Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 36
Ritnefnd: Hanna Þórarinsdóttir, Hulda Kristjánsdóttir. Elín Stefánsdóttir, Anna Rósa Daníelsdóttir RADDIR HJÚKRUNARNEMA AÐALFUNDUR SSEF eftir Margréti Halldórsdóttur hjúkrunarnema Aðalfundur sænska hjúkrunarnemafélagsins, SSEF (Sveriges sjuksköt- erskaelevförening) var haldinn í Váxjö 3.-5. marz sl. Skipulag NEK (Nordisk elevkonferense) gerir ráð fyrir þátttöku fulltrúa hjúkrunar- nemafélaga hinna Norðurlandanna í slíkum fundum, og barst Hjúkrun- ai’nemafélagi Islands boðsbréf sem öðrum. Félagið afþakkaði boðið á þeirri forsendu, að það hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir kostnaði við slíkt ferðalag. Á síðustu stundu hringdi formaður SSEF og bauð tveimur hjúkrunarnemum á kostnað þess. Boð þetta var þakksam- lega þegið, en í því fólst kostnaður vegna ferða og allur dvalarkostnaður þar í landi. Þannig lyktaði því, að tveir íslenzkir hjúkrunarnemar sóttu fundinn. Árdegis föstudaginn 3. marz var fundurinn settur. Þátttakendur voru um áttatíu hjúkrunarnemar frá hinum ýmsu skólum í Svíþjóð, sambands- stjórnin (aðalstjórn SSEF, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi) og aðstoðar- fólk. Gestir voru auk okkar tveir frá Noregi, tveir frá Danmörku og einn frá Finnlandi. I þessum fjölmenna hópi voru nokkrir karlmenn, og vai' ekki skirrzt við að velja þá í hinar ýmsu nefndir. Þátttakendum var skipt í hópa, og skyldi hver þeirra taka ákveðin verk- efni til umræðu, en þau skiptust þannig: A. Menntun I. Að ræða núverandi menntun og leggja fram tillögur til úrlausna hin- um ýmsu menntunarvandamálum. B. Menntun II. Að ræða og leggja fram áætlun fyrir hjúkrunarmenntun framtíðar- innar. Athuga skyldi, hvert telja bæri starfssvið hjúkrunarkonu, og með hliðsjón af þeirri niðurstöðu, skyldi áætla, hver menntun væri nauðsynleg til uppfyllingar þeim kröfum. C. Ræða áætlanir og framtíðarhorfur varðandi SSEF sem sjálfstæðs félags. Ákveðinn hópur hafði verið valinn árið 1971, sem falið var það verkefni að vinna markvisst að viðurkenningu SSEF sem stéttar- félags, er starfað gæti óháð hjúkrunarfélögum og gert eigin samninga. Hér skyldi ræða árangur starfsins og leggja fram nýjar tillögur til úrbóta. D. Athuga starfsáætlanir frá nýliðnum árum, hversu framkvæmdar hefðu verið, og kanna leiðir til úrbóta, fyrst og fremst varðandi samræm- ingu menntunar. E. Endurskoða allar fjárhagsáætlanir fyrir árið 1972 með tilliti til hinna ýmsu sjóða. Leggja fram tillögur til úrbóta. F. Endurskoða alla starfsemi SSEF sl. ár, og athuga, hve miklu fé var varið til starfsins. Með tilliti til niðurstöðu þeirrar athugunar skyldi á sameiginlegum fundi næsta dag greiða atkvæði um það, hvort sam- þykkja skyldi eða ekki frjálsræði sambandsstjórnar til ábyrgðar. 148 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS -----------------------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.