Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1996, Blaðsíða 10
B ernd notum við til að átta okkur á tíðni og magni neyslunnar. Ef við gefum okkur að konan játi því að hún hafi einhvern tíma drukkið áfengi þá spyrjum við næst: „Hvenær drakkstu áfengi síðast?“ en slík spurning opnar konunni leið til að ræða um núverandi neyslu ef einhver er og fyrri neyslu. Flestar kvennanna svara þvf efiaust til að þær hafi ekki drukkið frá því fyrir þungun og jafnvel löngu áður. Sumar konur hafa drukkið áfengi fyrstu vikur meðgöngunnar, áður en þær áttuðu sig eða fengu staðfestingu á þunguninni, en hætt því algjörlega eftir það. Hins vegar sitja þessar konur gjarnan uppi með mikið samviskubit yfir því að hafa drukkið f byrjun meðgöngunnar, jafnvel þótt það hafi verið mjög lítið, og þær eru hræddar um að hafa skaðað fóstrið. Þessi spurning, er ég nefndi fyrr, gefur konunni færi á að ræða þessar áhyggjur sínar og um leið ljósmóðurinni/hjúkrunarfræðingnum tækifæri til að róa konuna því ósennilegt er að svo lítil neysla, rétt í byrjun, valdi skaða. Ef konan kveðst aftur á móti hafa drukkið daginn áður eða síðastliðna helgi eða fyrir einhverjum dögum síðan þá er næsta skref að átta sig á því hversu mikil drykkja sé á ferðinni og þá að bera upp spurningar eins og: „Hversu mikið drekkurðu? Hvað drekkurðu? Hversu oft drekkurðu?“ Ef svo virðist, eftir þessar spurningar, að hér sé um einhverja drykkju að ræða þá er næst að komast að því liversu mikil áhrif drykkjan hefur á li'f konunnar og er mælt með því að leggja þá fyrir konuna svokallaðar CAGE spurningar: 1. Hefur þér einhvem ti'ma fundist þú þurfa að minnka drykkjuna? 2. Hefur fólk verið með afskiptasemi gagnvart drykkjunni hjá þér? 3. Hefur þér einhvern tíma liðið illa eða verið með slæma samvisku úl ai drykkjunni? 4. Hefur þú einhvern tíma byrjað daginn á því að fá þér drykk til þess að róa taugarnar eða losna við timburmenn? Einnig getur hjálpað að nota eftirfarandi spurningu: „Hvað þarftu marga drykki til að finna á þér?“ en þessi spurning gefur vfsbendingu um áfengisþol. Ef konan svarar því til að hún þurfi meira en tvo drykki til að finna á sér, þá segir það manni að þolið hefur aukist og misnotkun væntan- lega til staðar. Sumar konur eru fúsari að viðurkenna aukið áfengisþol heldur en vandamál er hljótast af drykkjunni. Þessar spurningar geta gefið manni vísbendingu um það, hvort um áfengisvandamál sé að ræða hjá konunni eða ekki. Fræða þarf þessar konur um skaðsemi neyslunnar og hversu alvarlegar afleiðingar þær geta haft á barnið. Það hefur sýnt sig að fræðsla í mæðraeftirliti til kvenna hefur skilað góðum árangri og margar látið af allri neyslu á meðgöngunni. Þeim konum sem ekki geta hætt neyslu án frekari aðstoðar þarf að liðsinna, benda þeim á þau meðferðarúrræði sem í boði eru, hvetja þær til að leita sér meðferðar og fylgja því eftir. Þó að konan hafi fengið þá fræðslu sem þurfa þykir hjá sinni ljósmóður/hjúkmnarfræðingi í mæðraeftirlitinu má ekki láta þar við sitja. Því |)ó hún taki fræðslunni vel og tali um að hætta allri neyslu, verður að spyrja hana aftur um neyslu næst er hún kemur í skoðun: „Hefurðu dmkkið nokkurn bjór, léttvín eða sterkt vín frá þvf síðast er þú varst í skoðun?