Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Side 7
> Barnavemd Þáttur hj úkmnarfræðinga Samkvæmt lögum berum við í raun öll ábyrgð á velferð barnanna í samfélagi okkar -þó ábyrgðin liggi auðvitað fyrst og fremst hjá foreldrunm. Annist foreldrar ekki börn sín sem skyldi þá verða aðrir að koma þar að. í lögum um vernd barna og ungmenna (nr. 58/1992, IV. kafla, 12. gr.) segir m.a.: „Hverjum, sem verðurþess v(s að barni er misboðið, uppeldi þess vanrœkt eða aðbúnaði þess svo áfátt að barninu geti stafað hœtta af er skylt að tilkynna það barnaverndarnefndþar sm barnið dvelst." Sérstök skylda er svo lögð á herðar þeim stéttum sem sjá um umönnun og kennslu bama, svo og heilbrigðisstéttum, því í 13. gr. laganna segir: „Sérstaklega erfóstrum, dagmœðrum, kennurum, prestum, lœknum, Ijósmœðrum, hjúkrunarfrœðingum, sálfrœðingum, félagsráðgjöfum og öðrum þeim er hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna og ungmenna eftir þv( sem við verður komið...". Stundum er sagt að hjúkrunarfræðingar séu „góða fólkið“ í barnaverndarkerfinu en í störfum sínum koma þeir að barnavemd á marga vegu. Hér er ætlunin að varpa nokkm ljósi á þennan þátt með greinunum sem birtar em undir yfirskriftinni „Barnavernd -þáttur hjúkmnarfræðinga“. Greinarnar em eftir marga höfunda og eru mismunandi að uppbyggingu því einungis hluti þeirra er skrifaður sérstaklega vegna þessarar umfjöllunar í blaðinu. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að greina frá því hvemig störf hjúkrunarfræðinga snerta heilsuvernd barna og unglinga á einn eða annan máta og einnig livernig bæta má og efla þátt hjúkrunarfræðinga í vernd bama og ungmenna. Jóna Dóra Kristinsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur Þurtgaðar kortur og fikrt áhrif neyslu áfóstur og einföld aðferð til greiningar kona sást dmkkin á almannafæri fyrir nokkmm áratugum var litið niður á hana og hún álitin afar slæm móðir, enda áttu konur ekki að drekka áfengi nema þá helst eitt og eitt sherrýstaup. Hins vegar var það hluti af karlmennskunni ef þeir, karlmennimir, dmkku áfengi og jafnvel þótt algjört stjómleysi fylgdi drykkjunni hafði það ekkert með föðurhlut- verkið að gera og þeir voru ekki brennimerktir sem verri feður íyrir bragðið. En við þær þjóðfélagslegu breytingar er urðu í Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar seinni heimsstyrjaldar- innar fóru konur að sjást æ oftar neyta áfengis á almannafæri. Framleiðendur sáu sér leik á borði og fóm að beina spjótum sínum að þessum nýja markhópi og konur fóm að sjást í áfengisauglýsingum. Ef erlendum tímaritum er flett nú þá sjást gjarnan áfengisauglýsingar sem sýna hina athafnasömu framakonu, klædda smekklegri dragt, með skjalatösku sér við hlið, þar sem hún stendur sjálfsömgg við barinn og fær sér drykk að afloknum vinnudegi. Þessar breytingar áttu sér einnig stað hér á íslandi og fór að bera á þeim um það leyti er Rauðsokkahreyfingin var stofnuð og konur fóm að þyrpast út á vinnumarkaðinn í kringum 1970. Með þá staðreynd í huga að áfengisneysla kvenna hefur aukist verulega síðustu áratugi hlýtur það að auka líkurnar á því að fleiri böm fæðist í þennan heim er hafa orðið fyrir skaða á fósturskeiði vegna neyslu móðurinnar. Tölur erlendis frá sýna að um 10-15% kvenna á bameignaraldri (15-44 ára) drekka mikið áfengi eða em alkóhólistar (Hinderliter og Zeienak 1993) og ekki er nokkur ástæða til að ætla að því sé öðmvísi farið meðal íslenskra kvenna. Það er því mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsmenn að vera vel á verði hvað þetta varðar þegar konur koma í mæðraeftirlit og leggja fyrir þær spurningar um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Það sem átt er við með önnur vímuefni em þau efni sem mest em notuð hér á landi en skv. ársskýrslu SÁÁ em það efni eins og hass, amfetamín, að ógleymdum lyfjum sem einstaklingar sækja í TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.