Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 41

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 41
f rá áðurnefndum sj úkrahús- heimsóknum og bóklegu námi. Slíkt námsár er ríkt af nýrri reynslu og hugmyndum. Við ger- um okkur grein fyrir því, að ýmislegt er betra heima, og við sjáum það betur en áður, að allir hafa við sína erfiðleika að etja. Þótt mörg þessara vanda- mála séu þj óðfélagslegs eðlis, eru þau þó svo mannleg, að þau eru að miklu leyti sameiginleg hinum sextán þjóðernum, sem í hópnum voru. Að síðustu vil ég nota þetta tækifæri til að færa Rauða krossi Islands þakkir fyrir að- stoð og fyrirgreiðslu, í sam- bandi við styrk þann frá Rauða ki’ossi Bretlands, sem kostaði námsdvöl mína. □ Illutvork Iijúkruuurkonuiinnr ■ lijúúlólagi frniul iiVariiiuar. Framh. af bls. H5. verðum við að gera okkur ljóst, að þegar starfsmenntun okkar er komin á háskólastig, en ekki fyrr, getum við gert ráð fyrir, að nokkur hópur hjúkrunar- kvenna geti og vilji helga sig rannsóknarstörfum á sviði heilsugæzlu og hjúkrunar. Þetta á þó ekki að vera því til fyrir- stöðu, að við reynum frá upp- hafi að vekja áhuga nemanna á rannsóknum, svo að þeir í starfsþjálfun sinni síðar líti á starfið af meiri gagnrýni og skilgreini það meir, þannig að þeir verði betur hæfir sem þátt- takendur í framþróun hjúkrun- arstarfsins. Við skulum einnig sækjast eftir samvinnu við aðra þá aðila, sem hafa með höndum rannsóknir, sem varða heilsu- gæzlu og heilbrigði manna al- tnennt. Þetta er hugsað að nokkru leyti til þess að víkka sjóndeildarhring okkar, en einn- ig til þess að hjúkrunarkonurn- ar geti vegna reynslu sinnar í starfi, hinna nánu tengsla við sjúklingana, lagt rannsóknar- störfum á þessu sviði þýðingar- mikið lið. Um þau rannsóknar- svið, þar sem hjúkrunarkonur ættu í rauninni að eiga frum- kvæði, má nefna eftirtalin dæmi: hjúkrun - störf hinna ýmsu starfshópa innan heilsugæzlu og hjúkr- unar - samanburður hinna ýmsu hjúkrunaraðferða, áhrifa þeirra og hve hentugar þær séu hjúkrunarstj órn - haganleiki stjórnunarreglna og skipulagskenninga til að fá fram virka þjónustu - verkefni og starf yfirhjúkr- unarkonunnar eftir stærð sjúkrahússins - áhrif herbergjaskipunar sjúkrahússins á virkni hjúkr- unarinnar menntun - skilgreining þeirrar undir- stöðuþekkingar, sem er sam- eiginleg við alla hjúkrun, hvar sem hún er framkvæmd - áhrif hjúkrunarskólans á við- horf og hegðun nemanna - rannsóknaáætlun um náms- efni til reynslu og niðurstöð- ur hennar. Þessu lauslega yfirliti og hug- leiðingum vil ég ljúka með því að staðhæfa, að hjúkrunin hef- ur breytzt og mun breytast enn- þá meira í framtíðinni. Þrátt fyrir það eru ákveðnir þættir í hjúkruninni, sem staðið hafa óbreyttir og munu vonandi hald- ast óbreyttir: hjúkrun er líkn- arstarf, og hjúkrunarkonurnar vinna störf, sem þjóðfélagið get- ur ekki án verið. Til þess að við í framtíðinni getum fullnægt þessari þörf þjóðfélagsins, verð- ur að haga menntun okkar þann- ig, að fylgzt sé með breytingum þeim, sem verða. Við verðum að gera okkur ljóst, hvaða þýðingu það hefur fyrir fólk, þegar lífsviðhorf þess breytist, hvaða áhrif það hef- ur á líkamlega og andlega heil- brigði þess. Það er okkar að sjá til þess, að við verðum starfi okkar vaxnar. □ Aúalfuudur SSEF. Framh. af bls. H9. Þarna skyldu gestir gera nokkra grein fyrir starfi sinna hjúkrunarnemafélaga. Þar sem við mættum alveg óundirbúnar og starfsemi íslenzka nemafé- lagsins er þar að auki lítil að vöxtum, skýrðum við fremur frá námstilhögun í HSl. Skemmti- legtvar að fylgjast með samræð- um, þó að efni þeirra komi ís- lenzka nemafélaginu ekki að miklu gagni, þar eð vandamál og deilur Svía voru mest á dag- skrá, en norræn samvinna féll í skuggann. Islenzka hj úkrunarnemafélag- ið mun reyna að senda tvo nem- endur á fundi NEK eða SSN einu sinni á ári. Enn þá er æski- legra að nota fé og tíma til efl- ingar á starfi félagsins heima fyrir og auka bréfaskriftir en fjölga utanferðum. Geta má þess, að stofnaður hefur verið sjóður til styrktar nemum, er sendir eru á mót erlendis. Hann er að vísu ekki stór að vöxtum, en ef nemendur leggja sig fram við að afla honum fjár, getur hann orðið nokkur lyftistöng. En hvenær verður íslenzka nemafélagið fært um að standa fyrir slíkum fundi? Okkur er nauðsyn að kynnast námstilhög- un og aðstöðu „kollega“ okkar á hinum Norðurlöndunum, og æskilegasta þróunin er samræm- ing náms Norðurlanda, að svo miklu leyti sem hægt er. Ferðir sem þessa, er nú hef- ur verið tæpt á, þarf að ákveða með fyrirvara, svo að hægt sé að kynna sér dagskrá og gera sér grein fyrir hvernig við get- um bezt kynnt okkur nám og starf, komið með tillögur og auk- ið tengslin á allan hátt. Starf- semi hj úkrunarnemaf élagsins hefur verið mjög lítilfjörleg, en mun nú væntanlega á uppleið, þar sem nemar vilja ekki vera eftirbátar annarra varðandi nám, starf og félagslíf. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.