“ Vænlegast er að orða spurninguna á þennan hátt því mörgum íinnst bjór eða léttvín varla vera áfengi og líta ekki alvarlegum augum á slíka neyslu. Ef hins vegar kona neitar allri neyslu á meðgöngunni en okkur gmnar annað þá ber að spyrja hana aftur næst þegar hún kemur í skoðun. Henni gæti liðið belur þá og verið ömggari með sig þegar hún fer að kynnast sinni ljósmóður/ hjúkrunarfræðingi og á þá auðveldara með að opna sig. En því miður er það nú svo að ávallt munu einhverjar þungaðar konur neita neyslu alla meðgönguna þó þær séu í einhverri neyslu. Ef allar konur fá fræðslu um skaðsemi áfengis -og vímuelnaneyslu munu þær þó alltént verða einhvers vi'sari og kannski verðui' liægt að ná til þeirra seinna eða jafnvel í næstu meðgöngu. Lokaorð Eins og fram liefur komið þá hefur áfengis- og vímuefna- neysla á meðgöngu víðtæk áhrif á fóstrið bæði andlega og líkamlega, en það er aldrei of seint að reyna að stöðva neysluna eins og kemur fram í rannsókn er Korkman, Autti- Ramö ofl. gerðu á vegum Háskólans í Helsinki árið 1994. Rannsóknin var um andlegan seinþroska tveggja ára barna eftir áfengisneyslu móður á meðgöngu. Kom í ljós að greinileg fylgni var á milli seinþroska hjá börnum og þess hvort móðirin drakk áfengi í byrjun meðgöngunnar eða út alla meðgönguna. Seinkaður málþroski og sjónhreyfiþroski kom fram hjá börnum mæðra er drukku alla meðgönguna. Eingöngu var um athyglis- skort að ræða hjá börnum þeirra mæðra er drukku fram að 3. þriðjungi meðgöngunnar. Hjá börnum þeirra mæðra er aðeins drukku fram að 2. þriðjungi meðgöngunnar var ekki marktækur munur og á samanburðarhópi. Því fyrr því betra er að grípa inn í og jafnvel getur íhlutun á 3. þriðjungi meðgöngunnar skipt sköpum fyrir heilsu bamsins. Það er þvf von mín að þessar leiðbeiningar geti komið ljósmæðrum og heilsugæslu- hjúkrunarfræðingum að gagni í mæðravernd og auðveldi greiningu á þessu alvarlega vandamáli. Heimiidir: Autti-Ramo I., Gaily E.og Granstrom ML.(1992). Dysmorphic features in offspring of alcoholic mothers. Archives of Disease in Childhood 67(6):712-6. Bartek J. og Twiss J.(1990). The Pregnant Client Using Alcohol. L. Jack (ritstj.), Nursing Care Planning with the Addicted Client, (bls.61-78) Vol.II, Stokie IL. Midvest Education Assocition, Inc. Fries MH. Kuller JA. Norton ME. Yankowitz J. Kohori J. Good WV. Ferriero D. Cox V. Donlin SS. Golabi M. (1993). Facial features of infants exposed prenatally to cocaine. Teratology 48(5):413-20. Froster UG. og Baird PA. (1992). Congenital defects of the limbs and alcohol exposure in pregnancy: data from a population based study. American Journal of Medical Genetics, 44(6):782-5. Geller A. (1991). The Effects of Drug Use During Pregnancy. P. Roth (ritstj.), Alcohol And Drugs Are Women’s Issues, (bls.101-6) The Scarecrow Press, Inc., Metuchen, N.J. Hinderliter SA. og Zelenak JP. (1993). A simple method to identify alcohol and other drug use in pregnant adults in a prenatal care setting. Journal of Perinatology, 13(2):93-102. Korkman M. Hilakivi-Clarke LA. Autti-Ramo I. Fellman V. Granstrom ML. (1994). Cognitive impairments at two years of age after prenatal alcohol exposure or perinatal asphyxia. Neuropediatrics 25(2): 101-5. LaFlash S., Aronson RA. og Uttech S. (1993). Alcohol use during pregnancy: implications for physicians. Wisconsin Medical Journal, 92(9):501-6. Sondgrass SR. (1994). Cocaine babies: a result of multiple teratonenic influences. Journal of Child Nourology, 9(3):227-33. Ársskýrsla SÁÁ (1995). TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 3. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.