj úkl- ingnum sjálfum, þolinmæði og þrautseigju, og verðum við að gera allt til að forðast, að hann verði haldinn þunglyndi. Aphasi er flókið fyrirbæri. Gangið því alltaf út frá því vísu, að sjúklingurinn skilji allt sem fram fer, - sé þegar komið fram við manneskjuna sem fullorðna, er miklum áfanga náð. LAnVXGECTOMEKAIIIIl 1 3. tölubl. þessa tímarits (’72) skrifaði Ólafur Bjarnason lækn- ir við HNE-deildina hér grein um barkakýlisskurð og radical neck dissection og ræðir þar með um annan sjúklingahóp, er ég nefndi fyrr í greininni, hina barkakýlislausu. Sjúklingar, er verða að ganga undir þessa aðgerð, fá að vita það fyrir, að þeir missi málið, eða réttara sagt, að þeir geti ekki beitt talfærunum að aðgerð lokinni. En annað er að fá þessa vitneskju eða reyna hana, er maður vaknar upp af svæfingu, ófær um að tjá sig. Eins og Ólafur minnist á, fá þessir sjúklingar fyrir aðgerð að heyra annan einstakling tala, er hefur gengið undir aðgerð- ina, en getur nú talað í gegn- um annað líffæri, og hefur þetta gífurlega mikla þýðingu sál- fræðilega fyrir sjúklinginn. Áður en við getum hafizt handa, lendir það enn á hjúkr- unarliðinu að halda sjúklingun- um uppi andlega, tala mikið við þá hér sem fyrr og leyfa þeim að skrifa svörin, - og hér reyn- ir á að gefa sér tíma til að lesa svörin. Þetta fólk getur lesið og skrifað, og hægt er tala mun meira við það en fyrri hópinn, en hættan á þunglyndi er mikil, Frccmh. á bls. 152. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.